Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Elín Margrét Böðvarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 18. janúar 2025 12:24 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins segist treysta fjármála- og efnahagsráðherra fullkomlega til að ganga frá sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Flokkurinn hefur til þessa lýst harðri andstöðu gegn sölu bankans en formaðurinn segist nú vona að farsæl lausn finnist sem allir geti sætt sig við. „Við sögðum nei við sölu ríkisins á Íslandsbanka," segir meðal annars á heimasíðu Flokks fólksins. Inga Sæland, formaður flokksins, hefur jafnframt ítrekað lýst andstöðu sinni við áformin, meðal annars úr pontu Alþingis. Skjáskot af vefsíðu Flokks fólksins.Flokkur fólksins „Þá ætlum við að einkavæða meira og meira og nú er það nýjasta að selja Íslandsbanka. Gullgæsirnar eru teknar og höggvin af þeim höfuðið og þau sett á grillið. Allt sem við eigum, íslenskur almenningur, og skapar okkur auð, framtíð og öryggi er slegið af í þessu kapítalíska brjálæðislega, hvað á ég að segja, markaðshagkerfi sem hér er rekið. Þeir vilja einkavæða allt,“ Sagði Inga í ræðustól þingsins þann 7. október í fyrra þegar hún mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, rúmum sjö vikum fyrir kosningar. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því í fjölmiðlum fyrr í vikunni að 42,5 prósenta hlutur ríkisins í Íslandsbanka yrði seldur á þessu ári, og til standi að málið verði kynnt í þinginu á vormánuðum. Innt eftir viðbrögðum við þessum áformum nú segir Inga að ákvörðunin hafi verið tekin af fyrri ríkisstjórn. „Það var einnig tekin ákvörðun um það hjá síðustu ríkisstjórn og er gert ráð fyrir í fjárlögum síðustu ríkisstjórnar að klára söluna á Íslandsbanka sem að við erum reyndar orðnir ansi miklir minnihlutaeigendur í. Það er meira að segja búið að gera ákveðnar ráðstafanir um það fé sem á að fást fyrir bankann, það liggur allt fyrir í fjárlögum fráfarandi ríkisstjórnar. Það er svo sem ekkert sem við getum gripið inn í,“ segir Inga. Hún ítrekar einnig að ekki séu nein áform um það að selja Landsbankann. Spurð hvort hún hafi skoðun á því hvernig útfærslu sölunnar verði háttað segir hún það vera í höndum fjármála- og efnahagsráðherra að leysa. „Ég treysti fjármála 100% til þess að koma með útfærslu sem að allir geti í rauninni verið sáttir við eins og kostur er og við þurfum ekki að lenda í því ófremdarástandi sem að í rauninni skapaðist við síðustu sölu,“ svarar Inga. Flokkur fólksins Íslandsbanki Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Salan á Íslandsbanka Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
„Við sögðum nei við sölu ríkisins á Íslandsbanka," segir meðal annars á heimasíðu Flokks fólksins. Inga Sæland, formaður flokksins, hefur jafnframt ítrekað lýst andstöðu sinni við áformin, meðal annars úr pontu Alþingis. Skjáskot af vefsíðu Flokks fólksins.Flokkur fólksins „Þá ætlum við að einkavæða meira og meira og nú er það nýjasta að selja Íslandsbanka. Gullgæsirnar eru teknar og höggvin af þeim höfuðið og þau sett á grillið. Allt sem við eigum, íslenskur almenningur, og skapar okkur auð, framtíð og öryggi er slegið af í þessu kapítalíska brjálæðislega, hvað á ég að segja, markaðshagkerfi sem hér er rekið. Þeir vilja einkavæða allt,“ Sagði Inga í ræðustól þingsins þann 7. október í fyrra þegar hún mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, rúmum sjö vikum fyrir kosningar. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því í fjölmiðlum fyrr í vikunni að 42,5 prósenta hlutur ríkisins í Íslandsbanka yrði seldur á þessu ári, og til standi að málið verði kynnt í þinginu á vormánuðum. Innt eftir viðbrögðum við þessum áformum nú segir Inga að ákvörðunin hafi verið tekin af fyrri ríkisstjórn. „Það var einnig tekin ákvörðun um það hjá síðustu ríkisstjórn og er gert ráð fyrir í fjárlögum síðustu ríkisstjórnar að klára söluna á Íslandsbanka sem að við erum reyndar orðnir ansi miklir minnihlutaeigendur í. Það er meira að segja búið að gera ákveðnar ráðstafanir um það fé sem á að fást fyrir bankann, það liggur allt fyrir í fjárlögum fráfarandi ríkisstjórnar. Það er svo sem ekkert sem við getum gripið inn í,“ segir Inga. Hún ítrekar einnig að ekki séu nein áform um það að selja Landsbankann. Spurð hvort hún hafi skoðun á því hvernig útfærslu sölunnar verði háttað segir hún það vera í höndum fjármála- og efnahagsráðherra að leysa. „Ég treysti fjármála 100% til þess að koma með útfærslu sem að allir geti í rauninni verið sáttir við eins og kostur er og við þurfum ekki að lenda í því ófremdarástandi sem að í rauninni skapaðist við síðustu sölu,“ svarar Inga.
Flokkur fólksins Íslandsbanki Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Salan á Íslandsbanka Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira