Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Elín Margrét Böðvarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 18. janúar 2025 12:24 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins segist treysta fjármála- og efnahagsráðherra fullkomlega til að ganga frá sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Flokkurinn hefur til þessa lýst harðri andstöðu gegn sölu bankans en formaðurinn segist nú vona að farsæl lausn finnist sem allir geti sætt sig við. „Við sögðum nei við sölu ríkisins á Íslandsbanka," segir meðal annars á heimasíðu Flokks fólksins. Inga Sæland, formaður flokksins, hefur jafnframt ítrekað lýst andstöðu sinni við áformin, meðal annars úr pontu Alþingis. Skjáskot af vefsíðu Flokks fólksins.Flokkur fólksins „Þá ætlum við að einkavæða meira og meira og nú er það nýjasta að selja Íslandsbanka. Gullgæsirnar eru teknar og höggvin af þeim höfuðið og þau sett á grillið. Allt sem við eigum, íslenskur almenningur, og skapar okkur auð, framtíð og öryggi er slegið af í þessu kapítalíska brjálæðislega, hvað á ég að segja, markaðshagkerfi sem hér er rekið. Þeir vilja einkavæða allt,“ Sagði Inga í ræðustól þingsins þann 7. október í fyrra þegar hún mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, rúmum sjö vikum fyrir kosningar. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því í fjölmiðlum fyrr í vikunni að 42,5 prósenta hlutur ríkisins í Íslandsbanka yrði seldur á þessu ári, og til standi að málið verði kynnt í þinginu á vormánuðum. Innt eftir viðbrögðum við þessum áformum nú segir Inga að ákvörðunin hafi verið tekin af fyrri ríkisstjórn. „Það var einnig tekin ákvörðun um það hjá síðustu ríkisstjórn og er gert ráð fyrir í fjárlögum síðustu ríkisstjórnar að klára söluna á Íslandsbanka sem að við erum reyndar orðnir ansi miklir minnihlutaeigendur í. Það er meira að segja búið að gera ákveðnar ráðstafanir um það fé sem á að fást fyrir bankann, það liggur allt fyrir í fjárlögum fráfarandi ríkisstjórnar. Það er svo sem ekkert sem við getum gripið inn í,“ segir Inga. Hún ítrekar einnig að ekki séu nein áform um það að selja Landsbankann. Spurð hvort hún hafi skoðun á því hvernig útfærslu sölunnar verði háttað segir hún það vera í höndum fjármála- og efnahagsráðherra að leysa. „Ég treysti fjármála 100% til þess að koma með útfærslu sem að allir geti í rauninni verið sáttir við eins og kostur er og við þurfum ekki að lenda í því ófremdarástandi sem að í rauninni skapaðist við síðustu sölu,“ svarar Inga. Flokkur fólksins Íslandsbanki Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Salan á Íslandsbanka Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
„Við sögðum nei við sölu ríkisins á Íslandsbanka," segir meðal annars á heimasíðu Flokks fólksins. Inga Sæland, formaður flokksins, hefur jafnframt ítrekað lýst andstöðu sinni við áformin, meðal annars úr pontu Alþingis. Skjáskot af vefsíðu Flokks fólksins.Flokkur fólksins „Þá ætlum við að einkavæða meira og meira og nú er það nýjasta að selja Íslandsbanka. Gullgæsirnar eru teknar og höggvin af þeim höfuðið og þau sett á grillið. Allt sem við eigum, íslenskur almenningur, og skapar okkur auð, framtíð og öryggi er slegið af í þessu kapítalíska brjálæðislega, hvað á ég að segja, markaðshagkerfi sem hér er rekið. Þeir vilja einkavæða allt,“ Sagði Inga í ræðustól þingsins þann 7. október í fyrra þegar hún mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, rúmum sjö vikum fyrir kosningar. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því í fjölmiðlum fyrr í vikunni að 42,5 prósenta hlutur ríkisins í Íslandsbanka yrði seldur á þessu ári, og til standi að málið verði kynnt í þinginu á vormánuðum. Innt eftir viðbrögðum við þessum áformum nú segir Inga að ákvörðunin hafi verið tekin af fyrri ríkisstjórn. „Það var einnig tekin ákvörðun um það hjá síðustu ríkisstjórn og er gert ráð fyrir í fjárlögum síðustu ríkisstjórnar að klára söluna á Íslandsbanka sem að við erum reyndar orðnir ansi miklir minnihlutaeigendur í. Það er meira að segja búið að gera ákveðnar ráðstafanir um það fé sem á að fást fyrir bankann, það liggur allt fyrir í fjárlögum fráfarandi ríkisstjórnar. Það er svo sem ekkert sem við getum gripið inn í,“ segir Inga. Hún ítrekar einnig að ekki séu nein áform um það að selja Landsbankann. Spurð hvort hún hafi skoðun á því hvernig útfærslu sölunnar verði háttað segir hún það vera í höndum fjármála- og efnahagsráðherra að leysa. „Ég treysti fjármála 100% til þess að koma með útfærslu sem að allir geti í rauninni verið sáttir við eins og kostur er og við þurfum ekki að lenda í því ófremdarástandi sem að í rauninni skapaðist við síðustu sölu,“ svarar Inga.
Flokkur fólksins Íslandsbanki Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Salan á Íslandsbanka Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira