Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Áður hafði verið greint frá því að Hanna Katrín hefði einnig ráðið Stefaníu Sigurðardóttur sem aðstoðarmann.
Þar segir að Óli Örn sé viðskiptafræðingur með M.Sc. gráðu í nýsköpun og viðskiptaþróun frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS).
„Undanfarin ár hefur Óli Örn leitt atvinnu- og borgarþróunarteymi Reykjavíkurborgar þar sem hann hefur innleitt nýja atvinnu- og nýsköpunarstefnu, unnið að eflingu atvinnulífs í borginni og haldið utan um alþjóðleg rannsóknarverkefni. Áður starfaði Óli Örn meðal annars hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar og SÍF Group.
Óli Örn hefur þegar hafið störf.“