Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 20. janúar 2025 17:59 Bíllinn var mannlaus þegar Elvar kom að honum. Slökkvilið Múlaþings Eldur kviknaði í bíl á Seyðisfirði í nótt en þung færð gerði slökkviliði erfitt fyrir í slökkvistarfi. Varðstjóri slökkviliðs Múlaþings segir atvikið til marks um þær hættulegu aðstæður sem skapast geta meðan lokað er fyrir umferð um Fjarðarheiði. Útkall um eld í bifreið barst slökkviliðinu á Seyðisfirði í kring um klukkan þrjú í nótt. Elvar Snær Kristjánsson slökkviliðsmaður býr í grennd við bílinn sem kviknaði í og var fyrstur á vettvang. Í samtali við fréttastofu segist hann hafa heyrt flaut meðan bíllinn stóð í ljósum logum. Greip með sér slökkvitæki „Maður á von á því versta í þessum aðstæðum. Ég nota slökkvitæki til að að opna hurðina á bílnum og ganga úr skugga um að það sé enginn inni í bílnum,“ segir Elvar. Bíllinn hafi verið mannlaus og ökumaður hans skammt undan. Hann segir bæinn á kafi í snjó og færðina gífurlega þunga. Mögulega hafi bíllinn ofhitnað við þau akstursskilyrði. Á örskammri stundu hafi bíllinn orðið alelda. „Það var virkilega erfitt að athafna sig í nótt þar sem maður þurfti að vaða snjóinn upp í mitti í kringum bílinn. “ Hættulegar og ólíðandi aðstæður Elvar segir furðu vel hafa gengið að ná í slökkvibílinn í bænum miðað við hve þung færðin var. „Reyndar þurfti einn slökkviliðsmaður að fara á gönguskíðum að heiman niður á stöð.“ Vel hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins, veðrið hafi verið hagstætt. „En þetta minnir okkur á hversu brothætt við erum ef Fjarðarheiðin er ófær og við höfum engan til að treysta á,“ segir Elvar. Mikið samstarf sé milli slökkviliðanna á Egilsstöðum og Seyðisfirði og við venjuleg skilyrði taki um þrjátíu mínútur að komast yfir heiðina. Klippa: Eldur í bíl á Seyðisfirði „Í þessu tilfelli reyndi ekki á það en þetta minnir okkur á hvað þetta geta verið hættulegar aðstæður.“ Það hlýtur að vera svolítil ónotatilfinning sem fylgir þessum aðstæðum? „Þetta eru virkilega óþægilegar aðstæður. Það eru fjögur ár síðan bærinn var rýmdur eftir skriður. Þannig að þetta rifjar upp óþægilegar minningar. Þá munaði litlu að heiðin væri ófærð,“ segir Elvar. Fleiri óhugnanleg atvik hafi komið upp í dag. „Í morgun var tilkynnt um barnshafandi konu sem var komin að fæðingu og heiðin kolófær. Þetta eru grafalvarlegar aðstæður sem við þurfum að búa við. Stundum er talað um brauðskort og mjólkurskort í fréttum en þetta eru akkúrat þær aðstæður sem við óttumst mest. Þetta eru aðstæður sem eru ólíðandi fyrir íbúa hér og þarf að bregðast við hið snarasta.“ Slökkvilið Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Bílar Fjarðabyggð Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Útkall um eld í bifreið barst slökkviliðinu á Seyðisfirði í kring um klukkan þrjú í nótt. Elvar Snær Kristjánsson slökkviliðsmaður býr í grennd við bílinn sem kviknaði í og var fyrstur á vettvang. Í samtali við fréttastofu segist hann hafa heyrt flaut meðan bíllinn stóð í ljósum logum. Greip með sér slökkvitæki „Maður á von á því versta í þessum aðstæðum. Ég nota slökkvitæki til að að opna hurðina á bílnum og ganga úr skugga um að það sé enginn inni í bílnum,“ segir Elvar. Bíllinn hafi verið mannlaus og ökumaður hans skammt undan. Hann segir bæinn á kafi í snjó og færðina gífurlega þunga. Mögulega hafi bíllinn ofhitnað við þau akstursskilyrði. Á örskammri stundu hafi bíllinn orðið alelda. „Það var virkilega erfitt að athafna sig í nótt þar sem maður þurfti að vaða snjóinn upp í mitti í kringum bílinn. “ Hættulegar og ólíðandi aðstæður Elvar segir furðu vel hafa gengið að ná í slökkvibílinn í bænum miðað við hve þung færðin var. „Reyndar þurfti einn slökkviliðsmaður að fara á gönguskíðum að heiman niður á stöð.“ Vel hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins, veðrið hafi verið hagstætt. „En þetta minnir okkur á hversu brothætt við erum ef Fjarðarheiðin er ófær og við höfum engan til að treysta á,“ segir Elvar. Mikið samstarf sé milli slökkviliðanna á Egilsstöðum og Seyðisfirði og við venjuleg skilyrði taki um þrjátíu mínútur að komast yfir heiðina. Klippa: Eldur í bíl á Seyðisfirði „Í þessu tilfelli reyndi ekki á það en þetta minnir okkur á hvað þetta geta verið hættulegar aðstæður.“ Það hlýtur að vera svolítil ónotatilfinning sem fylgir þessum aðstæðum? „Þetta eru virkilega óþægilegar aðstæður. Það eru fjögur ár síðan bærinn var rýmdur eftir skriður. Þannig að þetta rifjar upp óþægilegar minningar. Þá munaði litlu að heiðin væri ófærð,“ segir Elvar. Fleiri óhugnanleg atvik hafi komið upp í dag. „Í morgun var tilkynnt um barnshafandi konu sem var komin að fæðingu og heiðin kolófær. Þetta eru grafalvarlegar aðstæður sem við þurfum að búa við. Stundum er talað um brauðskort og mjólkurskort í fréttum en þetta eru akkúrat þær aðstæður sem við óttumst mest. Þetta eru aðstæður sem eru ólíðandi fyrir íbúa hér og þarf að bregðast við hið snarasta.“
Slökkvilið Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Bílar Fjarðabyggð Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu