Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Bjarki Sigurðsson skrifar 20. janúar 2025 19:22 Frá Seyðisfirði. Lögreglan á Austurlandi Hættustig vegna snjóflóða er enn í gildi á Austfjörðum. Lögreglustjórinn segir rýmingu hafa gengið vel, þó hún sé alltaf viðkvæmt mál. Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár í dag. Þrjú snjóflóð féllu fyrir ofan varnargarðana í Neskaupstað í nótt en ekkert þeirra nógu kraftmikið til að ná að görðunum sjálfum. Verulega dró úr úrkomu á Austfjörðum í morgun en í kvöld er spáð talsverðri úrkomu sem á að vara frameftir. Hundrað og sjötíu manns þurftu að rýma heimili sín í Neskaupstað og Seyðisfirði í gær og bættust íbúar fjögurra fjölbýlishúsa á Seyðisfirði við þann hóp í dag. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um afléttingu rýminga. Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, segir rýmingu hafa gengið vel. „Íbúar hafa staðið sig alveg ótrúlega vel og það hefur allt gengið vel. Svo hefur samstarf við alla viðbragðsaðila líka gengið vel. Við erum mjög þakklát fyrir það því þetta er mjög viðkvæmt og erfitt í framkvæmd,“ segir Margrét. Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi.Vísir/Sigurjón Guðrún Ólafsdóttir þurfti ásamt eiginmanni sínum að rýma heimili sitt í Neskaupstað. Í stað þess að gista hjá dóttur sinni ákváðu þau að eyða nóttinni í hesthúsinu. „Töldum það vera öruggast að vera hér í hesthúsinu yfir nóttina. Það er á öruggu svæði. Þá gátum við gefið hestunum og svona,“ segir Guðrún. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem hjónin þurfa að rýma. „Maður verður náttúrulega að hlíta því þegar það eru viðvaranir og rýming. Það er bara öryggi í þessu,“ segir Guðrún. Guðrún Ólafsdóttir og eiginmaður hennar, Erlingur Bótólfsson. Eldur kviknaði í bíl á Seyðisfirði í nótt. Fyrstur á staðinn var varðstjóri sem býr rétt hjá, vopnaður slökkvitæki. „Mögulega hefur bíllinn bara ofhitnað, ég svosem kann engar skýringar á því. Það er að nást upp eldur þegar ég er að koma að honum. Á örskammri stundu verður hann alelda. Félagar mínir í slökkviliðinu fara niður á slökkvistöð og ná í slökkvibílinn. Sem betur fer er hann nægilega stór og öflugur til að fara í gegnum þessa ófærð hérna. Það gekk ótrúlega vel að ná í bílinn miðað við ófærðina í bænum. Reyndar þurfti einn slökkviliðsmaður að fara á gönguskíðum að heiman til að ná niður á stöð,“ segir Elvar. Eftir að liðsauki barst tókst að ná tökum á eldinum á skömmum tíma. Veðrið var með viðbragðsaðilum í liði, en hlutir hefðu getað endað verr. „Í morgun var tilkynnt um barnshafandi konu sem var komin að fæðingu. Heiðin ekki opin, þetta eru bara grafalvarlegar aðstæður sem við þurfum að búa við,“ segir Elvar. Heimildin greinir frá því að þetta hafi verið fyrsta barnið til að fæðast á Seyðisfirði í yfir þrjátíu ár. Múlaþing Fjallabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Björgunarsveitir Slökkvilið Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Þrjú snjóflóð féllu fyrir ofan varnargarðana í Neskaupstað í nótt en ekkert þeirra nógu kraftmikið til að ná að görðunum sjálfum. Verulega dró úr úrkomu á Austfjörðum í morgun en í kvöld er spáð talsverðri úrkomu sem á að vara frameftir. Hundrað og sjötíu manns þurftu að rýma heimili sín í Neskaupstað og Seyðisfirði í gær og bættust íbúar fjögurra fjölbýlishúsa á Seyðisfirði við þann hóp í dag. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um afléttingu rýminga. Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, segir rýmingu hafa gengið vel. „Íbúar hafa staðið sig alveg ótrúlega vel og það hefur allt gengið vel. Svo hefur samstarf við alla viðbragðsaðila líka gengið vel. Við erum mjög þakklát fyrir það því þetta er mjög viðkvæmt og erfitt í framkvæmd,“ segir Margrét. Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi.Vísir/Sigurjón Guðrún Ólafsdóttir þurfti ásamt eiginmanni sínum að rýma heimili sitt í Neskaupstað. Í stað þess að gista hjá dóttur sinni ákváðu þau að eyða nóttinni í hesthúsinu. „Töldum það vera öruggast að vera hér í hesthúsinu yfir nóttina. Það er á öruggu svæði. Þá gátum við gefið hestunum og svona,“ segir Guðrún. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem hjónin þurfa að rýma. „Maður verður náttúrulega að hlíta því þegar það eru viðvaranir og rýming. Það er bara öryggi í þessu,“ segir Guðrún. Guðrún Ólafsdóttir og eiginmaður hennar, Erlingur Bótólfsson. Eldur kviknaði í bíl á Seyðisfirði í nótt. Fyrstur á staðinn var varðstjóri sem býr rétt hjá, vopnaður slökkvitæki. „Mögulega hefur bíllinn bara ofhitnað, ég svosem kann engar skýringar á því. Það er að nást upp eldur þegar ég er að koma að honum. Á örskammri stundu verður hann alelda. Félagar mínir í slökkviliðinu fara niður á slökkvistöð og ná í slökkvibílinn. Sem betur fer er hann nægilega stór og öflugur til að fara í gegnum þessa ófærð hérna. Það gekk ótrúlega vel að ná í bílinn miðað við ófærðina í bænum. Reyndar þurfti einn slökkviliðsmaður að fara á gönguskíðum að heiman til að ná niður á stöð,“ segir Elvar. Eftir að liðsauki barst tókst að ná tökum á eldinum á skömmum tíma. Veðrið var með viðbragðsaðilum í liði, en hlutir hefðu getað endað verr. „Í morgun var tilkynnt um barnshafandi konu sem var komin að fæðingu. Heiðin ekki opin, þetta eru bara grafalvarlegar aðstæður sem við þurfum að búa við,“ segir Elvar. Heimildin greinir frá því að þetta hafi verið fyrsta barnið til að fæðast á Seyðisfirði í yfir þrjátíu ár.
Múlaþing Fjallabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Björgunarsveitir Slökkvilið Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira