Körfubolti

Valur og Kefla­vík í undanúr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Taiwo Hassan Badmus átti fínan leik og skoraði 17 stig.
Taiwo Hassan Badmus átti fínan leik og skoraði 17 stig. vísir/Anton

Valur og Keflavík eru komin í undanúrslit VÍS-bikars karla í körfubolta. Þangað eru einnig komin KR og Stjarnan.

Valsmenn fóru á Höfn í Hornafirði og mættu þar heimamönnum í Sindra. Þó gestirnir frá Hlíðarenda hafi átt nokkuð erfitt uppdráttar það sem af er leiktíð í Bónus-deild karla þá reyndust heimamenn, sem sitja í 4. sæti 1. deildar, engin fyrirstaða í kvöld. 

Lokatölur 77-99 og Valur komið í undanúrslit. Adam Ramstedt var stigahæstur í liði Vals með 22 stig. Hann tók einnig sex fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Donovan Fields var stigahæstur í liði Sindra með 27 stig ásamt því að gefa átta stoðsendingar og taka þrjú fráköst.

Athygli vakti að Joshua Jefferson var á skýrslu hjá Val í kvöld. Spilaði hann 14 mínútur, skoraði fimm stig, tók þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Hann var á mála hjá Val á síðustu leiktíð áður en hann meiddist illa. Samkvæmt heimildum Vísis mun hann þó ekki spila fleiri leiki.

Í Keflavík voru Haukar í heimsókn og þar réðst leikurinn ekki fyrr en í síðasta fjórðung, lokatölur 96-88.  Jaka Brodnik, Ty-Shon Alexander og Igor Maric voru stigahæstir í liði heimamanna með 18 stig hver. Hjá Haukum var Birkir Hrafn Eyþórsson stigahæstur með 26 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×