Innlent

Rýnt í fyrsta dag Trumps í em­bætti og deilt um Reykja­víkur­flug­völl

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Donald Trump undirritaði mikinn fjölda forsetatilskipana eftir að hann sór embættiseiðinn í gær en meðal fyrstu verka var að náða þá sem réðust inn í bandaríska þinghúsið í janúar 2021. Friðjón Friðjónsson, sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, kemur í myndver og skoðar þennan fyrsta dag Trumps í embætti.

Við heyrum í Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, sem væntir þess að Ísland eigi áfram náið samband við Bandaríkin og hefur óskað nýkjörnum forseta góðs gengis í embætti.

Rætt verður við Einar Þorsteinsson borgarstjóra og Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í beinni útsendingu. Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað á næstunni.

Undirbúningur rannsóknar fyrir nýja Ölfusárbrú hófst í dag, okkar maður á Selfossi fylgdist að sjálfsögðu með.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 21. janúar 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×