Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Bjarki Sigurðsson skrifar 23. janúar 2025 00:04 Thomas segir mikilvægt að leggja símann frá sér. Vísir/Einar Hálfíslenskur læknir sem sérhæfir sig meðal annars í lífsstílslækningum segir samfélagsmiðla sífellt valda fólki meiri streitu. Erfitt sé að forðast alla streitu en hann nefnir nokkur ráð hvernig megi takmarka hana. Meðal þeirra sem héldu erindi á Læknadögum í dag var Dr. Thomas Ragnar Wood, prófessor í barnalækningum og taugavísindum við Washington-háskóla. Erindi hans sneri að lífsstílslækningum, sem hann sérhæfir sig í. Meðal þess sem hann ræddi var streita og hversu mikil áhrif hún hefur á fólk. „Eitt það mikilvægasta í heilastarfsemi okkar er hvernig við örvum heilann. Það getur tengst færni, menntun og félagslegum samskiptum. Vandinn er sá að streita er eins konar oförvun fyrir heilann. Vilji maður örva og endurheimta heilann betur, en það sama gildir um heilann og líkamann, þá kemur streita í veg fyrir það því við slíka stöðuga oförvun nær heilinn aldrei endurheimt,“ segir Thomas. Heimilisaðstæður og vinnan valdi mikilli streitu hjá fólki. Þá hafa samfélagsmiðlar tekið stærri sneið af kökunni sem streituvaldur síðustu ár. „Fyrir 20 árum snerist Facebook um að tengjast vinum og fjölskyldu og sýna myndir. Nú snýst þetta um að sjá fólk sem er betra en við, um hvað við ættum að gera. Við erum ekki nógu góð því aðrir eru alltaf betri. Ég tel það hafa aukið streitu og skapað geðrænan vanda bæði hjá fullorðnum og einkum hjá ungu fólki,“ segir Thomas. Thomas Ragnar Wood er hálfíslenskur og hálfenskur. Hann starfar við Washington-háskóla í samnefndu ríki Bandaríkjanna.Vísir/Einar En hver ætli sé besta leiðin við að takmarka streitu? „Ég tel auðveldast að minnka streitu með því að draga úr netnotkun og notkun samfélagsmiðla. Það veldur okkur streitu að sjá fólk sem er ríkara en við, hefur náð meiri árangri en við og er neikvætt gagnvart okkur. Slíkt er algengt á Facebook og Instagram. Það er auðveldast að byrja á þessu. Breyta notkun okkar á samfélagsmiðlum. Næsta skrefið gæti tengst vinnu. Slökkva á tilkynningum, skoða tölvupóstinn aðeins á tilteknum tímum dags svo við fáum ekki á tilfinninguna að við þurfum alltaf að gera meira,“ segir Thomas. Heilsa Samfélagsmiðlar Heilbrigðismál Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Meðal þeirra sem héldu erindi á Læknadögum í dag var Dr. Thomas Ragnar Wood, prófessor í barnalækningum og taugavísindum við Washington-háskóla. Erindi hans sneri að lífsstílslækningum, sem hann sérhæfir sig í. Meðal þess sem hann ræddi var streita og hversu mikil áhrif hún hefur á fólk. „Eitt það mikilvægasta í heilastarfsemi okkar er hvernig við örvum heilann. Það getur tengst færni, menntun og félagslegum samskiptum. Vandinn er sá að streita er eins konar oförvun fyrir heilann. Vilji maður örva og endurheimta heilann betur, en það sama gildir um heilann og líkamann, þá kemur streita í veg fyrir það því við slíka stöðuga oförvun nær heilinn aldrei endurheimt,“ segir Thomas. Heimilisaðstæður og vinnan valdi mikilli streitu hjá fólki. Þá hafa samfélagsmiðlar tekið stærri sneið af kökunni sem streituvaldur síðustu ár. „Fyrir 20 árum snerist Facebook um að tengjast vinum og fjölskyldu og sýna myndir. Nú snýst þetta um að sjá fólk sem er betra en við, um hvað við ættum að gera. Við erum ekki nógu góð því aðrir eru alltaf betri. Ég tel það hafa aukið streitu og skapað geðrænan vanda bæði hjá fullorðnum og einkum hjá ungu fólki,“ segir Thomas. Thomas Ragnar Wood er hálfíslenskur og hálfenskur. Hann starfar við Washington-háskóla í samnefndu ríki Bandaríkjanna.Vísir/Einar En hver ætli sé besta leiðin við að takmarka streitu? „Ég tel auðveldast að minnka streitu með því að draga úr netnotkun og notkun samfélagsmiðla. Það veldur okkur streitu að sjá fólk sem er ríkara en við, hefur náð meiri árangri en við og er neikvætt gagnvart okkur. Slíkt er algengt á Facebook og Instagram. Það er auðveldast að byrja á þessu. Breyta notkun okkar á samfélagsmiðlum. Næsta skrefið gæti tengst vinnu. Slökkva á tilkynningum, skoða tölvupóstinn aðeins á tilteknum tímum dags svo við fáum ekki á tilfinninguna að við þurfum alltaf að gera meira,“ segir Thomas.
Heilsa Samfélagsmiðlar Heilbrigðismál Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira