Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Bjarki Sigurðsson skrifar 23. janúar 2025 00:04 Thomas segir mikilvægt að leggja símann frá sér. Vísir/Einar Hálfíslenskur læknir sem sérhæfir sig meðal annars í lífsstílslækningum segir samfélagsmiðla sífellt valda fólki meiri streitu. Erfitt sé að forðast alla streitu en hann nefnir nokkur ráð hvernig megi takmarka hana. Meðal þeirra sem héldu erindi á Læknadögum í dag var Dr. Thomas Ragnar Wood, prófessor í barnalækningum og taugavísindum við Washington-háskóla. Erindi hans sneri að lífsstílslækningum, sem hann sérhæfir sig í. Meðal þess sem hann ræddi var streita og hversu mikil áhrif hún hefur á fólk. „Eitt það mikilvægasta í heilastarfsemi okkar er hvernig við örvum heilann. Það getur tengst færni, menntun og félagslegum samskiptum. Vandinn er sá að streita er eins konar oförvun fyrir heilann. Vilji maður örva og endurheimta heilann betur, en það sama gildir um heilann og líkamann, þá kemur streita í veg fyrir það því við slíka stöðuga oförvun nær heilinn aldrei endurheimt,“ segir Thomas. Heimilisaðstæður og vinnan valdi mikilli streitu hjá fólki. Þá hafa samfélagsmiðlar tekið stærri sneið af kökunni sem streituvaldur síðustu ár. „Fyrir 20 árum snerist Facebook um að tengjast vinum og fjölskyldu og sýna myndir. Nú snýst þetta um að sjá fólk sem er betra en við, um hvað við ættum að gera. Við erum ekki nógu góð því aðrir eru alltaf betri. Ég tel það hafa aukið streitu og skapað geðrænan vanda bæði hjá fullorðnum og einkum hjá ungu fólki,“ segir Thomas. Thomas Ragnar Wood er hálfíslenskur og hálfenskur. Hann starfar við Washington-háskóla í samnefndu ríki Bandaríkjanna.Vísir/Einar En hver ætli sé besta leiðin við að takmarka streitu? „Ég tel auðveldast að minnka streitu með því að draga úr netnotkun og notkun samfélagsmiðla. Það veldur okkur streitu að sjá fólk sem er ríkara en við, hefur náð meiri árangri en við og er neikvætt gagnvart okkur. Slíkt er algengt á Facebook og Instagram. Það er auðveldast að byrja á þessu. Breyta notkun okkar á samfélagsmiðlum. Næsta skrefið gæti tengst vinnu. Slökkva á tilkynningum, skoða tölvupóstinn aðeins á tilteknum tímum dags svo við fáum ekki á tilfinninguna að við þurfum alltaf að gera meira,“ segir Thomas. Heilsa Samfélagsmiðlar Heilbrigðismál Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Meðal þeirra sem héldu erindi á Læknadögum í dag var Dr. Thomas Ragnar Wood, prófessor í barnalækningum og taugavísindum við Washington-háskóla. Erindi hans sneri að lífsstílslækningum, sem hann sérhæfir sig í. Meðal þess sem hann ræddi var streita og hversu mikil áhrif hún hefur á fólk. „Eitt það mikilvægasta í heilastarfsemi okkar er hvernig við örvum heilann. Það getur tengst færni, menntun og félagslegum samskiptum. Vandinn er sá að streita er eins konar oförvun fyrir heilann. Vilji maður örva og endurheimta heilann betur, en það sama gildir um heilann og líkamann, þá kemur streita í veg fyrir það því við slíka stöðuga oförvun nær heilinn aldrei endurheimt,“ segir Thomas. Heimilisaðstæður og vinnan valdi mikilli streitu hjá fólki. Þá hafa samfélagsmiðlar tekið stærri sneið af kökunni sem streituvaldur síðustu ár. „Fyrir 20 árum snerist Facebook um að tengjast vinum og fjölskyldu og sýna myndir. Nú snýst þetta um að sjá fólk sem er betra en við, um hvað við ættum að gera. Við erum ekki nógu góð því aðrir eru alltaf betri. Ég tel það hafa aukið streitu og skapað geðrænan vanda bæði hjá fullorðnum og einkum hjá ungu fólki,“ segir Thomas. Thomas Ragnar Wood er hálfíslenskur og hálfenskur. Hann starfar við Washington-háskóla í samnefndu ríki Bandaríkjanna.Vísir/Einar En hver ætli sé besta leiðin við að takmarka streitu? „Ég tel auðveldast að minnka streitu með því að draga úr netnotkun og notkun samfélagsmiðla. Það veldur okkur streitu að sjá fólk sem er ríkara en við, hefur náð meiri árangri en við og er neikvætt gagnvart okkur. Slíkt er algengt á Facebook og Instagram. Það er auðveldast að byrja á þessu. Breyta notkun okkar á samfélagsmiðlum. Næsta skrefið gæti tengst vinnu. Slökkva á tilkynningum, skoða tölvupóstinn aðeins á tilteknum tímum dags svo við fáum ekki á tilfinninguna að við þurfum alltaf að gera meira,“ segir Thomas.
Heilsa Samfélagsmiðlar Heilbrigðismál Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira