Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson skrifa 23. janúar 2025 07:31 Ræða biskupsins Mariann Edgar Budde sem haldin var í Washington eftir embættistöku Trump forseta hefur farið sem eldur um sinu? Þarna stóð hún þessi miðaldra kona svo hógvær í yfirbragði en talaði með þeim hætti að undrun, ráðaleysi og gremja skein af ásjónu Trump og hans glæsta föruneytis. Hvað heyrðu þau? Hvað heyrðum við öll? Við heyrðum og fundum óminn í okkar eigin hjarta. Heimsbyggðin varð vitni að því sem á sér stað þegar ástin á valdinu mætir valdi ástarinnar. „Veistu ekki að ég hef vald til að láta þig lausan og ég hef vald til að krossfesta þig.“ mælti Pílatus við fangann Jesú á föstudeginum langa. Hann svaraði: „Þú hefðir ekkert vald yfir mér ef þér væri ekki gefið það að ofan“ - Þú ert bara maður eins og ég, var Jesús að segja. Yfirráðavaldið hefur fjárfest í þér, Pílatus, það er allt og sumt. [1] Guðsþjónustan í þjóðardómkirkjunni í Washington var eins Biblíuleg og verða má. Yfirráðavaldið var afhjúpað og máttleysi þess auglýst svo heimsbyggðin gæti séð og munað. Líklega hefur enginn fyrr ávarpað Trump opinberlega af slíkri ást sem Mariann biskup. Hún vitnaði til þess hvernig hann hefði sjálfur átt reynslu af guðlegri vernd og bað hann að unna öllu fólki miskunnar líkt og hann hafi miskunn hlotið. Án allra stóryrða ljáði hún hinum óttaslegnu í landinu rödd. Djúp samlíðun fylgdi orðum hennar þegar hún taldi upp ýmsa hópa kynseginsamfélagsins sem óttast nú um framtíð sína. Eins nefndi hún allt erfiðisfólkið sem knýr hjól atvinnulífsins sem góðir borgarar en má nú óttast brottrekstur þar sem það hefur ekki fengið ríkisborgararétt. Þá talaði hún sem anglikanskur biskup af virðingu um aðrar trúarhefðir og notaði þátttöku innflytjenda í kirkjum, moskum, synagógum, musterum og öðrum bænahúsum sem dæmi um ábyrga þátttöku þjóðfélagi. Loks var ákall hennar um miskunn gagnvart útlendingum í landi sem byggt væri af innflytjendum framsett í dúr við þekkta áskorun úr Gamla Testamenntinu: „Þið skuluð því sjálfir elska aðkomumanninn því að þið voruð sjálfir aðkomumenn í Egyptalandi.“ [2] Þjónusta Mariann biskups var hefðbundin og sönn kristin guðsþjónusta. Hefðbundin vegna þess að svona gerði Jesús og svona lyftir kristin guðfræði fram manngildi allra. Sönn vegna þess að hún var fram borin af heiðarleika og auðmýkt sem engum duldist. Þessi ræða mun hafa áhrif á trú fólks um allan heim og vekja von með almenningi sem skynjar í orðum biskupsins að í raun og sann erum við öll eitt hverrar þjóðar sem við erum, óháð kynferði, trúarbrögðum, stétt og stöðu. Við getum valið veg friðar og einingar ef við viljum. Menning fyrirlitningarinnar er misskilningur byggður á þröngu heimildavali. Valdið sem safnar sjálfu sér er sýndarvald .[3] Jóna Hrönn Bolladóttir er sóknarprestur og Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur. [1] Jóh. 19.10–11 [2] 5Mós. 10.19 [3] Mark. 10. 42-45 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Bjarni Karlsson Bandaríkin Donald Trump Trúmál Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ræða biskupsins Mariann Edgar Budde sem haldin var í Washington eftir embættistöku Trump forseta hefur farið sem eldur um sinu? Þarna stóð hún þessi miðaldra kona svo hógvær í yfirbragði en talaði með þeim hætti að undrun, ráðaleysi og gremja skein af ásjónu Trump og hans glæsta föruneytis. Hvað heyrðu þau? Hvað heyrðum við öll? Við heyrðum og fundum óminn í okkar eigin hjarta. Heimsbyggðin varð vitni að því sem á sér stað þegar ástin á valdinu mætir valdi ástarinnar. „Veistu ekki að ég hef vald til að láta þig lausan og ég hef vald til að krossfesta þig.“ mælti Pílatus við fangann Jesú á föstudeginum langa. Hann svaraði: „Þú hefðir ekkert vald yfir mér ef þér væri ekki gefið það að ofan“ - Þú ert bara maður eins og ég, var Jesús að segja. Yfirráðavaldið hefur fjárfest í þér, Pílatus, það er allt og sumt. [1] Guðsþjónustan í þjóðardómkirkjunni í Washington var eins Biblíuleg og verða má. Yfirráðavaldið var afhjúpað og máttleysi þess auglýst svo heimsbyggðin gæti séð og munað. Líklega hefur enginn fyrr ávarpað Trump opinberlega af slíkri ást sem Mariann biskup. Hún vitnaði til þess hvernig hann hefði sjálfur átt reynslu af guðlegri vernd og bað hann að unna öllu fólki miskunnar líkt og hann hafi miskunn hlotið. Án allra stóryrða ljáði hún hinum óttaslegnu í landinu rödd. Djúp samlíðun fylgdi orðum hennar þegar hún taldi upp ýmsa hópa kynseginsamfélagsins sem óttast nú um framtíð sína. Eins nefndi hún allt erfiðisfólkið sem knýr hjól atvinnulífsins sem góðir borgarar en má nú óttast brottrekstur þar sem það hefur ekki fengið ríkisborgararétt. Þá talaði hún sem anglikanskur biskup af virðingu um aðrar trúarhefðir og notaði þátttöku innflytjenda í kirkjum, moskum, synagógum, musterum og öðrum bænahúsum sem dæmi um ábyrga þátttöku þjóðfélagi. Loks var ákall hennar um miskunn gagnvart útlendingum í landi sem byggt væri af innflytjendum framsett í dúr við þekkta áskorun úr Gamla Testamenntinu: „Þið skuluð því sjálfir elska aðkomumanninn því að þið voruð sjálfir aðkomumenn í Egyptalandi.“ [2] Þjónusta Mariann biskups var hefðbundin og sönn kristin guðsþjónusta. Hefðbundin vegna þess að svona gerði Jesús og svona lyftir kristin guðfræði fram manngildi allra. Sönn vegna þess að hún var fram borin af heiðarleika og auðmýkt sem engum duldist. Þessi ræða mun hafa áhrif á trú fólks um allan heim og vekja von með almenningi sem skynjar í orðum biskupsins að í raun og sann erum við öll eitt hverrar þjóðar sem við erum, óháð kynferði, trúarbrögðum, stétt og stöðu. Við getum valið veg friðar og einingar ef við viljum. Menning fyrirlitningarinnar er misskilningur byggður á þröngu heimildavali. Valdið sem safnar sjálfu sér er sýndarvald .[3] Jóna Hrönn Bolladóttir er sóknarprestur og Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur. [1] Jóh. 19.10–11 [2] 5Mós. 10.19 [3] Mark. 10. 42-45
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun