Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar 23. janúar 2025 11:00 Nýbakaður alþingismaður, skáldið Sigmundur Ernir Rúnarsson, fór mikinn á dögunum í skrifum sínum á vefsíðu Eyjunnar/DV um fyrirhugað sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Og það er eins og við manninn mælt, þingmaðurinn skilur ekki, misskilur og fer rangt með, sitt á hvað. Hér verður gerð tilraun til að draga úr mestu upplýsingaóreiðunni, þingmanninum vonandi til gagns. 1. Sigmundur Ernir hefur sagt enga útboðsskyldu vera á nýjum leyfum til laxeldis á Íslandi. Það er rangt. Hið rétta er að fyrir fimm árum var lögum um fiskeldi breytt í þá veru að eftir setningu þeirra skyldi bjóða út ný svæði og ónýttar heimildir til laxeldis á opnum markaði. Skýrara getur það varla verið. En slíkt útboð hefur ekki farið fram þar sem engin ný svæði hafa verið helguð eldi frá því að lögin tóku gildi. 2. Þingmaðurinn heldur því fram að erfðablöndun sé útbreidd: „Tölur þess efnis eru æpandi.“ Þetta er rangt. Samkvæmt samantekt vöktunar vegna áhrifa sjókvíaeldis á íslenska laxastofna 2023 voru 943 sýni tekin í 18 ám frá Úlfarsá í landi Reykjavíkur til Suðurfossár á Rauðasandi. Erfðablöndun greindist í Hrútafjarðará. Engin ný erfðablöndun greindist í öðrum sýnum á Norðvestur- og Norðausturlandi, fyrir utan einn blending í Selá í Vopnafirði. Þetta voru 598 sýni í sjö ám. Heilt yfir sýna niðurstöður Hafró að ummerki um erfðablöndun eru almennt lítil og þá fyrst og fremst á Vestfjörðum, þar sem fáar laxveiðiár er að finna. Þær ár eiga það þannig flestar sameiginlegt að vera nálægt eldissvæðum og ekki með skráða veiði í veiðidagbókum. Flestar þeirra eru líklega ekki með eigin laxastofn sökum þess að búsvæði þeirra er afar takmarkað. Þetta eru ekki æpandi tölur um erfðablöndun. 3. Það vefst fyrir þingmanninum að gera greinarmun á lífrænum úrgangi frá fiskeldi og skolpi frá heimilum, enda telur hann 10 þúsund tonna eldi í Seyðisfirði losi jafn mikinn úrgang og „skólp fyrir 160 þúsund manns.“ Hvað ætli þingmaðurinn telji að hvalir skili frá sér miklu „skólpi“ á ári, eða hreinlega allar lífverur í hafinu í kringum Ísland? Lífrænn úrgangur sem berst frá sjókvíaeldi er sambærilegur þeim úrgangi sem villtur fiskur losar í hafinu – sem engum myndi detta í hug að kalla skólp. Auk þessa fær eldislaxinn fóður sem samanstendur af fiskimjöli, lýsi og næringarefnum úr jurtaríkinu. Þetta fóður er sérhannað til að lágmarka sóun og auka nýtingu næringarefna, enda er fóðurnotkun mikilvægur þáttur í hagkvæmni eldis. 4. Enn fer þingmaðurinn með fleipur þegar hann fjallar um lyfjanotkun í fiskeldi. Sýklalyf hafa aldrei verið notuð af þeim fyrirtækjum sem stunda laxeldi í sjó á Vestfjörðum og Austfjörðum. Í einstaka tilfellum hefur verið gripið til þess ráðs að nota lyf gegn laxalús. Á Austfjörðum hefur hins vegar lítið sem ekkert verið um laxalús, og því hefur hvorki Kaldvík, né forverar þess, þurft að nota lyf við laxalús í starfsemi sinni þar. Komi til þess að lyfjanotkun verði nauðsynleg fer hún fram með samþykki og undir eftirliti Matvælastofnunar og Fisksjúkdómanefndar. Öll lyf sem notuð eru í laxeldi, þar á meðal þau sem beitt er gegn laxalús, hafa verið samþykkt af Evrópsku lyfjastofnuninni. Áður en lyf fá leyfi til notkunar þurfa framleiðendur að sýna fram á að þau séu örugg fyrir bæði umhverfi og vistkerfi, sem tryggir að notkun þeirra valdi ekki óásættanlegum áhrifum á náttúruna. 5. Þingmaðurinn hefur áhyggjur af siglingaleiðum í Seyðisfirði og að fiskeldi muni ógna samgöngum. En þetta er jafnt ósatt og margt annað í grein þingmannsins, sem er reyndar skáld í hjáverkum. Staðreyndin er þessi: Með hliðsjón af áhættumati siglinga er það samhljóða niðurstaða Vegagerðarinnar og Samgöngustofu að fyrirhugað eldissvæði Kaldvíkur muni ekki ógna siglingaöryggi í Seyðisfirði. Þeirra mat byggist á ítarlegri greiningu á staðháttum, siglingaleiðum og fyrirliggjandi upplýsingum. Óljósar tilvísanir í ónafngreinda aðila um neikvæð áhrif á siglingaöryggi eiga sér enga stoð í niðurstöðum þeirra sérfróðu stofnana sem bera ábyrgð á öryggi siglinga. 6. Þingmaðurinn heldur því líka fram, ranglega, að fiskeldi í Seyðisfirði setji áreiðanleika Farice-sæstrengsins í uppnám. Minna má það ekki vera. Í kringum strenginn er sérstakt helgunarsvæði, alls 483 metrar út frá strengnum til beggja hliða. Fyrirhuguð eldissvæði Kaldvíkur og allur kvíabúnaður verður staðsettur utan helgunarsvæðis Farice-1 fjarskiptastrengsins. Þetta kemur skýrt fram í umsóknargögnum Kaldvíkur. Jafnframt hefur verið gert að ófrávíkjanlegu skilyrði í auglýstu rekstrarleyfi að allur búnaður, þar með talið kvíar og botnfestingar, verði staðsettur utan helgunarsvæðisins. 7. Þingmaðurinn slær botninn í skrif sín með allsherjarályktun um spillingu. Sá grautur sem hann býður upp á því til staðfestingar er óskiljanlegur með öllu. Kjarni ályktunarinnar er sá að Kaldvík hafi farið um eins og minkur í hænsnabúi og haft sína hentisemi með flesta hluti, eins og umhverfismat, mat á ofanflóðum, siglingaöryggi og vanrækt upplýsingaskyldu gagnvart Farice. Þetta er allt saman þvættingur og til lítils sóma fyrir þingmanninn. Til þess að komast að því að víðtæk spilling ráði för hefði þurft samstillt átak fjölmargra opinberra stofnana og ráðuneyta um áratug. Þar væru aðalleikararnir Skipulagsstofnun, Matvælastofnun, Umhverfisstofnum, Hafrannsóknastofnun, Vegagerðin, Samgöngustofa og síðast en ekki síst hin undirförula og víðsjárverða Veðurstofa Íslands. Það er skiljanlegt að heimamenn láti sig varða áform um uppbyggingu á fiskeldi á sínu heimasvæði. Það er þó ekki sjálfgefið að allir hafi ráðrúm til að kynna sér flókin gögn og greiningar sem búa að baki slíkum áformum. Því er mikilvægt að virðing sé borin fyrir því að heimamenn velti upp gagnrýnum spurningum og setji jafnvel fram staðhæfingar sem eiga sér ekki fyllilega stoð. Þeir sem kosnir eru til starfa á Alþingi ættu þó að kynna sér málin betur áður en tekin er afgerandi afstaða gegn uppbyggingu sem mun skapa atvinnu og ný tækifæri á Seyðisfirði. Og hafa hugfast að gera greinarmun á skynjun og staðreyndum. Höfundur er lögmaður hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Múlaþing Fiskeldi Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Sjá meira
Nýbakaður alþingismaður, skáldið Sigmundur Ernir Rúnarsson, fór mikinn á dögunum í skrifum sínum á vefsíðu Eyjunnar/DV um fyrirhugað sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Og það er eins og við manninn mælt, þingmaðurinn skilur ekki, misskilur og fer rangt með, sitt á hvað. Hér verður gerð tilraun til að draga úr mestu upplýsingaóreiðunni, þingmanninum vonandi til gagns. 1. Sigmundur Ernir hefur sagt enga útboðsskyldu vera á nýjum leyfum til laxeldis á Íslandi. Það er rangt. Hið rétta er að fyrir fimm árum var lögum um fiskeldi breytt í þá veru að eftir setningu þeirra skyldi bjóða út ný svæði og ónýttar heimildir til laxeldis á opnum markaði. Skýrara getur það varla verið. En slíkt útboð hefur ekki farið fram þar sem engin ný svæði hafa verið helguð eldi frá því að lögin tóku gildi. 2. Þingmaðurinn heldur því fram að erfðablöndun sé útbreidd: „Tölur þess efnis eru æpandi.“ Þetta er rangt. Samkvæmt samantekt vöktunar vegna áhrifa sjókvíaeldis á íslenska laxastofna 2023 voru 943 sýni tekin í 18 ám frá Úlfarsá í landi Reykjavíkur til Suðurfossár á Rauðasandi. Erfðablöndun greindist í Hrútafjarðará. Engin ný erfðablöndun greindist í öðrum sýnum á Norðvestur- og Norðausturlandi, fyrir utan einn blending í Selá í Vopnafirði. Þetta voru 598 sýni í sjö ám. Heilt yfir sýna niðurstöður Hafró að ummerki um erfðablöndun eru almennt lítil og þá fyrst og fremst á Vestfjörðum, þar sem fáar laxveiðiár er að finna. Þær ár eiga það þannig flestar sameiginlegt að vera nálægt eldissvæðum og ekki með skráða veiði í veiðidagbókum. Flestar þeirra eru líklega ekki með eigin laxastofn sökum þess að búsvæði þeirra er afar takmarkað. Þetta eru ekki æpandi tölur um erfðablöndun. 3. Það vefst fyrir þingmanninum að gera greinarmun á lífrænum úrgangi frá fiskeldi og skolpi frá heimilum, enda telur hann 10 þúsund tonna eldi í Seyðisfirði losi jafn mikinn úrgang og „skólp fyrir 160 þúsund manns.“ Hvað ætli þingmaðurinn telji að hvalir skili frá sér miklu „skólpi“ á ári, eða hreinlega allar lífverur í hafinu í kringum Ísland? Lífrænn úrgangur sem berst frá sjókvíaeldi er sambærilegur þeim úrgangi sem villtur fiskur losar í hafinu – sem engum myndi detta í hug að kalla skólp. Auk þessa fær eldislaxinn fóður sem samanstendur af fiskimjöli, lýsi og næringarefnum úr jurtaríkinu. Þetta fóður er sérhannað til að lágmarka sóun og auka nýtingu næringarefna, enda er fóðurnotkun mikilvægur þáttur í hagkvæmni eldis. 4. Enn fer þingmaðurinn með fleipur þegar hann fjallar um lyfjanotkun í fiskeldi. Sýklalyf hafa aldrei verið notuð af þeim fyrirtækjum sem stunda laxeldi í sjó á Vestfjörðum og Austfjörðum. Í einstaka tilfellum hefur verið gripið til þess ráðs að nota lyf gegn laxalús. Á Austfjörðum hefur hins vegar lítið sem ekkert verið um laxalús, og því hefur hvorki Kaldvík, né forverar þess, þurft að nota lyf við laxalús í starfsemi sinni þar. Komi til þess að lyfjanotkun verði nauðsynleg fer hún fram með samþykki og undir eftirliti Matvælastofnunar og Fisksjúkdómanefndar. Öll lyf sem notuð eru í laxeldi, þar á meðal þau sem beitt er gegn laxalús, hafa verið samþykkt af Evrópsku lyfjastofnuninni. Áður en lyf fá leyfi til notkunar þurfa framleiðendur að sýna fram á að þau séu örugg fyrir bæði umhverfi og vistkerfi, sem tryggir að notkun þeirra valdi ekki óásættanlegum áhrifum á náttúruna. 5. Þingmaðurinn hefur áhyggjur af siglingaleiðum í Seyðisfirði og að fiskeldi muni ógna samgöngum. En þetta er jafnt ósatt og margt annað í grein þingmannsins, sem er reyndar skáld í hjáverkum. Staðreyndin er þessi: Með hliðsjón af áhættumati siglinga er það samhljóða niðurstaða Vegagerðarinnar og Samgöngustofu að fyrirhugað eldissvæði Kaldvíkur muni ekki ógna siglingaöryggi í Seyðisfirði. Þeirra mat byggist á ítarlegri greiningu á staðháttum, siglingaleiðum og fyrirliggjandi upplýsingum. Óljósar tilvísanir í ónafngreinda aðila um neikvæð áhrif á siglingaöryggi eiga sér enga stoð í niðurstöðum þeirra sérfróðu stofnana sem bera ábyrgð á öryggi siglinga. 6. Þingmaðurinn heldur því líka fram, ranglega, að fiskeldi í Seyðisfirði setji áreiðanleika Farice-sæstrengsins í uppnám. Minna má það ekki vera. Í kringum strenginn er sérstakt helgunarsvæði, alls 483 metrar út frá strengnum til beggja hliða. Fyrirhuguð eldissvæði Kaldvíkur og allur kvíabúnaður verður staðsettur utan helgunarsvæðis Farice-1 fjarskiptastrengsins. Þetta kemur skýrt fram í umsóknargögnum Kaldvíkur. Jafnframt hefur verið gert að ófrávíkjanlegu skilyrði í auglýstu rekstrarleyfi að allur búnaður, þar með talið kvíar og botnfestingar, verði staðsettur utan helgunarsvæðisins. 7. Þingmaðurinn slær botninn í skrif sín með allsherjarályktun um spillingu. Sá grautur sem hann býður upp á því til staðfestingar er óskiljanlegur með öllu. Kjarni ályktunarinnar er sá að Kaldvík hafi farið um eins og minkur í hænsnabúi og haft sína hentisemi með flesta hluti, eins og umhverfismat, mat á ofanflóðum, siglingaöryggi og vanrækt upplýsingaskyldu gagnvart Farice. Þetta er allt saman þvættingur og til lítils sóma fyrir þingmanninn. Til þess að komast að því að víðtæk spilling ráði för hefði þurft samstillt átak fjölmargra opinberra stofnana og ráðuneyta um áratug. Þar væru aðalleikararnir Skipulagsstofnun, Matvælastofnun, Umhverfisstofnum, Hafrannsóknastofnun, Vegagerðin, Samgöngustofa og síðast en ekki síst hin undirförula og víðsjárverða Veðurstofa Íslands. Það er skiljanlegt að heimamenn láti sig varða áform um uppbyggingu á fiskeldi á sínu heimasvæði. Það er þó ekki sjálfgefið að allir hafi ráðrúm til að kynna sér flókin gögn og greiningar sem búa að baki slíkum áformum. Því er mikilvægt að virðing sé borin fyrir því að heimamenn velti upp gagnrýnum spurningum og setji jafnvel fram staðhæfingar sem eiga sér ekki fyllilega stoð. Þeir sem kosnir eru til starfa á Alþingi ættu þó að kynna sér málin betur áður en tekin er afgerandi afstaða gegn uppbyggingu sem mun skapa atvinnu og ný tækifæri á Seyðisfirði. Og hafa hugfast að gera greinarmun á skynjun og staðreyndum. Höfundur er lögmaður hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar