„Erum í þessu til þess að vinna“ Stefán Marteinn skrifar 23. janúar 2025 22:11 Rúnar Ingi einbeittur á hliðarlínunni. vísir / diego Njarðvík tók á móti Hetti í IceMar-höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla hélt áfram göngu sinni. Njarðvíkingar voru fyrir leikinn í kvöld búnir að vinna þrjá leiki í röð í deild og bættist sá fjórði við í kvöld þegar þeir sigruðu Hött 110-101. „Þetta var orðin einhver rosa harka hérna og ég veit ekki hvað voru margar villur. Það er svo sem eitthvað eitthvað sem við bjuggumst við að spila á móti „physical“ liði Hattar sem eru að berjast fyrir lífi sínu og eru að leggja allt í sölurnar,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. „Við þurftum að „match-a“ þá og ég var mjög óánægður í hálfleik þó að við værum fjórum stigum upp. Mér fannst við mjög fljótt detta einhvernveginn í að þetta væri eitthvað fimmtudagskvöld í janúar og það er alls ekki sama stemning í húsinu eins og í síðustu viku [þegar Njarðvík tók á móti Keflavík]. Mér fannst við ekki ná að kveikja í gleðinni okkar nægilega vel og svo fáum við á okkur högg í þriðja leikhluta en Khalil Shabazz hann kemur okkur inn í þetta með körfum sem ég veit ekki hvernig fóru ofan í. Það var svo alvöru liðs frammistaða í fjórða leikhluta, Veigar Páll virkilega flottur og við gerðum nóg til þess að sækja sigur í ljótum leik,“ sagði Rúnar Ingi. Sérfræðingar í kringum deildina hafa verið að ausa lofi yfir Njarðvíkinga síðustu vikur og jafnvel gengið það langt og sagt þá eiga eiga fullt erindi í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. „Ég einbeiti mér bara að því sem að við erum búnir að vera að tala um allt tímabilið. Ég er ekkert að breyta því sem ég er að predika fyrir drengjunum. Við erum í þessu til að vinna, hvort sem að sérfræðingar séu í því að tala okkur upp að þá erum við í þessu til að vinna. Við vitum að við eigum eitthvað í land til þess að vinna bestu liðin. Við erum ekki ennþá búnir að vinna og áttum ekki séns í Tindastól fyrir norðan og áttum fínan leik en töpuðum samt með tíu fyrir Stjörnunni á heimavelli. Það er eitthvað sem við eigum eftir að laga til en það er líka einn góður leikmaður sem heitir Dwayne Lautier-Ogunleye sem verður á parketinu einhvertíman í næstu leikjum þannig þá getum við farið að púsla þessu saman og lagað það sem þarf að laga áður en þetta byrjar allt saman í apríl,“ Sagði Rúnar Ingi. Það er því yfir mörgu að hlakka til hjá Njarðvíkingum á næstunni. „Maður heyrir alveg að eitthvað vesen og eitthvað svoleiðis en þá lendir það á mér. Ég tek þá ábyrgðina á mig ef að menn eru ekki að fara eftir því sem að við erum að gera og spila fyrir liðið. Þá þarf ég að taka þá útaf og ég veit að menn vilja vera inná, sérstaklega þegar allt verður stapp fullt eins og það var hérna í síðustu viku þá vilja menn vera inná og til þess að vera inná þurfa menn að taka góðar ákvarðanir. Mér er alveg sama hverjir eru að skora en við séum að gera það með því að taka góðar körfubolta ákvarðanir, það er lykilatriðið og ég er handviss um að ég verði með alla í hvítum og grænum búning alltaf tilbúna til að gera það,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson. Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Glímdi við augnsjúkdóm Sport Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
„Þetta var orðin einhver rosa harka hérna og ég veit ekki hvað voru margar villur. Það er svo sem eitthvað eitthvað sem við bjuggumst við að spila á móti „physical“ liði Hattar sem eru að berjast fyrir lífi sínu og eru að leggja allt í sölurnar,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. „Við þurftum að „match-a“ þá og ég var mjög óánægður í hálfleik þó að við værum fjórum stigum upp. Mér fannst við mjög fljótt detta einhvernveginn í að þetta væri eitthvað fimmtudagskvöld í janúar og það er alls ekki sama stemning í húsinu eins og í síðustu viku [þegar Njarðvík tók á móti Keflavík]. Mér fannst við ekki ná að kveikja í gleðinni okkar nægilega vel og svo fáum við á okkur högg í þriðja leikhluta en Khalil Shabazz hann kemur okkur inn í þetta með körfum sem ég veit ekki hvernig fóru ofan í. Það var svo alvöru liðs frammistaða í fjórða leikhluta, Veigar Páll virkilega flottur og við gerðum nóg til þess að sækja sigur í ljótum leik,“ sagði Rúnar Ingi. Sérfræðingar í kringum deildina hafa verið að ausa lofi yfir Njarðvíkinga síðustu vikur og jafnvel gengið það langt og sagt þá eiga eiga fullt erindi í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. „Ég einbeiti mér bara að því sem að við erum búnir að vera að tala um allt tímabilið. Ég er ekkert að breyta því sem ég er að predika fyrir drengjunum. Við erum í þessu til að vinna, hvort sem að sérfræðingar séu í því að tala okkur upp að þá erum við í þessu til að vinna. Við vitum að við eigum eitthvað í land til þess að vinna bestu liðin. Við erum ekki ennþá búnir að vinna og áttum ekki séns í Tindastól fyrir norðan og áttum fínan leik en töpuðum samt með tíu fyrir Stjörnunni á heimavelli. Það er eitthvað sem við eigum eftir að laga til en það er líka einn góður leikmaður sem heitir Dwayne Lautier-Ogunleye sem verður á parketinu einhvertíman í næstu leikjum þannig þá getum við farið að púsla þessu saman og lagað það sem þarf að laga áður en þetta byrjar allt saman í apríl,“ Sagði Rúnar Ingi. Það er því yfir mörgu að hlakka til hjá Njarðvíkingum á næstunni. „Maður heyrir alveg að eitthvað vesen og eitthvað svoleiðis en þá lendir það á mér. Ég tek þá ábyrgðina á mig ef að menn eru ekki að fara eftir því sem að við erum að gera og spila fyrir liðið. Þá þarf ég að taka þá útaf og ég veit að menn vilja vera inná, sérstaklega þegar allt verður stapp fullt eins og það var hérna í síðustu viku þá vilja menn vera inná og til þess að vera inná þurfa menn að taka góðar ákvarðanir. Mér er alveg sama hverjir eru að skora en við séum að gera það með því að taka góðar körfubolta ákvarðanir, það er lykilatriðið og ég er handviss um að ég verði með alla í hvítum og grænum búning alltaf tilbúna til að gera það,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson.
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Glímdi við augnsjúkdóm Sport Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum