Körfubolti

Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bræðurnir Dylan og Nick Khatchikian áttu magnaðan leik með skólaliði sínu.
Bræðurnir Dylan og Nick Khatchikian áttu magnaðan leik með skólaliði sínu. @nkbucketss, @dylannnn.k

Bræðurnir Dylan og Nick Khatchikian voru bókstaflega allt í öllu þegar skólalið þeirra vann stórsigur. Annar var reyndar með 0 stig og hinn 0 stoðsendingar en þeir vógu það heldur betur upp á öðrum stöðum á tölfræðiblaðinu

Báðir bræðurnir náðu með frammistöðu sinni að setja fylkismet í Kaliforníu í leiknum.

Lið þeirra Mesrobian vann 119-25 sigur á Waverly en það eru tölur þeirra bræðra sem komu leiknum í fréttirnar.

Nick Khatchikian skoraði 102 stig á 29 mínútum í leiknum. Hann gaf ekki eina stoðsendingu í leiknum en þar kom bróðir hans sterkur inn. Nick tók 60 skot í leiknum og hitti úr 48 þeirra.

Dylan Khatchikian gaf nefnilega 35 stoðsendingar í leiknum auk þess að stela þrettán boltum. Dylan náði aftur á móti ekki að skora eitt einasta stig sjálfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×