„Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. janúar 2025 14:34 Þorgerður Katrín segir ljóst að bakslag hafi átt sér stað í mannréttindamálum um heim allan, þar á meðal í sterkum lýðræðisríkjum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra þykir miður að sjá það raungerast að bandarísk stjórnvöld hverfi frá þeirri afstöðu sem stjórnvöld hafa sýnt á alþjóðavettvangi í mannréttindamálum undanfarin ár. Strax og Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti fór hann að láta til sín taka í málum tengdum mannréttindum hinsegin fólks. Eftir að hann sór embættiseið sinn undirritaði hann meðal annars tilskipun þar sem kveðið er á um að alríkið viðurkenni aðeins tvö kyn, karlkyn og kvenkyn, sem séu ákvörðuð við fæðingu. Þá undirritaði hann aðra tilskipun sem kvað á um að leggja ætti niður allar aðgerðir er vörðuðu fjölbreytni og inngildingu. Til stendur að segja fjölda starfsmanna sem unnið hafa við málaflokkinn upp. Augljóst bakslag Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gerði málið að umfjöllunarefni sínu í færslu á Facebook í dag en Samtökin 78 skoruðu á íslensk stjórnvöld á dögunum að fordæma tilskipanirnar. „Um nýja forsetatilskipun í Bandaríkjunum langar mig til að segja að mér þykir afar miður ef við sjáum það raungerast að bandarísk stjórnvöld hverfi svo skjótt frá því frjálslyndi og þeirri afstöðu sem stjórnvöld hafa sýnt á alþjóðavettvangi í þessum málaflokki undanfarin ár.“ Hún segir ljóst að bakslag hafi átt sér stað í mannréttindamálum um heim allan, þar á meðal í sterkum lýðræðisríkjum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Það sé sorglegur veruleiki sem beri að taka alvarlega og bregðast við. Ásetningur Þorgerðar að Ísland beiti sér Síðast þegar Bandaríkin undirgengust allsherjarúttekt mannréttindamála á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, árið 2020, hafi mikilvægi réttinda hinsegin fólks verið sérstaklega tilgreint í tilmælum Íslands til Bandaríkjanna. Það sé ásetningur hennar að Ísland sjái áfram fyrir mannréttindum hinsegin fólks í allsherjarúttekt mannréttindaráðsins. „Til að stuðla að framförum og sporna við afturför munum við tala skýrt á alþjóðavettvangi, vera ófeimin við að eiga samtöl við önnur ríki, lýsa okkar afstöðu og á hverju hún grundvallast. Hún grundvallast auðvitað á þeirri trú okkar að mannréttindi séu algild og eigi við alls staðar.“ Loks heitir Þorgerður því að í hennar ráðherratíð muni Ísland leggja lóð sitt á vogarskálarnar til að sporna við því bakslagi sem hefur átt sér stað í mannréttindamálum. „Við ætlum áfram að vera öflugir málsvarar réttinda hinsegin fólks og herða róðurinn ef eitthvað er.“ Bandaríkin Málefni trans fólks Hinsegin Donald Trump Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira
Strax og Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti fór hann að láta til sín taka í málum tengdum mannréttindum hinsegin fólks. Eftir að hann sór embættiseið sinn undirritaði hann meðal annars tilskipun þar sem kveðið er á um að alríkið viðurkenni aðeins tvö kyn, karlkyn og kvenkyn, sem séu ákvörðuð við fæðingu. Þá undirritaði hann aðra tilskipun sem kvað á um að leggja ætti niður allar aðgerðir er vörðuðu fjölbreytni og inngildingu. Til stendur að segja fjölda starfsmanna sem unnið hafa við málaflokkinn upp. Augljóst bakslag Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gerði málið að umfjöllunarefni sínu í færslu á Facebook í dag en Samtökin 78 skoruðu á íslensk stjórnvöld á dögunum að fordæma tilskipanirnar. „Um nýja forsetatilskipun í Bandaríkjunum langar mig til að segja að mér þykir afar miður ef við sjáum það raungerast að bandarísk stjórnvöld hverfi svo skjótt frá því frjálslyndi og þeirri afstöðu sem stjórnvöld hafa sýnt á alþjóðavettvangi í þessum málaflokki undanfarin ár.“ Hún segir ljóst að bakslag hafi átt sér stað í mannréttindamálum um heim allan, þar á meðal í sterkum lýðræðisríkjum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Það sé sorglegur veruleiki sem beri að taka alvarlega og bregðast við. Ásetningur Þorgerðar að Ísland beiti sér Síðast þegar Bandaríkin undirgengust allsherjarúttekt mannréttindamála á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, árið 2020, hafi mikilvægi réttinda hinsegin fólks verið sérstaklega tilgreint í tilmælum Íslands til Bandaríkjanna. Það sé ásetningur hennar að Ísland sjái áfram fyrir mannréttindum hinsegin fólks í allsherjarúttekt mannréttindaráðsins. „Til að stuðla að framförum og sporna við afturför munum við tala skýrt á alþjóðavettvangi, vera ófeimin við að eiga samtöl við önnur ríki, lýsa okkar afstöðu og á hverju hún grundvallast. Hún grundvallast auðvitað á þeirri trú okkar að mannréttindi séu algild og eigi við alls staðar.“ Loks heitir Þorgerður því að í hennar ráðherratíð muni Ísland leggja lóð sitt á vogarskálarnar til að sporna við því bakslagi sem hefur átt sér stað í mannréttindamálum. „Við ætlum áfram að vera öflugir málsvarar réttinda hinsegin fólks og herða róðurinn ef eitthvað er.“
Bandaríkin Málefni trans fólks Hinsegin Donald Trump Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira