Við fjöllum um atburðarás dagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og spáum í spilin í beinni útsendingu með Birni Inga Hrafnssyni, blaðamanni og stjórnmálaskýranda.
Þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara fyrir tæpu ári hefur enginn ennþá þurft að bera ökklaband vegna ítrekaðra brota gegn nálgunarbanni því búnaðurinn er ekki til. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir þetta vonbrigði og spyr eftir hverju sé verið að bíða.
Við verðum í beinni frá Þjóðleikhúsinu, þar sem lokasýning á stórsöngleiknum Frosti er við það að klárast, og heimsækjum páfagaukapar á dvalarheimilinu Grund, sem eignaðist óvænt unga fyrir áramót, heimilisfólki til ómældrar gleði. Sérstakur fuglahirðir Grundar segir dýr ómetanlegan félagsskap á dvalarheimilum.
Handboltinn verður í eldlínunni í sportpakkanum. Strákarnir okkar unnu Argentínu örugglega í síðasta leik liðsins í milliriðli og allra augu verða væntanlega á leik Slóveníu og Króatíu í kvöld, þar sem örlög okkar á mótinu munu ráðast.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: