Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Árni Sæberg skrifar 27. janúar 2025 16:10 Kristján Hálfdánarson afhenti Einari Þorsteinssyni undirskriftalistann. Vísir/Anton Brink Íbúar í Árskógum 7, fjölbýlishúsi Búseta sem er við hliðina á „græna gímaldinu“ svokallaða í Breiðholti, afhentu borgarstjóra undirskriftalista í íbúð formanns húsfélagsins í dag. Þeir sem rita undir vilja að framkvæmdir við húsið verði stöðvaðar og undirskriftir eru vel á þriðja þúsund. Á Íslandi.is má finna undirskriftalistann, en söfnun undirskrifta lauk á föstudag. Þá voru undirskriftirnar orðnar 2830 talsins. Í lýsingu segir að undirritaðir geri alvarlegar athugasemdir vegna framkvæmda við Álfabakka 2A-2D, 109 Reykjavík. Þeir álíti að húsið og starfsemin sem þar á að vera sé algjörlega á skjön við samfélagið, gangi gegn markmiðum skipulagslaga og stefnu Reykjavíkurborgar í grænni byggð. Svona er umhorfs út úr íbúð Kristjáns.Vísir/Anton Brink „Íbúar eru uggandi yfir möguleikanum á stóraukinni umferð, þá sér í lagi þungaflutninga, um svæðið. Efumst við um að framkvæmdir standist mat á umhverfisáhrifum. Við teljum einnig að byggingarmagn og hæð byggingarinnar muni hafa mikil áhrif á skuggavarp og valda skerðingu á sólarljósi, sem mun hafa mjög neikvæð áhrif á lífsgæði íbúa nærliggjandi húsa.“ Að lokum telji þeir að málsmeðferð þessa máls hafi verið fyrir neðan allar hellur og langt í frá í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti. Samráð og upplýsingaflæði Reykjavíkurborgar hafi verið ófullnægjandi og hvorki uppfyllt kröfur stjórnsýslulaga né skipulagslaga. „Við krefjumst þess að framkvæmdir verði stöðvaðar á meðan unnið er að farsælli lausn málsins öllum í hag.“ Einar Þorsteinsson borgarstjóri gerði sér ferð upp í Breiðholt síðdegis til þess að veita undirskriftalistanum móttöku. Málin rædd við eldhúsborðið.Vísir/Anton Brink Kristján Hálfdánarson, formaður Húsfélagsins að Árskógum 7 og upphafsmaður undirskriftasöfnunarinnar, bauð heim og afhenti borgarstjóra listann að nokkrum fjölda fólks viðstöddum. Vöruskemma við Álfabakka Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Skipulag Tengdar fréttir Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Búið var að samþykkja að sameina fjórar lóðir við Álfabakka 2-4 í eina og gefa grænt ljós á kjötvinnslu á reitnum þegar gengið var frá úthlutun lóðarinnar og sölu byggingarréttar til félagsins Álfabakka 2 ehf. í júní 2023. 9. janúar 2025 06:17 Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Íbúi í Árskógum íhugar að flytja úr húsnæðinu vegna nálægðar við vöruskemmuna í Álfabakka.Hún telur stjórnsýsluúttekt á málinu ekki breyta neinu fyrir íbúa. Tæplega tvö þúsund manns krefjast þess að framkvæmdir við skemmuna verði stöðvaðar. 8. janúar 2025 12:55 „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Borgarstjóri segir hæð og útlit á umdeildu vöruhúsi í Breiðholti hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. Hann vill kanna hvort hægt sé að lækka húsið. 13. desember 2024 22:55 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Á Íslandi.is má finna undirskriftalistann, en söfnun undirskrifta lauk á föstudag. Þá voru undirskriftirnar orðnar 2830 talsins. Í lýsingu segir að undirritaðir geri alvarlegar athugasemdir vegna framkvæmda við Álfabakka 2A-2D, 109 Reykjavík. Þeir álíti að húsið og starfsemin sem þar á að vera sé algjörlega á skjön við samfélagið, gangi gegn markmiðum skipulagslaga og stefnu Reykjavíkurborgar í grænni byggð. Svona er umhorfs út úr íbúð Kristjáns.Vísir/Anton Brink „Íbúar eru uggandi yfir möguleikanum á stóraukinni umferð, þá sér í lagi þungaflutninga, um svæðið. Efumst við um að framkvæmdir standist mat á umhverfisáhrifum. Við teljum einnig að byggingarmagn og hæð byggingarinnar muni hafa mikil áhrif á skuggavarp og valda skerðingu á sólarljósi, sem mun hafa mjög neikvæð áhrif á lífsgæði íbúa nærliggjandi húsa.“ Að lokum telji þeir að málsmeðferð þessa máls hafi verið fyrir neðan allar hellur og langt í frá í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti. Samráð og upplýsingaflæði Reykjavíkurborgar hafi verið ófullnægjandi og hvorki uppfyllt kröfur stjórnsýslulaga né skipulagslaga. „Við krefjumst þess að framkvæmdir verði stöðvaðar á meðan unnið er að farsælli lausn málsins öllum í hag.“ Einar Þorsteinsson borgarstjóri gerði sér ferð upp í Breiðholt síðdegis til þess að veita undirskriftalistanum móttöku. Málin rædd við eldhúsborðið.Vísir/Anton Brink Kristján Hálfdánarson, formaður Húsfélagsins að Árskógum 7 og upphafsmaður undirskriftasöfnunarinnar, bauð heim og afhenti borgarstjóra listann að nokkrum fjölda fólks viðstöddum.
Vöruskemma við Álfabakka Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Skipulag Tengdar fréttir Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Búið var að samþykkja að sameina fjórar lóðir við Álfabakka 2-4 í eina og gefa grænt ljós á kjötvinnslu á reitnum þegar gengið var frá úthlutun lóðarinnar og sölu byggingarréttar til félagsins Álfabakka 2 ehf. í júní 2023. 9. janúar 2025 06:17 Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Íbúi í Árskógum íhugar að flytja úr húsnæðinu vegna nálægðar við vöruskemmuna í Álfabakka.Hún telur stjórnsýsluúttekt á málinu ekki breyta neinu fyrir íbúa. Tæplega tvö þúsund manns krefjast þess að framkvæmdir við skemmuna verði stöðvaðar. 8. janúar 2025 12:55 „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Borgarstjóri segir hæð og útlit á umdeildu vöruhúsi í Breiðholti hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. Hann vill kanna hvort hægt sé að lækka húsið. 13. desember 2024 22:55 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Búið var að samþykkja að sameina fjórar lóðir við Álfabakka 2-4 í eina og gefa grænt ljós á kjötvinnslu á reitnum þegar gengið var frá úthlutun lóðarinnar og sölu byggingarréttar til félagsins Álfabakka 2 ehf. í júní 2023. 9. janúar 2025 06:17
Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Íbúi í Árskógum íhugar að flytja úr húsnæðinu vegna nálægðar við vöruskemmuna í Álfabakka.Hún telur stjórnsýsluúttekt á málinu ekki breyta neinu fyrir íbúa. Tæplega tvö þúsund manns krefjast þess að framkvæmdir við skemmuna verði stöðvaðar. 8. janúar 2025 12:55
„Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Borgarstjóri segir hæð og útlit á umdeildu vöruhúsi í Breiðholti hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. Hann vill kanna hvort hægt sé að lækka húsið. 13. desember 2024 22:55