Sökuð um að hafa pyntað dóttur sína fyrir fylgjendur og peninga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. janúar 2025 08:20 Konan er sökuð um að hafa valdið dóttur sinni ómældum þjáningum í þeim tilgangi að fá fleiri fylgjendur á samfélagsmiðlum og falast eftir peningum. Getty Þrjátíu og fjögurra ára gömul kona í Queensland í Ástralíu hefur verið ákærð fyrir að pynta eins árs gamla dóttur sína í þeim tilgangi að auka við sig fylgjendum á samfélagsmiðlum og falast eftir fjármunum. Lögmaður konunnar fór fram á að henni yrði sleppt fram að réttarhöldum en dómari ákvað í morgun að fresta niðurstöðu hvað það varðar. Sagðist hann þurfa tíma til að melta málið, þar sem ásakanirnar væru þess eðlis að ganga fram af öllu rétt-þenkjandi fólki. Konan hefur ekki verið nafngreind en hún var handtekin fyrr í mánuðinum og ákærð fyrir að hafa eitrað fyrir barninu að minnsta kosti fimm sinnum, fyrir að undirbúa glæp, pynta barnið og framleiða myndefni þar sem barni er valdið skaða. Þá hefur hún einnig verið ákærð fyrir svik. Ákæruvaldið segir konuna hafa játað fyrir maka sínum að hafa gefið stúlkunni lyfseðilsskyld lyf sem var ekki ávísað á barnið. Þá segir saksóknarinn í málinu að öryggismyndavélar hafi fangað það þegar konan var að fikta við súrefnisleiðslu sem stúlkan var með í nefinu, með sprautu í hendinni. Að sögn saksóknarans varð stúlkan meðvitundarlaus í kjölfarið, án þess að læknar gætu fundið á því nokkrar skýringar. Ákæruvaldið segir konuna hafa pyntað stúlkuna viljandi, með því að gefa henni lyf sem gerðu hana veika. Hún er sögð hafa gefið barninu nokkrar tegundir af lyfseðilsskyldum lyfjum, sem ollu barninu verulegri þjáningu. Þá tók konan myndskeið af stúlkunni þar sem hún þjáðist og deildi á samfélagsmiðlum, til að fá fleiri fylgjendur og til að falast eftir fjármunum. Ákæruvaldið hefur sett sig upp á móti því að konan verði látin laus fram að réttarhöldum, ekki síst þar sem hún hafi til þess hvata að reyna að skaða stúlkuna aftur til að sýna fram á að hún sé raunverulega veik og hreinsa þannig sjálfa sig af sök. Ástralía Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Lögmaður konunnar fór fram á að henni yrði sleppt fram að réttarhöldum en dómari ákvað í morgun að fresta niðurstöðu hvað það varðar. Sagðist hann þurfa tíma til að melta málið, þar sem ásakanirnar væru þess eðlis að ganga fram af öllu rétt-þenkjandi fólki. Konan hefur ekki verið nafngreind en hún var handtekin fyrr í mánuðinum og ákærð fyrir að hafa eitrað fyrir barninu að minnsta kosti fimm sinnum, fyrir að undirbúa glæp, pynta barnið og framleiða myndefni þar sem barni er valdið skaða. Þá hefur hún einnig verið ákærð fyrir svik. Ákæruvaldið segir konuna hafa játað fyrir maka sínum að hafa gefið stúlkunni lyfseðilsskyld lyf sem var ekki ávísað á barnið. Þá segir saksóknarinn í málinu að öryggismyndavélar hafi fangað það þegar konan var að fikta við súrefnisleiðslu sem stúlkan var með í nefinu, með sprautu í hendinni. Að sögn saksóknarans varð stúlkan meðvitundarlaus í kjölfarið, án þess að læknar gætu fundið á því nokkrar skýringar. Ákæruvaldið segir konuna hafa pyntað stúlkuna viljandi, með því að gefa henni lyf sem gerðu hana veika. Hún er sögð hafa gefið barninu nokkrar tegundir af lyfseðilsskyldum lyfjum, sem ollu barninu verulegri þjáningu. Þá tók konan myndskeið af stúlkunni þar sem hún þjáðist og deildi á samfélagsmiðlum, til að fá fleiri fylgjendur og til að falast eftir fjármunum. Ákæruvaldið hefur sett sig upp á móti því að konan verði látin laus fram að réttarhöldum, ekki síst þar sem hún hafi til þess hvata að reyna að skaða stúlkuna aftur til að sýna fram á að hún sé raunverulega veik og hreinsa þannig sjálfa sig af sök.
Ástralía Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira