Viðvörunin tekur gildi klukkan 17 á föstudaginn og gildir fram á sunnudagskvöld.
Á vef Veðurstofunnar segir að spar geri ráð fyrir lægðagangi, með hvössum sunnanáttum, með stormi eða roki og úrhellisrigningu á sunnan- og vestnverðu landinu.
„Spáð er asahláku víða á landinu, miklu álagi á fráveitukerfi og fólk því hvatt til að hreinsa vel niðurföll og skurði til að forðast vatnstjón. Einig má búast við hálki á vegum og eru ökumenn hvattir til að far mjög varlega, einkum ef ökutækin eru viðkvæm fyrir vindum.“
Veðurstofan hefur sömuleiðis gefið úr gula viðvörun á Breiðafirði, Faxaflóa, Suðurlandi og Miðhálendi á morgun vegna suðaustanhríðar.