„Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. janúar 2025 19:31 Hildur Jóna Friðriksdóttir foreldri í foreldrafélagi Árbæjarskóla undrast kyrrstöðu í kjaradeilu kennara síðustu vikur. Vísir/Stefán Ríkissáttasemjari býst við að boðað verði til fundar á morgun í kjaradeilu kennara. Verkföll hefjast í ríflega tuttugu leik- og grunnskólum eftir helgi takist ekki að semja. Foreldri undrast aðgerðarleysi í deilunni síðustu vikur og óttast verkföll. Kennaraverkföll hefjast að óbreyttu um mánaðamótin. Verkföllin verða ótímabundin í fjórtán leikskólum og tímabundin í sjö grunnskólum. Foreldrar hafa efast um lögmæti aðgerðanna. Aðalmeðferð í máli foreldra leikskólabarna gegn Kennarasambandinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara er búist við að fundur í kjaradeilunni verði boðaður á morgun en síðasti fundur í kjaradeilunni fór fram fyrir viku. Undrast kyrrstöðuna Hildur Jóna Friðriksdóttir foreldri í foreldrafélagi Árbæjarskóla undrast kyrrstöðu í deilunni síðustu vikur. „Þeir sem eru aðilar að þessum kjaraviðræðum þurfa að finna lausnir. Það þarf að leysa þessa kjaradeilu. Foreldrar eru ekki aðilar að þessari deilu en við og börnin verðum fyrir aðgerðunum. Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna,“ segir Hildur. Verkfallsaðgerðir kennara stóðu yfir í viku í Árbæjarskóla á síðasta ári. Hildur segir verkfallið hafa haft veruleg áhrif. „Þegar fyrsta verkfallið kom hjá okkur var eins menn væru ekki búnir að ákveða hvernig þeir ætluðu að ræða saman. Að verkfalli loknu fundum við fyrir því að það var töluvert átak fyrir mörg börn að byrja aftur,“ segir Hildur. Mögulega næstum enginn skóli í febrúar Takist ekki að semja hefst kennaraverkfall í Árbæjarskóla á mánudaginn. Hildur hefur áhyggjur af lengd verkfallsins. „Verkfallsaðgerðirnar hafa verið boðaðar í þrjár vikur. Eftir það hefst vetrarfrí í Reykjavík. Þannig að ef að verkfallinu verður og það heldur út allan tímann þá ná börnin okkar þremur virkum dögum í febrúar. Ég hafði vonast til þess að fólk gæti náð saman allan þann tíma sem hlé hefur staðið. Svona stórt skarð á miðjum vetri er náttúrulega erfitt,“ segir Hildur. Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Kennaraverkföll hefjast að óbreyttu um mánaðamótin. Verkföllin verða ótímabundin í fjórtán leikskólum og tímabundin í sjö grunnskólum. Foreldrar hafa efast um lögmæti aðgerðanna. Aðalmeðferð í máli foreldra leikskólabarna gegn Kennarasambandinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara er búist við að fundur í kjaradeilunni verði boðaður á morgun en síðasti fundur í kjaradeilunni fór fram fyrir viku. Undrast kyrrstöðuna Hildur Jóna Friðriksdóttir foreldri í foreldrafélagi Árbæjarskóla undrast kyrrstöðu í deilunni síðustu vikur. „Þeir sem eru aðilar að þessum kjaraviðræðum þurfa að finna lausnir. Það þarf að leysa þessa kjaradeilu. Foreldrar eru ekki aðilar að þessari deilu en við og börnin verðum fyrir aðgerðunum. Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna,“ segir Hildur. Verkfallsaðgerðir kennara stóðu yfir í viku í Árbæjarskóla á síðasta ári. Hildur segir verkfallið hafa haft veruleg áhrif. „Þegar fyrsta verkfallið kom hjá okkur var eins menn væru ekki búnir að ákveða hvernig þeir ætluðu að ræða saman. Að verkfalli loknu fundum við fyrir því að það var töluvert átak fyrir mörg börn að byrja aftur,“ segir Hildur. Mögulega næstum enginn skóli í febrúar Takist ekki að semja hefst kennaraverkfall í Árbæjarskóla á mánudaginn. Hildur hefur áhyggjur af lengd verkfallsins. „Verkfallsaðgerðirnar hafa verið boðaðar í þrjár vikur. Eftir það hefst vetrarfrí í Reykjavík. Þannig að ef að verkfallinu verður og það heldur út allan tímann þá ná börnin okkar þremur virkum dögum í febrúar. Ég hafði vonast til þess að fólk gæti náð saman allan þann tíma sem hlé hefur staðið. Svona stórt skarð á miðjum vetri er náttúrulega erfitt,“ segir Hildur.
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira