Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. janúar 2025 23:01 Ásta Sól Kristjánsdóttir er framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar segir félaginu þröngur stakkur sniðinn fjárhagslega. Félagið hafi þurft að hækka gjöld á þjónustu sem eigi að vera gjaldfrjáls. Síðustu ár hefur félagið annast eina ættleiðingu á ári. Boðað hefur verið til félagsfundar hjá Íslenskri ættleiðingu í kvöld, vegna þess sem framkvæmdastjórinn kallar viðkvæma stöðu. Félagið er með þjónustusamning við dómsmálaráðuneytið, og fékk 24 milljónir króna á síðasta ári. „Við erum að fá sama framlag og áður, það þýðir niðurskurður. Við þurfum að fylgja launaþróun og alls konar vísitölubreytingum og hinu og þessu,“ segir Ásta Sól Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Ættleiðingum fækkað verulega Hætta sé á því að félagið muni ekki geta sinnt sínu hlutverki. Ásta kallar eftir frekara samstarfi við stjórnvöld. „Við þurfum aðeins að skoða þessa stöðu sem er komin upp og hvernig við viljum halda áfram.“ Nokkur fækkun hefur orðið í alþjóðlegum ættleiðingum hingað til lands á undanförnum árum. Á árunum 2007 til 2020 hafi ættleiðingarnar verið um fimm á ári. „Undanfarin tvö ár hefur verið ein ættleiðing á ári. Það kemur ýmislegt til, Covid spilaði þar inn í. Svo var eitt land sem hætti samstarfi, ekki bara við okkur heldur við fleiri lönd.“ Fleiri en eitt hlutverk Erfitt sé að horfa fram á niðurskurð í jafn viðkvæmum málaflokki, en félagið annast ekki aðeins ættleiðingar. „Við erum með mjög góða fræðslu fyrir bæði félagsmenn og verðandi kjörforeldra. Við þurfum að tryggja að það haldi áfram, það er gífurlega mikilvægt.“ Félagið leiti nú styrkja, en þeir séu ekki fastir í hendi. Þjónustugjöld hafi þá verið hækkuð um fimmtán prósent. „Við hefðum síður viljað gera það og á undanförnum árum hefur verið töluverð hækkun. Við höfum þurft að setja gjöld á þjónustu sem að við teljum að eigi að vera gjaldfrjáls.“ Ættleiðingar Börn og uppeldi Fjölskyldumál Félagasamtök Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Boðað hefur verið til félagsfundar hjá Íslenskri ættleiðingu í kvöld, vegna þess sem framkvæmdastjórinn kallar viðkvæma stöðu. Félagið er með þjónustusamning við dómsmálaráðuneytið, og fékk 24 milljónir króna á síðasta ári. „Við erum að fá sama framlag og áður, það þýðir niðurskurður. Við þurfum að fylgja launaþróun og alls konar vísitölubreytingum og hinu og þessu,“ segir Ásta Sól Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Ættleiðingum fækkað verulega Hætta sé á því að félagið muni ekki geta sinnt sínu hlutverki. Ásta kallar eftir frekara samstarfi við stjórnvöld. „Við þurfum aðeins að skoða þessa stöðu sem er komin upp og hvernig við viljum halda áfram.“ Nokkur fækkun hefur orðið í alþjóðlegum ættleiðingum hingað til lands á undanförnum árum. Á árunum 2007 til 2020 hafi ættleiðingarnar verið um fimm á ári. „Undanfarin tvö ár hefur verið ein ættleiðing á ári. Það kemur ýmislegt til, Covid spilaði þar inn í. Svo var eitt land sem hætti samstarfi, ekki bara við okkur heldur við fleiri lönd.“ Fleiri en eitt hlutverk Erfitt sé að horfa fram á niðurskurð í jafn viðkvæmum málaflokki, en félagið annast ekki aðeins ættleiðingar. „Við erum með mjög góða fræðslu fyrir bæði félagsmenn og verðandi kjörforeldra. Við þurfum að tryggja að það haldi áfram, það er gífurlega mikilvægt.“ Félagið leiti nú styrkja, en þeir séu ekki fastir í hendi. Þjónustugjöld hafi þá verið hækkuð um fimmtán prósent. „Við hefðum síður viljað gera það og á undanförnum árum hefur verið töluverð hækkun. Við höfum þurft að setja gjöld á þjónustu sem að við teljum að eigi að vera gjaldfrjáls.“
Ættleiðingar Börn og uppeldi Fjölskyldumál Félagasamtök Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda