Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar 31. janúar 2025 09:32 Þegar barn missir foreldri eða forráðamann er öryggi barnsins eðlilega ógnað. Kvíði barna í kjölfar foreldramissis snýr oft og tíðum að þeim ótta að missa hitt foreldri sitt líka eða aðra nákomna. Eldri börn og unglingar sýna þennan kvíða oftar á praktískari hátt heldur en yngri börn og áhyggjur af fjármálum og þeirra eigin afkomu eru algengar. Spurningar á borð við hver borgar af húsnæði og lánum ef hitt foreldrið fellur líka frá eru ekki óalgengar og eiga það sameiginlegt að snúast um þá grundvallarspurningu barnsins; ,,hver hugsar um mig ef eitthvað kemur fyrir?” Í ljósi þess er mikilvægt fyrir foreldri eða forráðamenn að róa slíkar kvíðahugsanir og gera barninu það ljóst að það þarf ekki að taka á sig skyldur og ábyrgð hinna fullorðnu og það verði fyrir því séð á allan hátt. Börn geta tekið upp á því að haga sér á einhvern hátt eins og manneskjan sem þau misstu, þetta getur verið meðvitað eða ómeðvitað. Oftast gerir það ekkert til en ef börn fara að gera tilraunir til að vera alveg eins og stóri sterki pabbi sem huggaði aðra og veitti öryggi eða mamma sem hélt utan um alla og bar ábyrgð á heimilinu getur það orðið mjög íþyngjandi og streituvaldandi fyrir barnið sem getur ekki ráðið við slíkt hlutverk sem er líka ósanngjarnt gagnvart aldri þess og þroska. Þessi tilraun til að stíga inn í hlutverk þess sem er farinn getur verið þrá eftir nærveru og tengslum við hinn látna eða kvíðaviðbragð. Algeng undirliggjandi tilfinning hjá börnum er: “ef að það verður í lagi með foreldri mitt, þá verður í lagi með mig”. Þegar barn upplifir foreldri eða forráðamann í veikri stöðu og undir miklu álagi getur það því tekið til þess bragðs að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að það verði einmitt í lagi með fullorðnu manneskjuna sem á að passa það sjálft. Ekkert barn getur eða á að vera í þeirri stöðu að passa upp á fullorðið fólk. Foreldri sem verður vart við að barnið þeirra er farið að taka á sig óeðlilega ábyrgð, reynir að þóknast eins og hægt er eða hlífir foreldrinu við verkefnum sem foreldrið á að leysa getur þurft að stíga inn í og stoppa barnið sitt af. Þá þarf að setjast niður og útskýra fyrir barninu eða unglingnum að þó að mömmu eða pabba líði vissulega illa og gráti jafnvel stundum að þá þurfi barnið ekki að hafa áhyggjur af foreldrinu. Foreldrið þarf að láta barnið sitt hvíla í því að þau fullorðnu ráði við aðstæðurnar, að það verði í lagi með foreldrið þrátt fyrir allt og að foreldrið passi upp á barnið en ekki öfugt. Einnig getur verið gott að fá barnið til að hugsa um öll þau sem eru þeim stuðningur og eru líka til staðar fyrir foreldri þeirra. Stundum þarf að endurtaka svona samtöl nokkrum sinnum svo að barnið sleppi tökunum af óttanum og þessari óeðlilegu ábyrgðartilfinningu. Hlutverk í fjölskyldum geta riðlast við áföll og það er mikilvægt fyrir þau sem eru yngst og óþroskuð að fullorðna fólkið beri ábyrgð á sjálfu sér og börnunum svo að unga fólkið þurfi þess ekki. Auðvitað getur það gerst að uppeldisaðili lendi á vegg eftir missi og geti raunverulega ekki sinnt öllum þörfum barna sinna. Þá skiptir stuðningsnetið öllu máli og að annað fullorðið fólk grípi boltana. Þar getur það líka verið algjör björgun að þiggja faglegan stuðning. Því miður er bakland fólks mjög mismunandi og við skulum ekki vanmeta gildi þess þegar fólk í nærumhverfinu býðst til að létta undir t.d. þegar aðrir foreldrar skutla eða sækja á æfingu eða bjóða barni sem hefur misst að koma með í eitthvað skemmtilegt á frídegi. Allir foreldrar í krefjandi aðstæðum þurfa stuðning og hjálp við að skapa rými til að hvílast og endurnærast til að vera aflögufær fyrir börnin sín. Það er nefnilega ekki eins manns verk að koma barni til manns. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Börn og uppeldi Matthildur Bjarnadóttir Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Þegar barn missir foreldri eða forráðamann er öryggi barnsins eðlilega ógnað. Kvíði barna í kjölfar foreldramissis snýr oft og tíðum að þeim ótta að missa hitt foreldri sitt líka eða aðra nákomna. Eldri börn og unglingar sýna þennan kvíða oftar á praktískari hátt heldur en yngri börn og áhyggjur af fjármálum og þeirra eigin afkomu eru algengar. Spurningar á borð við hver borgar af húsnæði og lánum ef hitt foreldrið fellur líka frá eru ekki óalgengar og eiga það sameiginlegt að snúast um þá grundvallarspurningu barnsins; ,,hver hugsar um mig ef eitthvað kemur fyrir?” Í ljósi þess er mikilvægt fyrir foreldri eða forráðamenn að róa slíkar kvíðahugsanir og gera barninu það ljóst að það þarf ekki að taka á sig skyldur og ábyrgð hinna fullorðnu og það verði fyrir því séð á allan hátt. Börn geta tekið upp á því að haga sér á einhvern hátt eins og manneskjan sem þau misstu, þetta getur verið meðvitað eða ómeðvitað. Oftast gerir það ekkert til en ef börn fara að gera tilraunir til að vera alveg eins og stóri sterki pabbi sem huggaði aðra og veitti öryggi eða mamma sem hélt utan um alla og bar ábyrgð á heimilinu getur það orðið mjög íþyngjandi og streituvaldandi fyrir barnið sem getur ekki ráðið við slíkt hlutverk sem er líka ósanngjarnt gagnvart aldri þess og þroska. Þessi tilraun til að stíga inn í hlutverk þess sem er farinn getur verið þrá eftir nærveru og tengslum við hinn látna eða kvíðaviðbragð. Algeng undirliggjandi tilfinning hjá börnum er: “ef að það verður í lagi með foreldri mitt, þá verður í lagi með mig”. Þegar barn upplifir foreldri eða forráðamann í veikri stöðu og undir miklu álagi getur það því tekið til þess bragðs að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að það verði einmitt í lagi með fullorðnu manneskjuna sem á að passa það sjálft. Ekkert barn getur eða á að vera í þeirri stöðu að passa upp á fullorðið fólk. Foreldri sem verður vart við að barnið þeirra er farið að taka á sig óeðlilega ábyrgð, reynir að þóknast eins og hægt er eða hlífir foreldrinu við verkefnum sem foreldrið á að leysa getur þurft að stíga inn í og stoppa barnið sitt af. Þá þarf að setjast niður og útskýra fyrir barninu eða unglingnum að þó að mömmu eða pabba líði vissulega illa og gráti jafnvel stundum að þá þurfi barnið ekki að hafa áhyggjur af foreldrinu. Foreldrið þarf að láta barnið sitt hvíla í því að þau fullorðnu ráði við aðstæðurnar, að það verði í lagi með foreldrið þrátt fyrir allt og að foreldrið passi upp á barnið en ekki öfugt. Einnig getur verið gott að fá barnið til að hugsa um öll þau sem eru þeim stuðningur og eru líka til staðar fyrir foreldri þeirra. Stundum þarf að endurtaka svona samtöl nokkrum sinnum svo að barnið sleppi tökunum af óttanum og þessari óeðlilegu ábyrgðartilfinningu. Hlutverk í fjölskyldum geta riðlast við áföll og það er mikilvægt fyrir þau sem eru yngst og óþroskuð að fullorðna fólkið beri ábyrgð á sjálfu sér og börnunum svo að unga fólkið þurfi þess ekki. Auðvitað getur það gerst að uppeldisaðili lendi á vegg eftir missi og geti raunverulega ekki sinnt öllum þörfum barna sinna. Þá skiptir stuðningsnetið öllu máli og að annað fullorðið fólk grípi boltana. Þar getur það líka verið algjör björgun að þiggja faglegan stuðning. Því miður er bakland fólks mjög mismunandi og við skulum ekki vanmeta gildi þess þegar fólk í nærumhverfinu býðst til að létta undir t.d. þegar aðrir foreldrar skutla eða sækja á æfingu eða bjóða barni sem hefur misst að koma með í eitthvað skemmtilegt á frídegi. Allir foreldrar í krefjandi aðstæðum þurfa stuðning og hjálp við að skapa rými til að hvílast og endurnærast til að vera aflögufær fyrir börnin sín. Það er nefnilega ekki eins manns verk að koma barni til manns. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun