Innlent

Ógnaði fólki með bar­efli í bænum

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Tilkynnt var um mann með barefli í bænum og reyndist hann kunningi lögreglunnar.
Tilkynnt var um mann með barefli í bænum og reyndist hann kunningi lögreglunnar. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um mann sem átti að hafa ógnað fólki með barefli í bænum í dag. Lögregla hafði upp á manninum, sem hún kannaðist við frá fyrri afskiptum. Var hann hinn rólegasti og honum var komið heim til sín.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu yfir verkefni dagsins. Umrætt atvik var á lögreglustöð 1, en umdæmi hennar er Austurbær, Miðbær, Vesturbær og Seltjarnarnes.

Þá voru fjórir ökumenn kærðir fyrir brot þar sem stöðvunarskylda var ekki virt.

Einnig var tilkynnt um blóðugan aðila gangandi eftir götunni í hverfi 111 í Breiðholti. Þegar lögregla fann manninn vildi hann lítið sem ekkert ræða við lögreglu en sjúkrabíll kom og bjó um sár hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×