Einnig verður rætt við foreldri leikskólabarns á Seltjarnarnesi sem finnst að kennarar ættu að fara í enn stærra verkfall til að auka slagkraftinn ef samningar nást ekki í dag. Engin niðurstaða liggur fyrir í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög.
Flutningur á særðum og veikum börnum frá Gasa til Egyptalands er hafinn sem fjallað verður um í fréttatímanum og þá segjum við frá heitavatnsfundi í Reykholti.
Þá mættu fleiri hundruð og freistuðu þess að fá frían hamborgara þegar heimsfræg hamborgarastaður var opnaður, aðeins í einn dag, í Garðabæ í dag.