Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2025 12:29 Götur landsins, þar með talið í Reykjavík, eru margar og koma misvel undan vetri ár hvert. Vísir/Einar Reykjavíkurborg stefnir á að hækka gatnagerðargjöld parhúsa og raðhúsa í haust þannig að gjöldin verða þau sömu og hjá einbýlishúsum í nágrannasveitarfélögum. Gjöld á íbúa fjölbýlishúsa nær tvöfaldast. Í tilkynningu frá borginni segir að gatnagerðargjöldin verði rædd í borgarstjórn í dag. Gatnagerðargjöld Reykjavíkur hafi í flestum flokkum verið jafnhá eða lægri en í öðrum sveitarfélögum og aðeins staðið undir um þriðjungi kostnaðar við gatnagerð. Gatnagerðargjald er einn af lykiltekjustofnum sveitarfélaga og er ætlað að standa undir gatnagerð ásamt viðhaldi gatna og annarra gatnamannvirkja. „Núverandi tekjur standa ekki undir þessum kostnaði og eru því lagðar til hækkanir á gjaldstofni í nýrri samþykkt. Þrátt fyrir hækkun munu tekjur af gatnagerðargjöldum ekki standa að fullu undir kostnaði við gatnagerð og viðhald,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Eftir breytinguna verður gatnagerðargjald á fjölbýlishús 10%, á annað íbúðarhúsnæði svo sem einbýlishús og parhús 15%, á bílastæðahús ofanjarðar og hjólaskýli 5% en aðrar byggingar 13%. Gjöldin í Reykjavík samanborið við önnur sveitarfélög.Reykjavíkurborg Breytingar í nýrri samþykkt felast að meginstefnu í að breyta álagningargrunni gatnagerðargjalds vegna tiltekinna flokka húsnæðis, bæta við nýjum álagningargrunni vegna bílastæðahúss ofanjarðar og hjólaskýlis og fækka heimildum Reykjavíkurborgar til að lækka eða fella niður gatnagerðargjald í tilteknum tilvikum. Ákvæði sem heimili slíkt þegar um er að ræða húsnæði í eigu óhagnaðardrifinna félaga eru enn til staðar. Fjárhagsáætlun árið 2025 til 2029 gerir ráð fyrir að tekjur af gatnagerðargjöldum nái fimm milljörðum árið 2026 á fyrsta heila ári eftir hækkun gjaldanna. Borgin hafði 1,8 milljarð í tekjur af gjöldunum árið 2023 og er spáð að þau verði um 2,8 milljarðar árið 2024. Í bókun borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar frá síðasta borgarráðsfundi kemur fram að mikilvægt sé að gatnagerðargjöld standi undir þeim kostnaði sem falli á sveitarfélag vegna uppbyggingar og viðhalds nauðsynlegra innviða. „Of mörg sveitarfélög, bæði hérlendis og erlendis, hafa búið sér til ósjálfbært sjálfskaparvíti með því að byggja of mikið, oft of dreift, án þess að tryggja sér nægar tekjur til að standa undir þeim kostnaði sem fellur til vegna innviða. Það getur búið til hættulegar aðstæður sem getur verið mjög erfitt að vinna úr,“ segir í bókuninni. „Það er nauðsynlegt að álagning gatnagerðargjalda og annarra innviðagjalda sé sanngjörn, dragi ekki úr hvötum til að byggja, en tryggi jafnframt nauðsynlega innviði og sjálfbærni þeirrar uppbyggingar sem ráðist er í.“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun og sögðu fyrirliggjandi tillögu fela í sér mikla hækkun gatnagerðargjalda og vera í raun viðbótarskattur á húsbyggjendur. „Með því er verið að hækka byggingarkostnað, sem líklegt er að hafi neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn í borginni.“ Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins sagði í bókun sinni að nýja samþykktin væri eðlileg. Verið væri að breyta álagningargrunni og samræma orðalag og efnistök við lögin. „Einnig kemur fram í samþykkt að þrátt fyrir hækkun standi gatnagerðargjöld varla undir kostnaði borgarinnar vegna viðhalds gatna og gatnagerðar. Í samanburði gatnagerðargjalda á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu virðist Reykjavíkurborg vera á svipuðum stað og önnur sveitarfélög.“ Reykjavík Vegagerð Samgöngur Borgarstjórn Skattar og tollar Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
Í tilkynningu frá borginni segir að gatnagerðargjöldin verði rædd í borgarstjórn í dag. Gatnagerðargjöld Reykjavíkur hafi í flestum flokkum verið jafnhá eða lægri en í öðrum sveitarfélögum og aðeins staðið undir um þriðjungi kostnaðar við gatnagerð. Gatnagerðargjald er einn af lykiltekjustofnum sveitarfélaga og er ætlað að standa undir gatnagerð ásamt viðhaldi gatna og annarra gatnamannvirkja. „Núverandi tekjur standa ekki undir þessum kostnaði og eru því lagðar til hækkanir á gjaldstofni í nýrri samþykkt. Þrátt fyrir hækkun munu tekjur af gatnagerðargjöldum ekki standa að fullu undir kostnaði við gatnagerð og viðhald,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Eftir breytinguna verður gatnagerðargjald á fjölbýlishús 10%, á annað íbúðarhúsnæði svo sem einbýlishús og parhús 15%, á bílastæðahús ofanjarðar og hjólaskýli 5% en aðrar byggingar 13%. Gjöldin í Reykjavík samanborið við önnur sveitarfélög.Reykjavíkurborg Breytingar í nýrri samþykkt felast að meginstefnu í að breyta álagningargrunni gatnagerðargjalds vegna tiltekinna flokka húsnæðis, bæta við nýjum álagningargrunni vegna bílastæðahúss ofanjarðar og hjólaskýlis og fækka heimildum Reykjavíkurborgar til að lækka eða fella niður gatnagerðargjald í tilteknum tilvikum. Ákvæði sem heimili slíkt þegar um er að ræða húsnæði í eigu óhagnaðardrifinna félaga eru enn til staðar. Fjárhagsáætlun árið 2025 til 2029 gerir ráð fyrir að tekjur af gatnagerðargjöldum nái fimm milljörðum árið 2026 á fyrsta heila ári eftir hækkun gjaldanna. Borgin hafði 1,8 milljarð í tekjur af gjöldunum árið 2023 og er spáð að þau verði um 2,8 milljarðar árið 2024. Í bókun borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar frá síðasta borgarráðsfundi kemur fram að mikilvægt sé að gatnagerðargjöld standi undir þeim kostnaði sem falli á sveitarfélag vegna uppbyggingar og viðhalds nauðsynlegra innviða. „Of mörg sveitarfélög, bæði hérlendis og erlendis, hafa búið sér til ósjálfbært sjálfskaparvíti með því að byggja of mikið, oft of dreift, án þess að tryggja sér nægar tekjur til að standa undir þeim kostnaði sem fellur til vegna innviða. Það getur búið til hættulegar aðstæður sem getur verið mjög erfitt að vinna úr,“ segir í bókuninni. „Það er nauðsynlegt að álagning gatnagerðargjalda og annarra innviðagjalda sé sanngjörn, dragi ekki úr hvötum til að byggja, en tryggi jafnframt nauðsynlega innviði og sjálfbærni þeirrar uppbyggingar sem ráðist er í.“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun og sögðu fyrirliggjandi tillögu fela í sér mikla hækkun gatnagerðargjalda og vera í raun viðbótarskattur á húsbyggjendur. „Með því er verið að hækka byggingarkostnað, sem líklegt er að hafi neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn í borginni.“ Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins sagði í bókun sinni að nýja samþykktin væri eðlileg. Verið væri að breyta álagningargrunni og samræma orðalag og efnistök við lögin. „Einnig kemur fram í samþykkt að þrátt fyrir hækkun standi gatnagerðargjöld varla undir kostnaði borgarinnar vegna viðhalds gatna og gatnagerðar. Í samanburði gatnagerðargjalda á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu virðist Reykjavíkurborg vera á svipuðum stað og önnur sveitarfélög.“
Reykjavík Vegagerð Samgöngur Borgarstjórn Skattar og tollar Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira