Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar 4. febrúar 2025 14:30 Borgarstjórn Reykjavíkur fjallar í dag um tillögu borgarstjórans um stórfellda hækkun gatnagerðargjalda í borginni. Hækkun gjaldsins fyrir fjölbýlishús verður 85%. Sennilegt er að afleiðingar þessarar skattahækkunar verði að verð fyrir íbúð í fjölbýlishúsi hækki að meðaltali um tvær milljónir króna. Húsnæðisvandi og hátt íbúðaverð hefur verið eitt meginviðfangsefni stjórnmálanna undanfarin ár og eitt af aðalumræðuefnunum fyrir hvort heldur er sveitarstjórnar- eða Alþingiskosningar. Það vekur óneitanlega furðu ef borgarstjórn Reykjavíkur ætlar í dag að taka ákvörðun, sem mun stuðla að hækkun íbúðaverðs og frekari húsnæðisvanda. Borgin leggur hærri kvaðir á húsbyggjendur Í greinargerð með tillögu borgarstjóra kemur fram að gatnagerðargjöld standi í dag ekki undir kostnaði við gatnagerð og muni heldur ekki gera það eftir hækkun. Þá verði gjaldskráin bara svipuð og í öðrum sveitarfélögum. Þá gleymist að nefna að Reykjavíkurborg gengur á mörgum öðrum sviðum miklu lengra í gjaldtöku og kvöðum á húsbyggjendur en önnur sveitarfélög, til dæmis þessum: Borgin leggur kvaðir á byggingarfélög um að félagsíbúðir séu 5% nýrra íbúða, en önnur sveitarfélög gera ekki sömu kröfur. Söluverð á þessum íbúðum er fyrirfram ákveðið og vel undir kostnaði, þannig að í því felast álögur á húsbyggjendur. Af sama toga eru kvaðir um að hlutfall leiguíbúða sé 15%. Byggingarréttargjöld eða innviðagjöld eru 17.500 krónur á fermetra í Reykjavík og eiga sér enga hliðstæðu. Reykjavík gerir þá kröfu til lóðarhafa á nýjum skipulagssvæðum að ákveðinni fjárhæð sé varið í listsköpun í almenningsrýmum, en það gera önnur sveitarfélög ekki. Á sumum nýjum þróunarreitum í borginni er kostnaður við uppbyggingu innviða á höndum lóðarhafa og má þar nefna Kringlureitinn og Skeifuna 7-9. Húsnæðisumbætur ríkisstjórnarinnar núllaðar út? Það vekur ekki síður furðu að á sama tíma og borgarstjórn Reykjavíkur ræðir hækkun byggingarkostnaðar sunnan við Vonarstræti hefur ríkisstjórn, sem er að hluta samansett af sömu stjórnmálaflokkum og borgarstjórnarmeirihlutinn, boðað að norðan götunnar, á Alþingi, verði lagður fram stafli af málum sem eiga að stuðla að því að lækka íbúðaverð og hjálpa fólki að eignast eigin húsnæði. Vonarstrætið er vissulega tvístefnugata - en eigum við að trúa því að fulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisnar í borgarstjórn ætli að greiða atkvæði með tillögum sem fara mögulega langt með að núlla út ávinninginn af þingmálum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að húsnæðiskostnaði almennings í stærsta sveitarfélagi landsins? Hér er ástæða fyrir borgarstjórn að staldra við og samþykkja ekki þessar miklu hækkanir á gatnagerðargjöldum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur fjallar í dag um tillögu borgarstjórans um stórfellda hækkun gatnagerðargjalda í borginni. Hækkun gjaldsins fyrir fjölbýlishús verður 85%. Sennilegt er að afleiðingar þessarar skattahækkunar verði að verð fyrir íbúð í fjölbýlishúsi hækki að meðaltali um tvær milljónir króna. Húsnæðisvandi og hátt íbúðaverð hefur verið eitt meginviðfangsefni stjórnmálanna undanfarin ár og eitt af aðalumræðuefnunum fyrir hvort heldur er sveitarstjórnar- eða Alþingiskosningar. Það vekur óneitanlega furðu ef borgarstjórn Reykjavíkur ætlar í dag að taka ákvörðun, sem mun stuðla að hækkun íbúðaverðs og frekari húsnæðisvanda. Borgin leggur hærri kvaðir á húsbyggjendur Í greinargerð með tillögu borgarstjóra kemur fram að gatnagerðargjöld standi í dag ekki undir kostnaði við gatnagerð og muni heldur ekki gera það eftir hækkun. Þá verði gjaldskráin bara svipuð og í öðrum sveitarfélögum. Þá gleymist að nefna að Reykjavíkurborg gengur á mörgum öðrum sviðum miklu lengra í gjaldtöku og kvöðum á húsbyggjendur en önnur sveitarfélög, til dæmis þessum: Borgin leggur kvaðir á byggingarfélög um að félagsíbúðir séu 5% nýrra íbúða, en önnur sveitarfélög gera ekki sömu kröfur. Söluverð á þessum íbúðum er fyrirfram ákveðið og vel undir kostnaði, þannig að í því felast álögur á húsbyggjendur. Af sama toga eru kvaðir um að hlutfall leiguíbúða sé 15%. Byggingarréttargjöld eða innviðagjöld eru 17.500 krónur á fermetra í Reykjavík og eiga sér enga hliðstæðu. Reykjavík gerir þá kröfu til lóðarhafa á nýjum skipulagssvæðum að ákveðinni fjárhæð sé varið í listsköpun í almenningsrýmum, en það gera önnur sveitarfélög ekki. Á sumum nýjum þróunarreitum í borginni er kostnaður við uppbyggingu innviða á höndum lóðarhafa og má þar nefna Kringlureitinn og Skeifuna 7-9. Húsnæðisumbætur ríkisstjórnarinnar núllaðar út? Það vekur ekki síður furðu að á sama tíma og borgarstjórn Reykjavíkur ræðir hækkun byggingarkostnaðar sunnan við Vonarstræti hefur ríkisstjórn, sem er að hluta samansett af sömu stjórnmálaflokkum og borgarstjórnarmeirihlutinn, boðað að norðan götunnar, á Alþingi, verði lagður fram stafli af málum sem eiga að stuðla að því að lækka íbúðaverð og hjálpa fólki að eignast eigin húsnæði. Vonarstrætið er vissulega tvístefnugata - en eigum við að trúa því að fulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisnar í borgarstjórn ætli að greiða atkvæði með tillögum sem fara mögulega langt með að núlla út ávinninginn af þingmálum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að húsnæðiskostnaði almennings í stærsta sveitarfélagi landsins? Hér er ástæða fyrir borgarstjórn að staldra við og samþykkja ekki þessar miklu hækkanir á gatnagerðargjöldum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar