Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 12:06 Óveðri er spáð um allt land í dag og á morgun. Vísir/vilhelm Aftakaveður gengur yfir landið eftir hádegi, nær öllu millilandaflugi hefur verið aflýst og vegir í öllum landshlutum eru á óvissustigi. Veðurfræðingur segir óveðrið munu skella á með miklum látum og spáir hviðum upp undir fimmtíu metra á sekúndu. Foreldrar á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að sækja börn sín í skólann. Veður versnar hratt suðvestanlands upp úr hádegi, þar sem appelsínugular storm- og rigningarviðvaranir taka gildi klukkan tvö. Viðaranir tínast svo inn í öðrum landshlutum skömmu síðar og nær allt landið verður orðið appelsínugult klukkan fimm. Höfuðborgarsvæðið er þar ekki undanskilið og foreldrar skólabarna eru hvattir til að fylgjast vel með stöðunni síðdegis, jafnvel sækja börn sín í skóla eða frístund eftir því sem við á. Hvessir ógurlega Miklar raskanir eru á flugi í dag, nær öllum flugferðum til og frá landinu eftir klukkan eitt hefur verið aflýst, samkvæmt vef Isavia. Þá eru vegir um allt land á óvissustigi í dag, sem þýðir að þeim getur verið lokað með skömmum fyrirvara. Óvissustig tekur gildi á Reykjanesbraut, Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði ýmist nú klukkan tólf eða eitt. Þá hefur Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði verið lokað. Einar Sveinbjörnsson er veðurfræðingur hjá Vegagerðinni. „Veðrið skellur á með dálitlum látum, eftir hádegi, sérstaklega milli tvö og fjögur, kemur að okkur af fullum þunga og fullum styrk. Það byrjar með því að það snjóar á fjallvegum og verður svo hált í kjölfarið þannig að það er erfitt við að eiga, eins og til dæmis á Hellisheiðinni,“ segir Einar. „Þegar þetta gerist svona þá hvessir ógurlega á landinu, eiginlega um land allt og það versnar mjög hratt á landinu. Það eru þessar hviður, þessir sviptivindar, sem verða þegar loftið er þetta hlýtt. Þetta eru svona 20, 25 metrar á sekúndu í jöfnum vindi nokkuð víða. Við eigum eftir að sjá hviður sem eru um og yfir fimmtíu metra á sekúndu, staðbundið á norðurlandi og ekki síður fyrir austan.“ Hafi varann á Einar ræður fólki frá því að leggja í langferðir. „Menn hafi varann á sér nú síðdegis og verði búnir að koma börnum og sjálfum sér í hús.“ Viðvaranir byrja smám saman að detta úr gildi sunnan, vestan, norðan og norðaustanlands upp úr miðnætti en koma aftur inn með morgninum. „Síðan kemur ný lægð, heldur minni en viðheldur vinstrengnum um austanvert landið, og verður líka mjög slæmt hér suðvestanlands sérstaklega milli átta og tólf í fyrramálið,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Veður Samgöngur Tengdar fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Veginum um Holtavörðuheiði var lokað í morgun vegna veðurs og flutningabíls og ólíklegt er sagt að hægt verði að opna hann í dag. Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð aftur snemma í morgun en varað er við slæmu skyggni vegna skafrennings og éljagangs. 5. febrúar 2025 08:49 Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð snemma í morgun en Vegagerðin varar við því að skyggni geti verið slæmt á svæðinu vegna skafrennings og éljagangs. Vegfarendur eru því beðnir um að fara afar varlega. 5. febrúar 2025 07:21 Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Dýpkandi lægð suður af Hvarfi fer nú allhratt norðaustur í átt að landinu. Henni fylgir vaxandi sunnanátt eftir hádegi, þar sem mun hlýna og fara að rigna. 5. febrúar 2025 07:12 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Veður versnar hratt suðvestanlands upp úr hádegi, þar sem appelsínugular storm- og rigningarviðvaranir taka gildi klukkan tvö. Viðaranir tínast svo inn í öðrum landshlutum skömmu síðar og nær allt landið verður orðið appelsínugult klukkan fimm. Höfuðborgarsvæðið er þar ekki undanskilið og foreldrar skólabarna eru hvattir til að fylgjast vel með stöðunni síðdegis, jafnvel sækja börn sín í skóla eða frístund eftir því sem við á. Hvessir ógurlega Miklar raskanir eru á flugi í dag, nær öllum flugferðum til og frá landinu eftir klukkan eitt hefur verið aflýst, samkvæmt vef Isavia. Þá eru vegir um allt land á óvissustigi í dag, sem þýðir að þeim getur verið lokað með skömmum fyrirvara. Óvissustig tekur gildi á Reykjanesbraut, Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði ýmist nú klukkan tólf eða eitt. Þá hefur Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði verið lokað. Einar Sveinbjörnsson er veðurfræðingur hjá Vegagerðinni. „Veðrið skellur á með dálitlum látum, eftir hádegi, sérstaklega milli tvö og fjögur, kemur að okkur af fullum þunga og fullum styrk. Það byrjar með því að það snjóar á fjallvegum og verður svo hált í kjölfarið þannig að það er erfitt við að eiga, eins og til dæmis á Hellisheiðinni,“ segir Einar. „Þegar þetta gerist svona þá hvessir ógurlega á landinu, eiginlega um land allt og það versnar mjög hratt á landinu. Það eru þessar hviður, þessir sviptivindar, sem verða þegar loftið er þetta hlýtt. Þetta eru svona 20, 25 metrar á sekúndu í jöfnum vindi nokkuð víða. Við eigum eftir að sjá hviður sem eru um og yfir fimmtíu metra á sekúndu, staðbundið á norðurlandi og ekki síður fyrir austan.“ Hafi varann á Einar ræður fólki frá því að leggja í langferðir. „Menn hafi varann á sér nú síðdegis og verði búnir að koma börnum og sjálfum sér í hús.“ Viðvaranir byrja smám saman að detta úr gildi sunnan, vestan, norðan og norðaustanlands upp úr miðnætti en koma aftur inn með morgninum. „Síðan kemur ný lægð, heldur minni en viðheldur vinstrengnum um austanvert landið, og verður líka mjög slæmt hér suðvestanlands sérstaklega milli átta og tólf í fyrramálið,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.
Veður Samgöngur Tengdar fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Veginum um Holtavörðuheiði var lokað í morgun vegna veðurs og flutningabíls og ólíklegt er sagt að hægt verði að opna hann í dag. Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð aftur snemma í morgun en varað er við slæmu skyggni vegna skafrennings og éljagangs. 5. febrúar 2025 08:49 Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð snemma í morgun en Vegagerðin varar við því að skyggni geti verið slæmt á svæðinu vegna skafrennings og éljagangs. Vegfarendur eru því beðnir um að fara afar varlega. 5. febrúar 2025 07:21 Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Dýpkandi lægð suður af Hvarfi fer nú allhratt norðaustur í átt að landinu. Henni fylgir vaxandi sunnanátt eftir hádegi, þar sem mun hlýna og fara að rigna. 5. febrúar 2025 07:12 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Veginum um Holtavörðuheiði var lokað í morgun vegna veðurs og flutningabíls og ólíklegt er sagt að hægt verði að opna hann í dag. Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð aftur snemma í morgun en varað er við slæmu skyggni vegna skafrennings og éljagangs. 5. febrúar 2025 08:49
Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð snemma í morgun en Vegagerðin varar við því að skyggni geti verið slæmt á svæðinu vegna skafrennings og éljagangs. Vegfarendur eru því beðnir um að fara afar varlega. 5. febrúar 2025 07:21
Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Dýpkandi lægð suður af Hvarfi fer nú allhratt norðaustur í átt að landinu. Henni fylgir vaxandi sunnanátt eftir hádegi, þar sem mun hlýna og fara að rigna. 5. febrúar 2025 07:12