Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Aron Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2025 08:01 Agravanis bræðurnir leiða saman hesta sína í liði Tindastóls það sem eftir lifir tímabils Vísir/Samsett mynd Mikil spenna ríkir fyrir frumraun Dimitrios Agravanis með toppliði Tindastóls í Bónus deild karla í körfubolta. Ferilskrá hans ber þess merki að um gæðaleikmann sé að ræða og á Sauðárkróki hittir hann fyrir litla bróður sinn. Það ráku margir upp stór augu þegar að Tindastóll greindi frá komu Dimitrios Agravanis. Þar á ferð er leikmaður sem hefur átt afar farsælan feril hingað til og er enn á besta aldri, 30 ára gamall. Dimitrios hefur verið liðsmaður í gríska landsliðinu, spilað þar með einum besta leikmanni í heimi, Giannis Antetokounmpo leikmanni NBA liðs Milwaukee Bucks, og þá hefur hann verið á mála hjá stórliðum á borð við Olympiacos, Panathinaikos og AEK Aþenu í heimalandinu. Liðfélagi Agravanis bræðra í gríska landsliðinu er einn besti körfuboltamaður heimsVísir/Getty Dimitrios er tvöfaldur grískur meistari og var valinn í úrvalslið deildarinnar árið 2022. Hjá Tindastól hittir hann fyrir yngri bróður sinn Giannis sem hefur látið til sín taka á Sauðárkróki en bræðurnir ræddu við Ágúst Orra Arnarson eftir sigur gegn Stjörnunni í Bónus deild kvenna á dögunum. „Ég er mjög spenntur og glaður yfir því að fá tækifæri til þess að spila aftur með litla bróður mínum. Hann sagði mér frá Tindastóls liðinu, hvað allt væri gott hér sem og markmiðum liðsins sem snýr að því að verða Íslandsmeistarar. Ég var án samnings og er ánægður með að geta komið hingað, hjálpað liðinu að ná markmiði sínu,“ segir Dimitrios sem kemur hingað í toppstandi. „Síðustu átta mánuði hef ég verið 100% heill eftir að hafa áður glímt við meiðsli og vil nú halda áfram með minn feril. Þar sem umhverfið er gott og mér sýnd virðing, þar vil ég spila. Leikurinn er sá sami alls staðar og ég vil fara og vinna leiki.“ Munum sjá inn á vellinum hvor er betri bróðirinn Og yngri bróðirinn Giannis er himinlifandi með það að fá bróður sinn hingað til lands. Þeir hafa áður spilað saman með gríska landsliðinu en einnig með liði Promitheas Patras í heimalandinu. „Það er draumi líkast að fá tækifæri til þess að spila aftur saman. Við höfum reynslu af því frá fyrri tíð. Mjög ánægjulegt.“ En hvor bróðirinn er betri leikmaður? „Þið munuð sjá það inn á vellinum,“ segir sá yngri, Giannis, fljótt. „Við erum báðir í góðu formi og verðum að sanna það inn á vellinum. Reyna að ná inn eins mörgum sigurleikjum og við getum. Margir eru á því Dimitrios að þú komir inn og verðir besti leikmaður deildarinnar. Verður það raunin? „Ég horfi ekki á þetta þannig. Ég veit að ég er í frábæru formi og ætla að reyna hjálpa liðinu. Þannig hugsa ég hvert sem ég fer og þannig er mitt hugarfar hér. Ef ég næ að gera það og við vinnum titilinn, þá verð ég glaður.“ Bónus-deild karla Körfubolti Tindastóll Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Sjá meira
Það ráku margir upp stór augu þegar að Tindastóll greindi frá komu Dimitrios Agravanis. Þar á ferð er leikmaður sem hefur átt afar farsælan feril hingað til og er enn á besta aldri, 30 ára gamall. Dimitrios hefur verið liðsmaður í gríska landsliðinu, spilað þar með einum besta leikmanni í heimi, Giannis Antetokounmpo leikmanni NBA liðs Milwaukee Bucks, og þá hefur hann verið á mála hjá stórliðum á borð við Olympiacos, Panathinaikos og AEK Aþenu í heimalandinu. Liðfélagi Agravanis bræðra í gríska landsliðinu er einn besti körfuboltamaður heimsVísir/Getty Dimitrios er tvöfaldur grískur meistari og var valinn í úrvalslið deildarinnar árið 2022. Hjá Tindastól hittir hann fyrir yngri bróður sinn Giannis sem hefur látið til sín taka á Sauðárkróki en bræðurnir ræddu við Ágúst Orra Arnarson eftir sigur gegn Stjörnunni í Bónus deild kvenna á dögunum. „Ég er mjög spenntur og glaður yfir því að fá tækifæri til þess að spila aftur með litla bróður mínum. Hann sagði mér frá Tindastóls liðinu, hvað allt væri gott hér sem og markmiðum liðsins sem snýr að því að verða Íslandsmeistarar. Ég var án samnings og er ánægður með að geta komið hingað, hjálpað liðinu að ná markmiði sínu,“ segir Dimitrios sem kemur hingað í toppstandi. „Síðustu átta mánuði hef ég verið 100% heill eftir að hafa áður glímt við meiðsli og vil nú halda áfram með minn feril. Þar sem umhverfið er gott og mér sýnd virðing, þar vil ég spila. Leikurinn er sá sami alls staðar og ég vil fara og vinna leiki.“ Munum sjá inn á vellinum hvor er betri bróðirinn Og yngri bróðirinn Giannis er himinlifandi með það að fá bróður sinn hingað til lands. Þeir hafa áður spilað saman með gríska landsliðinu en einnig með liði Promitheas Patras í heimalandinu. „Það er draumi líkast að fá tækifæri til þess að spila aftur saman. Við höfum reynslu af því frá fyrri tíð. Mjög ánægjulegt.“ En hvor bróðirinn er betri leikmaður? „Þið munuð sjá það inn á vellinum,“ segir sá yngri, Giannis, fljótt. „Við erum báðir í góðu formi og verðum að sanna það inn á vellinum. Reyna að ná inn eins mörgum sigurleikjum og við getum. Margir eru á því Dimitrios að þú komir inn og verðir besti leikmaður deildarinnar. Verður það raunin? „Ég horfi ekki á þetta þannig. Ég veit að ég er í frábæru formi og ætla að reyna hjálpa liðinu. Þannig hugsa ég hvert sem ég fer og þannig er mitt hugarfar hér. Ef ég næ að gera það og við vinnum titilinn, þá verð ég glaður.“
Bónus-deild karla Körfubolti Tindastóll Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Sjá meira