Veður

Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hall­gríms­kirkju

Jón Þór Stefánsson skrifar
Eldingu laust niður í Hall­gríms­kirkju­turn
Eldingu laust niður í Hall­gríms­kirkju­turn Hákon Örn Helgason

Það hefur sést til þrumna og eldinga víða um land, til að mynda á höfuðborgarsvæðinu, í kvöld. Ein elding hafnaði í Hallgrímskirkjuturni.

Há­kon Örn Helga­son náði myndbandi af atvikinu.

Grétar Einarsson, kirkjuhaldari í Hallgrímskirkju, segir í samtali við fréttastofu að kirkjan hafi sloppið vel.

„Það eru engar sjáanlegar skemmdir. Ég fór uppí kirkju og tékkaði á öllu sem maður myndi skoða í svona tilfelli. Það hefur ekkert slegið út og engin öryggiskerfi farið í gang eða neitt. Það eina sem mér sýnist hafa farið er ljóskastari sem lýsir upp krossinn austanmeginn,“ segir Grétar.

„Við förum upp í turninn og skoðum hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis þar sem maður sér ekki svona í fljótu bragði. Við komumst ekki upp í turnspíruna í þessu veðri. En ljósið lifir!“

Hér má sjá samansafn af ýmsum eldingamyndböndum sem voru tekin í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×