Innlent

Seinni hálf­leikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Rauðar viðvaranir verða í gildi á stærstum hluta landsins frá klukkan 10 og til 13.
Rauðar viðvaranir verða í gildi á stærstum hluta landsins frá klukkan 10 og til 13. Veðurstofa Íslands

Ofsaveðrið sem gekk yfir landið í gær gekk niður að hluta í nótt en nýjar rauðar viðvaranir taka gildi frá því klukkan sjö, fyrst á Austfjörðum og Miðhálendinu.

Á Austfjörðum spáir suðvestan 28-33 m/s og hviðum yfir 50 m/s. Rauð viðvörun verður í gildi þar til klukkan 18 í kvöld. 

Á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi taka rauðar viðvaranir gildi klukkan 8 og verða í gildi til klukkan 13 en versta veðrið á Ströndum og Norðurlandi vestra mun ganga yfir frá 10 til 15.

  • Rok eða verra veður mældist á 140 mælistöðvum í gær
  • Ofsaveður og fárviðri mældist á 62 mælistöðvum
  • Vindhviður yfir 40 m/s mældust á 77 stöðum 
  • Veðurfræðingur segir óvenjulegt hversu víða á landinu hættulegur vindur mældist
  • Gera má ráð fyrir svipuðum mælingum í dag

Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni og tekur við ábendingum og myndefni á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×