Nýja hurðin sprakk upp Árni Sæberg skrifar 6. febrúar 2025 10:36 Þakplötur fuku um Siglufjörð í nótt og talsverð hætta myndaðist. Vísir Talsverð hætta skapaðist á Siglufirði í nótt þegar þakplötur tveggja stórra iðnaðarhúsa losnuðu og fuku um bæinn. „Þetta var löng nótt,“ segir slökkviliðsstjórinn í Fjallabyggð. Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjórinn í Fjallabyggð, segir rjómablíðu vera í sveitarfélaginu eins og er, snjór falli beint niður en von sé á öðrum hvelli fljótlega. Veðrið verra í nótt en þegar viðvörunin var í gildi Fáir, ef nokkur, fóru varhluta af óveðrinu sem skall á síðdegis í gær. Siglfirðingar og Ólafsfirðingar fóru einna verst út úr illviðrinu í gær og í nótt. Rauð veðurviðvörun tók aftur gildi klukkan 10 og viðbragðsaðilar eru í startholunum. Bárujárn af þaki vafðist utan um Lífsbjörg, minnisvarða um drukknaða sjómenn á Siglufirði.Vísir „Þetta var löng nótt. Það sem er merkilegt við þetta er að veðrið var eiginlega verra í nótt en þegar rauða viðvörunin var í gildi í gær hér á okkar svæði og viðbragðsaðilar voru að störfum til klukkan að verða fimm í morgun. Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið, bæði á Ólafsfirði og Siglufirði,“ segir Jóhann. Kirkjudyrnar fuku aftur upp Jóhann segir að talsverðar skemmdir hafi orðið á Siglufirði, sér í lagi vegna tveggja stórra þaka af iðnaðarhúsum sem losnuðu og fuku um bæinn. Þá hafi hurðin að Siglufjarðarkirkju sprungið upp. Það gerðist einnig í aftakaveðri sem gekk yfir bæinn í mars árið 2023. Þá þurfti „blankur“ söfnuðurinn að fjárfesta í nýrri hurð. „Þetta var hluti af þeim verkum sem við sinntum og vinnan okkar í nótt var í rauninni aðallega að fergja þakplötur sem höfðu losnað af þessum tveimur iðnaðarhúsum og fokið í gegnum bæinn. Það skapaðist töluverð hætta þegar þetta gerðist.“ Hurðin að Siglufjarðarkirkju var svo gott sem ný þegar hún „sprakk upp“ í nótt.Vísir Talsvert tjón Jóhann segir að ljóst að telsvert tjón hafi orðið í sveitarfélaginu en þó eigi eftir að meta umfangið. Verktakar séu að tryggja það sem tryggt verður áður en óveður skellur aftur á. „Það er svo sem ekki búið að meta heildartjónið en ég myndi telja að það væri umtalsvert.“ Veður Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Fjallabyggð Slökkvilið Tengdar fréttir Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37 Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Ofsaveðrið sem gekk yfir landið í gær gekk niður að hluta í nótt en nýjar rauðar viðvaranir taka gildi frá því klukkan sjö, fyrst á Austfjörðum og Miðhálendinu. 6. febrúar 2025 06:18 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjórinn í Fjallabyggð, segir rjómablíðu vera í sveitarfélaginu eins og er, snjór falli beint niður en von sé á öðrum hvelli fljótlega. Veðrið verra í nótt en þegar viðvörunin var í gildi Fáir, ef nokkur, fóru varhluta af óveðrinu sem skall á síðdegis í gær. Siglfirðingar og Ólafsfirðingar fóru einna verst út úr illviðrinu í gær og í nótt. Rauð veðurviðvörun tók aftur gildi klukkan 10 og viðbragðsaðilar eru í startholunum. Bárujárn af þaki vafðist utan um Lífsbjörg, minnisvarða um drukknaða sjómenn á Siglufirði.Vísir „Þetta var löng nótt. Það sem er merkilegt við þetta er að veðrið var eiginlega verra í nótt en þegar rauða viðvörunin var í gildi í gær hér á okkar svæði og viðbragðsaðilar voru að störfum til klukkan að verða fimm í morgun. Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið, bæði á Ólafsfirði og Siglufirði,“ segir Jóhann. Kirkjudyrnar fuku aftur upp Jóhann segir að talsverðar skemmdir hafi orðið á Siglufirði, sér í lagi vegna tveggja stórra þaka af iðnaðarhúsum sem losnuðu og fuku um bæinn. Þá hafi hurðin að Siglufjarðarkirkju sprungið upp. Það gerðist einnig í aftakaveðri sem gekk yfir bæinn í mars árið 2023. Þá þurfti „blankur“ söfnuðurinn að fjárfesta í nýrri hurð. „Þetta var hluti af þeim verkum sem við sinntum og vinnan okkar í nótt var í rauninni aðallega að fergja þakplötur sem höfðu losnað af þessum tveimur iðnaðarhúsum og fokið í gegnum bæinn. Það skapaðist töluverð hætta þegar þetta gerðist.“ Hurðin að Siglufjarðarkirkju var svo gott sem ný þegar hún „sprakk upp“ í nótt.Vísir Talsvert tjón Jóhann segir að ljóst að telsvert tjón hafi orðið í sveitarfélaginu en þó eigi eftir að meta umfangið. Verktakar séu að tryggja það sem tryggt verður áður en óveður skellur aftur á. „Það er svo sem ekki búið að meta heildartjónið en ég myndi telja að það væri umtalsvert.“
Veður Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Fjallabyggð Slökkvilið Tengdar fréttir Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37 Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Ofsaveðrið sem gekk yfir landið í gær gekk niður að hluta í nótt en nýjar rauðar viðvaranir taka gildi frá því klukkan sjö, fyrst á Austfjörðum og Miðhálendinu. 6. febrúar 2025 06:18 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37
Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Ofsaveðrið sem gekk yfir landið í gær gekk niður að hluta í nótt en nýjar rauðar viðvaranir taka gildi frá því klukkan sjö, fyrst á Austfjörðum og Miðhálendinu. 6. febrúar 2025 06:18