„Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 13:28 Alfreð Erling er talinn hafa banað hjónum á áttræðisaldri í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Vísir/Vilhelm Varaformaður Geðhjálpar segir að setja þurfi meira púður í fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Maður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Greint var frá því í Morgunblaðinu í morgun að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, hafi átt samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skara skríða. Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar, segir að vinna þurfi mun betur að forvörnum í geðheilbrigðismálum.Geðhjálp Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins að á einu ári hafi Alfreð þrisvar verið úrskurðaður í nauðungarvistun, meðal annars í tólf vikur frá 6. júní. Hann átti því ekki að ganga laus 21. ágúst þegar voðaverkið var framið. „Ef fólk einangrast og á enga samleið með öðru fólki eða á ekki í sig og á, eða þak yfir höfuðið og upplifir enga samkennd þá getur hver sem er orði hættulegur,“ segir Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar. Hún nefnir að maður á fertugsaldri, sem banaði tíu námsmönnum í Svíþjóð á þriðjudag, hafi verið mikill einfari og staðið illa félagslega. „Við megum ekki láta neinn verða út undan þannig að það er ekki nóg að setja fjármagn í eitthvað. Það verður að hugsa hvað við setjum það í. Við í Geðhjálp höfum líka verið að leggja áherslu á það að fjölga jafningjastarfsmönnum því þeir nálgast fólk á manneskjulegan hátt og setja mennskuna í forgrunn,“ segir Elín Ebba. „Við erum ofsalega oft að beina fólki á einhverja ákveðna braut í ákveðna kassa. Það er ofslaega oft sem fólkið sem ekki fittar í þessa kassa sem við erum búin að búa til sem verður svona utanveltu.“ Oft sé gott að búa í litlum samfélögum, þar sem nágrannar haldi oft betur hvor um annan. „En ef enginn bregst við og það er látið aðgerðalaust þýðir ekkert að hrópa á torgum og segja: Við þurfum fleiri vistunarpláss ef við sem samfélag erum að ýta út fólki og leyfum því ekki að eiga samleið,“ segir Elín Ebba. „Við búum núna í miklu fjölbreyttara samfélagi þar sem er að koma fólk frá alls konar löndum. Ef við ýtum þeim út erum við að búa til ný vandamál í framtíðinni. Þess vegna er inngilding svona mikilvæg og að fólk fái að taka þátt. Það er ekki nóg að taka við fólki heldur verður það að fá að taka þátt í samfélaginu og upplifa að það fái sömu tækifæri. Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum.“ Geðheilbrigði Fjarðabyggð Lögreglumál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Tengdar fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, átti samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skarar skríða. 6. febrúar 2025 09:51 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira
Greint var frá því í Morgunblaðinu í morgun að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, hafi átt samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skara skríða. Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar, segir að vinna þurfi mun betur að forvörnum í geðheilbrigðismálum.Geðhjálp Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins að á einu ári hafi Alfreð þrisvar verið úrskurðaður í nauðungarvistun, meðal annars í tólf vikur frá 6. júní. Hann átti því ekki að ganga laus 21. ágúst þegar voðaverkið var framið. „Ef fólk einangrast og á enga samleið með öðru fólki eða á ekki í sig og á, eða þak yfir höfuðið og upplifir enga samkennd þá getur hver sem er orði hættulegur,“ segir Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar. Hún nefnir að maður á fertugsaldri, sem banaði tíu námsmönnum í Svíþjóð á þriðjudag, hafi verið mikill einfari og staðið illa félagslega. „Við megum ekki láta neinn verða út undan þannig að það er ekki nóg að setja fjármagn í eitthvað. Það verður að hugsa hvað við setjum það í. Við í Geðhjálp höfum líka verið að leggja áherslu á það að fjölga jafningjastarfsmönnum því þeir nálgast fólk á manneskjulegan hátt og setja mennskuna í forgrunn,“ segir Elín Ebba. „Við erum ofsalega oft að beina fólki á einhverja ákveðna braut í ákveðna kassa. Það er ofslaega oft sem fólkið sem ekki fittar í þessa kassa sem við erum búin að búa til sem verður svona utanveltu.“ Oft sé gott að búa í litlum samfélögum, þar sem nágrannar haldi oft betur hvor um annan. „En ef enginn bregst við og það er látið aðgerðalaust þýðir ekkert að hrópa á torgum og segja: Við þurfum fleiri vistunarpláss ef við sem samfélag erum að ýta út fólki og leyfum því ekki að eiga samleið,“ segir Elín Ebba. „Við búum núna í miklu fjölbreyttara samfélagi þar sem er að koma fólk frá alls konar löndum. Ef við ýtum þeim út erum við að búa til ný vandamál í framtíðinni. Þess vegna er inngilding svona mikilvæg og að fólk fái að taka þátt. Það er ekki nóg að taka við fólki heldur verður það að fá að taka þátt í samfélaginu og upplifa að það fái sömu tækifæri. Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum.“
Geðheilbrigði Fjarðabyggð Lögreglumál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Tengdar fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, átti samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skarar skríða. 6. febrúar 2025 09:51 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira
Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, átti samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skarar skríða. 6. febrúar 2025 09:51