Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar 6. febrúar 2025 12:31 Í dag er dagur leikskólans og því ber að fagna. Því miður þó í skugga verkfalla þetta árið. Ég er leikskólakennari og hef alltaf verið stolt af því. Undanfarin ár hef ég sinnt útinámi gegnum ævintýraferðir út í náttúruna og ég hef hiklaust talað um starfið mitt sem besta starf í heimi. En gæti kannski hver sem er sinnt starfinu mínu? Skiptir einhverju máli að ég er kennaramenntuð? Getur ekki bara hver sem er farið út að leika með börnum? Þarf það að vera fagmenntaður aðili? Vissulega geta margir hugsað um börn og sinnt þeim vel. Fullt af fólki hefur gott lag á börnum og nær vel til þeirra. Margir geta sýnt börnum umhyggju, hlegið með þeim og huggað, hjálpað þeim að klæða sig og gætt að öryggi þeirra. Ásamt mörgu fleiru góðu og gagnlegu. En hvað hefur kennari fram að færa umfram alla þessa mikilvægu þætti? Hvaða máli skiptir kennari í uppeldi og menntun barna? Felst það ekki helst í fagmennskunni? En hvað er fagmennska og skiptir hún máli? Fagmennska er áhugavert fyrirbrigði og hún verður ekki til á einni nóttu. Fagmennska verður til úr blöndu af mörgu og eitt af því mikilvægasta er sérfræðiþekking. Sérfræðiþekking kennara verður að miklu leyti til í gegnum langt og strangt háskólanám. Reynsla úr skólastarfi er líka mikilvæg í þróun fagmennskunnar, sérstaklega samhliða öðru fagfólki. Símenntun í fjölbreyttu formi er líka mikilvægur þáttur í þróun fagmennsku kennara, enda megum við ekki staðna þegar kemur að sérþekkingu okkar. Því eru ótal námskeið, málþing og ráðstefnur, fundir og fyrirlestrar ásamt íhugun og ígrundun einnig mikilvæg í þróun fagmennskunnar. En hvernig birtist fagmennska í daglegu starfi með börnum og af hverju skiptir hún máli? Í starfi útikennara birtist hún m.a. í því hvernig við bjóðum upp á örvandi námsumhverfi sem ýtir undir fjölbreytt nám og merkingarbæra reynslu. Hún birtist í því hvernig við sjáum námstækifæri í hversdagslegu umhverfinu. Hvernig drullupollurinn á leiðinni getur verið uppspretta fjölbreytts náms, hvernig við getum notað skuggana frá sólinni til að læra, hvernig nýfallinn snjór getur verið efniviður til sköpunar og þekkingarleitar, hvernig rigningin og rokið bjóða upp á fjölbreytta skynjun og nám í gegnum leik, hvernig dáinn fugl getur verið kveikjan að mikilvægu námsferli eða hvernig brotin grein getur verið besta leikfang í heimi með ótakmarkaða möguleika. Fagmennska útikennara birtist í því hvernig við sköpum rými og tíma fyrir nám í gegnum samfelldan leik úti í náttúrunni og styðjum við þekkingarleit barna gegnum hvatningu og opnar spurningar. Hvernig við gefum þeim næði til að rannsaka og læra gegnum eigin uppgötvanir, hvernig við leiðbeinum án þess að stýra þegar upp koma vangaveltur og hugmyndir. Fagmennskan birtist líka í samskiptunum, hvernig við tölum við börnin, hvaða nálgun við notum og hvernig við sýnum umhyggju, aga og festu. Hvernig við veitum þeim öryggi en um leið frelsi til að þroskast og læra gegnum leik og samskipti. Hún birtist í því hvernig við notum hvatningu og stuðning á þann hátt sem eflir sjálfstraust og styrkir sjálfsmyndina. Hún birtist í því hvernig við styðjum og eflum félagsþroska með því að skapa uppbyggilegar aðstæður fyrir leik og samskipti, gefum börnunum rými til að æfa sig þegar upp koma árekstrar en erum tilbúin að leiðbeina og miðla málum þegar þess þarf. Fagmennska útikennara birtist í því hvernig við eflum alhliða þroska gegnum aðferðarfræði leikskólastigsins – að læra gegnum leik. Hvernig við styrkjum hljóðkerfisvitundina og eflum málþroska gegnum samtöl, söng, vísur og leiki. Hvernig við eflum hreyfiþroska, styrk, seiglu og þrautseigju gegnum gönguferðir, hlaup, klifur og slökun úti í náttúrunni. Hvernig við styðjum við sköpunargáfuna og hugmyndaflugið gegnum listsköpun og uppgötvunarnám. Fagmennskan birtist líka í því hvernig við eflum tilfinningaþroska og samkennd sem hópur og hluti af heild. Hvernig við styðjum hvert annað, huggum og hvetjum. Hvernig við eflum tengslin við náttúruna, mennskuna og hvort annað. Í stuttu máli styður kennari við nám barna gegnum þær faglegu aðferðir sem hann býr yfir. Með fagmennsku sinni sér kennari námstækifæri í umhverfinu og aðstæðunum sem ekki allir aðrir sjá. Í því felst sérstaða fagmennskunnar. Ég veit að við kennarar búum yfir mikilvægri sérfræðiþekkingu sem nýtist börnum á hverjum degi og ég sjálf fæ að njóta minnar fagmennsku gegnum útinámið og starf mitt sem leikskólakennari. Ég vona hins vegar að mikilvægi fagmennsku og sérfræðiþekkingar kennara verði metin að verðleikum hjá viðsemjendum okkar og samfélaginu sem fyrst, áður en fleiri kennarar hverfa úr skólakerfinu. Því hvað er skóli án fagmennsku? Hvað er skóli án kennara? Er það ekki bara bygging? Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag er dagur leikskólans og því ber að fagna. Því miður þó í skugga verkfalla þetta árið. Ég er leikskólakennari og hef alltaf verið stolt af því. Undanfarin ár hef ég sinnt útinámi gegnum ævintýraferðir út í náttúruna og ég hef hiklaust talað um starfið mitt sem besta starf í heimi. En gæti kannski hver sem er sinnt starfinu mínu? Skiptir einhverju máli að ég er kennaramenntuð? Getur ekki bara hver sem er farið út að leika með börnum? Þarf það að vera fagmenntaður aðili? Vissulega geta margir hugsað um börn og sinnt þeim vel. Fullt af fólki hefur gott lag á börnum og nær vel til þeirra. Margir geta sýnt börnum umhyggju, hlegið með þeim og huggað, hjálpað þeim að klæða sig og gætt að öryggi þeirra. Ásamt mörgu fleiru góðu og gagnlegu. En hvað hefur kennari fram að færa umfram alla þessa mikilvægu þætti? Hvaða máli skiptir kennari í uppeldi og menntun barna? Felst það ekki helst í fagmennskunni? En hvað er fagmennska og skiptir hún máli? Fagmennska er áhugavert fyrirbrigði og hún verður ekki til á einni nóttu. Fagmennska verður til úr blöndu af mörgu og eitt af því mikilvægasta er sérfræðiþekking. Sérfræðiþekking kennara verður að miklu leyti til í gegnum langt og strangt háskólanám. Reynsla úr skólastarfi er líka mikilvæg í þróun fagmennskunnar, sérstaklega samhliða öðru fagfólki. Símenntun í fjölbreyttu formi er líka mikilvægur þáttur í þróun fagmennsku kennara, enda megum við ekki staðna þegar kemur að sérþekkingu okkar. Því eru ótal námskeið, málþing og ráðstefnur, fundir og fyrirlestrar ásamt íhugun og ígrundun einnig mikilvæg í þróun fagmennskunnar. En hvernig birtist fagmennska í daglegu starfi með börnum og af hverju skiptir hún máli? Í starfi útikennara birtist hún m.a. í því hvernig við bjóðum upp á örvandi námsumhverfi sem ýtir undir fjölbreytt nám og merkingarbæra reynslu. Hún birtist í því hvernig við sjáum námstækifæri í hversdagslegu umhverfinu. Hvernig drullupollurinn á leiðinni getur verið uppspretta fjölbreytts náms, hvernig við getum notað skuggana frá sólinni til að læra, hvernig nýfallinn snjór getur verið efniviður til sköpunar og þekkingarleitar, hvernig rigningin og rokið bjóða upp á fjölbreytta skynjun og nám í gegnum leik, hvernig dáinn fugl getur verið kveikjan að mikilvægu námsferli eða hvernig brotin grein getur verið besta leikfang í heimi með ótakmarkaða möguleika. Fagmennska útikennara birtist í því hvernig við sköpum rými og tíma fyrir nám í gegnum samfelldan leik úti í náttúrunni og styðjum við þekkingarleit barna gegnum hvatningu og opnar spurningar. Hvernig við gefum þeim næði til að rannsaka og læra gegnum eigin uppgötvanir, hvernig við leiðbeinum án þess að stýra þegar upp koma vangaveltur og hugmyndir. Fagmennskan birtist líka í samskiptunum, hvernig við tölum við börnin, hvaða nálgun við notum og hvernig við sýnum umhyggju, aga og festu. Hvernig við veitum þeim öryggi en um leið frelsi til að þroskast og læra gegnum leik og samskipti. Hún birtist í því hvernig við notum hvatningu og stuðning á þann hátt sem eflir sjálfstraust og styrkir sjálfsmyndina. Hún birtist í því hvernig við styðjum og eflum félagsþroska með því að skapa uppbyggilegar aðstæður fyrir leik og samskipti, gefum börnunum rými til að æfa sig þegar upp koma árekstrar en erum tilbúin að leiðbeina og miðla málum þegar þess þarf. Fagmennska útikennara birtist í því hvernig við eflum alhliða þroska gegnum aðferðarfræði leikskólastigsins – að læra gegnum leik. Hvernig við styrkjum hljóðkerfisvitundina og eflum málþroska gegnum samtöl, söng, vísur og leiki. Hvernig við eflum hreyfiþroska, styrk, seiglu og þrautseigju gegnum gönguferðir, hlaup, klifur og slökun úti í náttúrunni. Hvernig við styðjum við sköpunargáfuna og hugmyndaflugið gegnum listsköpun og uppgötvunarnám. Fagmennskan birtist líka í því hvernig við eflum tilfinningaþroska og samkennd sem hópur og hluti af heild. Hvernig við styðjum hvert annað, huggum og hvetjum. Hvernig við eflum tengslin við náttúruna, mennskuna og hvort annað. Í stuttu máli styður kennari við nám barna gegnum þær faglegu aðferðir sem hann býr yfir. Með fagmennsku sinni sér kennari námstækifæri í umhverfinu og aðstæðunum sem ekki allir aðrir sjá. Í því felst sérstaða fagmennskunnar. Ég veit að við kennarar búum yfir mikilvægri sérfræðiþekkingu sem nýtist börnum á hverjum degi og ég sjálf fæ að njóta minnar fagmennsku gegnum útinámið og starf mitt sem leikskólakennari. Ég vona hins vegar að mikilvægi fagmennsku og sérfræðiþekkingar kennara verði metin að verðleikum hjá viðsemjendum okkar og samfélaginu sem fyrst, áður en fleiri kennarar hverfa úr skólakerfinu. Því hvað er skóli án fagmennsku? Hvað er skóli án kennara? Er það ekki bara bygging? Höfundur er leikskólakennari.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar