„Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Siggeir Ævarsson skrifar 6. febrúar 2025 21:46 Jóhann Árni Ólafsson stýrði Grindavík í kvöld í fjarveru nafna síns. Líkt og í þessum leik á myndinni var Daníel Guðni honum til aðstoðar UMFG Jóhann Árni Ólafsson stýrði liði Grindavíkur í kvöld í fjarveru Jóhanns Þórs og landaði góðum sigri í Þorlákshöfn 95-104. Jeremy Pargo kom sterkur inn og stýrði sóknarleik Grindvíkinga af yfirvegun Grindvíkingar voru svolítið seinir í gang og virtust ekki alveg ná að finna taktinn en voru fljótir að snúa leiknum sér í hag. „Hæg byrjun en svo fundum við leið til að koma orkunni í gang. Mikil orka frá strákunum inn af bekknum sem hjálpaði okkur mikið í fyrri hálfleik að koma forystunni upp. Mikið hrós á þá og við eigum meira inni á bekknum. Ég hlakka til að sjá framhaldið á þessu.“ Grindvíkingar hafa oft virkað ansi pirraðir og illa stemmdir andlega í vetur en það var engu líkara en það væri töluvert léttara yfir mönnum í kvöld og Jóhann þakkaði það meðal annars innkomu Jeremy Pargo í liðið og hans nærveru á æfingum í vikunni. „Það er rétt metið hjá þér. Æfingavikan var mjög góð. Það er náttúrulega rosalega mikil innkoma í Jeremy hjá okkur og æfingarnar urðu mjög kröftugar. Mér fannst svolítið augljóst eftir Stjörnuleikinn í síðustu umferð hvað var að og við fórum í vegferð að laga það. Það vonandi skein í gegn en við eigum ennþá langa leið framundan.“ Pargo spilaði næst mest Grindvíkinga í kvöld og var næst stigahæstur. Hann verður 39 ára í næsta mánuði en ber það ekki með sér að vera að detta á fimmtugsaldur, eða hvað? „Ber það með sér og ekki, 25 ára Pargo væri ekki á Íslandi sko. Ótrúleg gæði í honum. Kemur með ró inn í hópinn og ég bara hlakka til að halda áfram að vinna með honum.“ Allir græða á komu Pargo Pargo og DeAndre Kane eru gamlir liðsfélagar og lá því beinast við að spyrja hvort Pargo væri fullkominn liðsfélaga fyrir Kane til að stilla hann aðeins af andlega. Jóhann vildi þó ekki gera of mikið úr þeirra sambandi heldur lagði áherslu á áhrif Pargo á liðið í heild. „Ég held bara að það sé gott fyrir liðið að vera með svona leikstjórnanda. Mann sem sér hlutina vel og hefur ró og veit hvað við viljum fá. Ég „held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ í liðinu sínu.“ Þrátt fyrir að Pargo komi með ró inn í sóknarleikinn var sannarlega engin ró yfir varnarleik Grindvíkinga en Jóhann var ekki viss um hvernig hann gæti fengið sína menn til að spila næstu leiki af sama krafti. „Það er náttúrulega bara góð spurning. Ef ég vissi svarið þá væri ég ríkur maður. Við ætlum bara að halda áfram að hafa æfingavikuna eins og hún var. Við erum mikið af mönnum sem vilja spila. Við erum með menn í dag sem spiluðu ekki sem eru mjög frambærilegir körfuboltamenn og eiga skilið að spila í þessari deild. Það er bara vonandi að allir séu á tánum og ýti hver öðrum áfram til að koma sér á völlinn því þar vilja allir vera.“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, og Ólafur Ólafsson, fyrirliði liðsins, voru ekki með liðinu í kvöld en faðir þeirra, Ólafur Þór Jóhannsson, féll óvænt frá um helgina. Jóhann Árni sagði liðið standa þétt á bakvið þá bræður og þeir myndu fá þann tíma og svigrúm sem þeir þurfa. „Ég bara votta fjölskyldunni samúð. Við sem lið stöndum fyllilega á bakvið þá. Daníel kemur inn sem aðstoðarþjálfari í dag sem vinur og fyrrum kollegi Jóhanns og hefur þjálfað Óla. Þeir fá þann tíma sem þeir þurfa í þetta. Það er misjafnt hvernig menn vilja díla við svona hluti. Hvort þeir þurfi tíma eða hella sér út í verkefni og við búum bara til umhverfi sem þeim líður vel í. Við tökum á móti þeim þegar þeir koma en menn þurfa tíma þegar svona áföll verða.“ Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Grindvíkingar voru svolítið seinir í gang og virtust ekki alveg ná að finna taktinn en voru fljótir að snúa leiknum sér í hag. „Hæg byrjun en svo fundum við leið til að koma orkunni í gang. Mikil orka frá strákunum inn af bekknum sem hjálpaði okkur mikið í fyrri hálfleik að koma forystunni upp. Mikið hrós á þá og við eigum meira inni á bekknum. Ég hlakka til að sjá framhaldið á þessu.“ Grindvíkingar hafa oft virkað ansi pirraðir og illa stemmdir andlega í vetur en það var engu líkara en það væri töluvert léttara yfir mönnum í kvöld og Jóhann þakkaði það meðal annars innkomu Jeremy Pargo í liðið og hans nærveru á æfingum í vikunni. „Það er rétt metið hjá þér. Æfingavikan var mjög góð. Það er náttúrulega rosalega mikil innkoma í Jeremy hjá okkur og æfingarnar urðu mjög kröftugar. Mér fannst svolítið augljóst eftir Stjörnuleikinn í síðustu umferð hvað var að og við fórum í vegferð að laga það. Það vonandi skein í gegn en við eigum ennþá langa leið framundan.“ Pargo spilaði næst mest Grindvíkinga í kvöld og var næst stigahæstur. Hann verður 39 ára í næsta mánuði en ber það ekki með sér að vera að detta á fimmtugsaldur, eða hvað? „Ber það með sér og ekki, 25 ára Pargo væri ekki á Íslandi sko. Ótrúleg gæði í honum. Kemur með ró inn í hópinn og ég bara hlakka til að halda áfram að vinna með honum.“ Allir græða á komu Pargo Pargo og DeAndre Kane eru gamlir liðsfélagar og lá því beinast við að spyrja hvort Pargo væri fullkominn liðsfélaga fyrir Kane til að stilla hann aðeins af andlega. Jóhann vildi þó ekki gera of mikið úr þeirra sambandi heldur lagði áherslu á áhrif Pargo á liðið í heild. „Ég held bara að það sé gott fyrir liðið að vera með svona leikstjórnanda. Mann sem sér hlutina vel og hefur ró og veit hvað við viljum fá. Ég „held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ í liðinu sínu.“ Þrátt fyrir að Pargo komi með ró inn í sóknarleikinn var sannarlega engin ró yfir varnarleik Grindvíkinga en Jóhann var ekki viss um hvernig hann gæti fengið sína menn til að spila næstu leiki af sama krafti. „Það er náttúrulega bara góð spurning. Ef ég vissi svarið þá væri ég ríkur maður. Við ætlum bara að halda áfram að hafa æfingavikuna eins og hún var. Við erum mikið af mönnum sem vilja spila. Við erum með menn í dag sem spiluðu ekki sem eru mjög frambærilegir körfuboltamenn og eiga skilið að spila í þessari deild. Það er bara vonandi að allir séu á tánum og ýti hver öðrum áfram til að koma sér á völlinn því þar vilja allir vera.“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, og Ólafur Ólafsson, fyrirliði liðsins, voru ekki með liðinu í kvöld en faðir þeirra, Ólafur Þór Jóhannsson, féll óvænt frá um helgina. Jóhann Árni sagði liðið standa þétt á bakvið þá bræður og þeir myndu fá þann tíma og svigrúm sem þeir þurfa. „Ég bara votta fjölskyldunni samúð. Við sem lið stöndum fyllilega á bakvið þá. Daníel kemur inn sem aðstoðarþjálfari í dag sem vinur og fyrrum kollegi Jóhanns og hefur þjálfað Óla. Þeir fá þann tíma sem þeir þurfa í þetta. Það er misjafnt hvernig menn vilja díla við svona hluti. Hvort þeir þurfi tíma eða hella sér út í verkefni og við búum bara til umhverfi sem þeim líður vel í. Við tökum á móti þeim þegar þeir koma en menn þurfa tíma þegar svona áföll verða.“
Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik