Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar 7. febrúar 2025 13:31 Ég brá mér í laugina í liðinni viku og datt þar í spjall við áhugasama menntiskælinga sem eru í hópi þess unga fólks sem langar að vita meira um Jesú. Það eykur mér trú á heilagan anda jafnt sem mannsandann að kynslóðin sem fæddist inn í ritskoðað almannarými skuli, líkt og rætt er í fjölmiðlum, rísa upp og ganga sjálf eftir því að fá sín Nýjatestamennti og trúfræðslu eftir allt saman! Annað gleðilegt og ögn fyndið fyrirbrigði í menningu dagsins er líka það, sem ég hygg að margir prestar fleiri en ég þekki af vettvangi, að ítrekað er maður að skíra hjá ungum foreldrum tvö börn í einu. Fyrst eldra barnið sem ekki var látið verða af að skíra strax og svo nýfædda barnið. Ömmur og afar anda léttar, hátíð í loftinu og fólk komið í sparifötin. Þá reynir á prestinn að finna út úr því hvernig eigi að orða með sanngjörnum hætti fyrir fjögurra eða fimm ára rolling hvað sé á döfinni. Í sjálfu sér er það þó mjög einfalt og blasir einmitt svo fallega við hjá unga fólkinu okkar sem nú leitar til kirkjunnar; Það kemur með vinum sínum. Andi Guðs starfar í kærleika og skapar samfélag vináttu. Þess vegna er ekkert flókið að útskýra fyrir málþroska skírnarbarni hvað sé í gangi. Þegar búið er að segja söguna sem alltaf er rifjuð upp við barnsskírn, þegar lærisveinarnir vildu varna börnum aðgöngu að Jesú svo honum sárnaði og sagði „Leyfið börnunum að koma til mín og varnið þeim eigi, þeirra er Guðs ríki“, þá er einfalt að spyrja: Vilt þú vera með í vinafélagi Jesú? --- Trúin á Jesú er ekki flókin. Hún er ekki kenning eða aðferð heldur vinátta. Trúin er ekki að vera handviss um eitthvað guðlegt og haga sér samkvæmt reglum heldur er hún, eins og öll sönn vinátta, stöðug uppgötvun. Þegar ég reyni að útskýra trúna fyrir ungu fólki ræði ég ekki síst um þrennt: Ég tala um feginleikann og sálarróna sem fylgir því að uppgötva að maður er samþykktur og elskaður af Guði um alla eilífð.[1] Ég segi frá því sem Biblían miðlar, að vegna Jesú megum við treysta því að Guð sé í öllu og allt sé í Guði sem elskar sköpunarverkið og mun ekki sleppa hendi sinni af því.[2] Ég ræði um nýju lífsmöguleikana sem fylgja því að elska allt fólk sem systkini ásamt öllu sköpuðu, hafna ofbeldi og kúgun en varðveita mannlega reisn eins og Jesús gerði.[3] Þannig skil ég trúna sem vináttu við eigin persónu, sköpunarverkið og Guð. Kristið fólk er ekki betra en annað fólk og kristinn siður ber sig ekki saman við aðra siði nema þá til þess að læra meira. Félags-pólitísk áhrif kristinnar trúar hljóta þó ætíð að vera þau sem Reinhold Niebuhr, höfundur æðruleysisbænarinnar lýsti; að auka félagsauð og draga úr hroka. Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] Jóhannesaguðspjall 1.12-13. [2] Kólossoubréfið 1.15-20. [3] Matteusarguðspjall 26.47-56. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Trúmál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Ég brá mér í laugina í liðinni viku og datt þar í spjall við áhugasama menntiskælinga sem eru í hópi þess unga fólks sem langar að vita meira um Jesú. Það eykur mér trú á heilagan anda jafnt sem mannsandann að kynslóðin sem fæddist inn í ritskoðað almannarými skuli, líkt og rætt er í fjölmiðlum, rísa upp og ganga sjálf eftir því að fá sín Nýjatestamennti og trúfræðslu eftir allt saman! Annað gleðilegt og ögn fyndið fyrirbrigði í menningu dagsins er líka það, sem ég hygg að margir prestar fleiri en ég þekki af vettvangi, að ítrekað er maður að skíra hjá ungum foreldrum tvö börn í einu. Fyrst eldra barnið sem ekki var látið verða af að skíra strax og svo nýfædda barnið. Ömmur og afar anda léttar, hátíð í loftinu og fólk komið í sparifötin. Þá reynir á prestinn að finna út úr því hvernig eigi að orða með sanngjörnum hætti fyrir fjögurra eða fimm ára rolling hvað sé á döfinni. Í sjálfu sér er það þó mjög einfalt og blasir einmitt svo fallega við hjá unga fólkinu okkar sem nú leitar til kirkjunnar; Það kemur með vinum sínum. Andi Guðs starfar í kærleika og skapar samfélag vináttu. Þess vegna er ekkert flókið að útskýra fyrir málþroska skírnarbarni hvað sé í gangi. Þegar búið er að segja söguna sem alltaf er rifjuð upp við barnsskírn, þegar lærisveinarnir vildu varna börnum aðgöngu að Jesú svo honum sárnaði og sagði „Leyfið börnunum að koma til mín og varnið þeim eigi, þeirra er Guðs ríki“, þá er einfalt að spyrja: Vilt þú vera með í vinafélagi Jesú? --- Trúin á Jesú er ekki flókin. Hún er ekki kenning eða aðferð heldur vinátta. Trúin er ekki að vera handviss um eitthvað guðlegt og haga sér samkvæmt reglum heldur er hún, eins og öll sönn vinátta, stöðug uppgötvun. Þegar ég reyni að útskýra trúna fyrir ungu fólki ræði ég ekki síst um þrennt: Ég tala um feginleikann og sálarróna sem fylgir því að uppgötva að maður er samþykktur og elskaður af Guði um alla eilífð.[1] Ég segi frá því sem Biblían miðlar, að vegna Jesú megum við treysta því að Guð sé í öllu og allt sé í Guði sem elskar sköpunarverkið og mun ekki sleppa hendi sinni af því.[2] Ég ræði um nýju lífsmöguleikana sem fylgja því að elska allt fólk sem systkini ásamt öllu sköpuðu, hafna ofbeldi og kúgun en varðveita mannlega reisn eins og Jesús gerði.[3] Þannig skil ég trúna sem vináttu við eigin persónu, sköpunarverkið og Guð. Kristið fólk er ekki betra en annað fólk og kristinn siður ber sig ekki saman við aðra siði nema þá til þess að læra meira. Félags-pólitísk áhrif kristinnar trúar hljóta þó ætíð að vera þau sem Reinhold Niebuhr, höfundur æðruleysisbænarinnar lýsti; að auka félagsauð og draga úr hroka. Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] Jóhannesaguðspjall 1.12-13. [2] Kólossoubréfið 1.15-20. [3] Matteusarguðspjall 26.47-56.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun