Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Kjartan Kjartansson skrifar 7. febrúar 2025 15:55 Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, þegar mál gegn honum og Einari bróður hans var rekið í Héraðsdómi Reykjavíkur á meðan sóttvarnaraðgerðir vegna Covid-faraldursins stóðu enn yfir árið 2022. Vísir/Vilhelm Málflutningur í fjársvikamáli bræðra sem stýrðu trúfélaginu Zuism í Hæstarétti fer fram 19. febrúar. Skylt var að veita þeim áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar þar sem sýknudómi þeirra í héraði var snúið við í Landsrétti. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson og Einar Ágústsson voru ákærðir fyrir að svíkja á níunda tug milljóna króna út úr ríkissjóði í formi sóknargjalda sem voru greidd Zuism, trúfélagi þeirra. Zuism hafi ekki uppfyllt skilyrði laga fyrir skráningu sem trúfélag en þeir hafi blekkt um fyrir ríkinu um það. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði bræðurna af ákæru héraðssaksóknara og hafnaði kröfu um upptöku á fjármunum félaga í þeirra eigu. Landsréttur sneri dómnum við og sakfelldi þá fyrir fjársvik og peningaþvætti í mars 2022. Ágúst Arnar, sem var forstöðumaður Zuism, hlaut tveggja ára fangelsisdóm en Einar átján mánuði. Landsréttur féllst einnig á upptökukröfurnar á hendur Zuism, EAF ehf. og Threescore LLC. Kröfu sína um áfrýjunarleyfi byggðu bræðurnir meðal annars á að málið hefði verulega almenna þýðingu um skráningarskilyrði trúfélaga, skyldur og ábyrgð forstöðumanna þeirra auk trú- og félagafrelsis meðlima trúfélaga. Þá hefði það almenna þýðingu varðandi túlkun og beitingu á fjársvikaákvæði hegningarlaga. Hæstiréttur féllst á kröfuna á grundvelli ákvæðis laga um meðferð sakamála sem skikkar réttinn til þess að veita slíkt leyfi þegar sýknudómi í héraði er snúið við í Landsrétti. Undatekning á þeirri reglu er ef Hæstiréttur telur ljóst að áfrýjun verði ekki til þess að breyta dómi Landsréttar. „Þar sem slíku verður ekki slegið föstu verða beiðnir um áfrýjunarleyfi samþykktar,“ sagði í ákvörðun Hæstaréttar um leyfin í júní. Enn skráð sem trúfélag Zuism var um tíma eitt fjölmennasta trúfélag landsins eftir að hópur, ótengdur bræðrunum, tók tímabundið yfir rekstur þess og lofaði að endurgreiða meðlimum sóknargjöld sem það fengi frá ríkinu. Yfir þrjú þúsund manns voru skráðir í félagið þegar mest lét. Fjársvik bræðranna áttu sér stað eftir að þeir náðu aftur yfirráðum í félaginu sem fékk þá um 85 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. Ákæruvaldið hélt því fram að þeir hefðu nýtt sér fjármunina að miklu leyti í eigin þágu og félaga í þeirra eigu. Persónuleg neysla Ágústs Arnars hafi til dæmis verið að stórum hluta verið fjármögnuð með debetkorti Zuism. Enn eru hundruð manna skráð í Zuism samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Sóknargjöld félagsins hafa þó verið fryst í fimm ár vegna efasemda sýslumannsins á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum, um að Zuism uppfylli skilyrði laga um slík félög. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir sýslumannsembættið að Zuism sé enn skráð trúfélag. Spurningum um hvort til stæði að afskrá félagið í ljósi fjársvikadómsins yfir forsvarsmönnum þess og að sóknargjöld hefðu ekki verið greidd um árabil var ekki svarað. „Félagið er enn skráð sem trúfélag og ef breyting verður á því verður það mál ekki verða rekið í fjölmiðlum,“ segir í svari embættisins. Fékk annað fjársvikamál endurupptekið en var synjað um áfrýjunarleyfi Einar Ágústsson hlaut þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm fyrir stórfelld fjársvik í Landsrétti árið 2018. Hann var sakfelldur fyrir að svíkja um 74 milljónir króna út úr fjórum einstaklingum með því að látast reka fjárfestingarsjóð. Dómurinn í málinu var tekin upp þar sem einn dómaranna var á meðal þeirra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði ólöglega. Landsréttur dæmdi Einar í þriggja ára fangelsi fyrir brotin þegar mál hans var tekið aftur fyrir í október árið 2023. Hæstiréttur synjaði Einari um áfrýjunarleyfi í janúar í fyrra og stóð því dómur Landsréttar yfir honum. Zuism Trúmál Stjórnsýsla Dómsmál Tengdar fréttir Vilja koma böndum á bókhald trúfélaga Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem ætlað er að auka kröfur á forsvarsmenn trúfélaga, lífsskoðunarfélaga, sjóða og stofnana varðandi utanumhald reksturs. Það regluverk sem gildir um slík félög hér á landi þykir skapa verulega hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 27. mars 2024 21:41 Ósannað að blekkingar hafi skilað zúistabræðrum milljónum Tveir bræður sem reka trúfélagið Zuism voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti þar sem ósannað var talið að meintar blekkingar þeirra hafi verið ástæða þess að ríkið greiddi þeim tugi milljóna króna í sóknargjöld. 9. maí 2022 15:51 Gat litlu svarað um fjármál Zuism og ráðstöfun fjármuna Fátt var um svör og skýringar þegar Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, var spurður út í fjármál félagsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst og bróðir hans Einar eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 25. febrúar 2022 13:24 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Þeir Ágúst Arnar Ágústsson og Einar Ágústsson voru ákærðir fyrir að svíkja á níunda tug milljóna króna út úr ríkissjóði í formi sóknargjalda sem voru greidd Zuism, trúfélagi þeirra. Zuism hafi ekki uppfyllt skilyrði laga fyrir skráningu sem trúfélag en þeir hafi blekkt um fyrir ríkinu um það. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði bræðurna af ákæru héraðssaksóknara og hafnaði kröfu um upptöku á fjármunum félaga í þeirra eigu. Landsréttur sneri dómnum við og sakfelldi þá fyrir fjársvik og peningaþvætti í mars 2022. Ágúst Arnar, sem var forstöðumaður Zuism, hlaut tveggja ára fangelsisdóm en Einar átján mánuði. Landsréttur féllst einnig á upptökukröfurnar á hendur Zuism, EAF ehf. og Threescore LLC. Kröfu sína um áfrýjunarleyfi byggðu bræðurnir meðal annars á að málið hefði verulega almenna þýðingu um skráningarskilyrði trúfélaga, skyldur og ábyrgð forstöðumanna þeirra auk trú- og félagafrelsis meðlima trúfélaga. Þá hefði það almenna þýðingu varðandi túlkun og beitingu á fjársvikaákvæði hegningarlaga. Hæstiréttur féllst á kröfuna á grundvelli ákvæðis laga um meðferð sakamála sem skikkar réttinn til þess að veita slíkt leyfi þegar sýknudómi í héraði er snúið við í Landsrétti. Undatekning á þeirri reglu er ef Hæstiréttur telur ljóst að áfrýjun verði ekki til þess að breyta dómi Landsréttar. „Þar sem slíku verður ekki slegið föstu verða beiðnir um áfrýjunarleyfi samþykktar,“ sagði í ákvörðun Hæstaréttar um leyfin í júní. Enn skráð sem trúfélag Zuism var um tíma eitt fjölmennasta trúfélag landsins eftir að hópur, ótengdur bræðrunum, tók tímabundið yfir rekstur þess og lofaði að endurgreiða meðlimum sóknargjöld sem það fengi frá ríkinu. Yfir þrjú þúsund manns voru skráðir í félagið þegar mest lét. Fjársvik bræðranna áttu sér stað eftir að þeir náðu aftur yfirráðum í félaginu sem fékk þá um 85 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. Ákæruvaldið hélt því fram að þeir hefðu nýtt sér fjármunina að miklu leyti í eigin þágu og félaga í þeirra eigu. Persónuleg neysla Ágústs Arnars hafi til dæmis verið að stórum hluta verið fjármögnuð með debetkorti Zuism. Enn eru hundruð manna skráð í Zuism samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Sóknargjöld félagsins hafa þó verið fryst í fimm ár vegna efasemda sýslumannsins á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum, um að Zuism uppfylli skilyrði laga um slík félög. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir sýslumannsembættið að Zuism sé enn skráð trúfélag. Spurningum um hvort til stæði að afskrá félagið í ljósi fjársvikadómsins yfir forsvarsmönnum þess og að sóknargjöld hefðu ekki verið greidd um árabil var ekki svarað. „Félagið er enn skráð sem trúfélag og ef breyting verður á því verður það mál ekki verða rekið í fjölmiðlum,“ segir í svari embættisins. Fékk annað fjársvikamál endurupptekið en var synjað um áfrýjunarleyfi Einar Ágústsson hlaut þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm fyrir stórfelld fjársvik í Landsrétti árið 2018. Hann var sakfelldur fyrir að svíkja um 74 milljónir króna út úr fjórum einstaklingum með því að látast reka fjárfestingarsjóð. Dómurinn í málinu var tekin upp þar sem einn dómaranna var á meðal þeirra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði ólöglega. Landsréttur dæmdi Einar í þriggja ára fangelsi fyrir brotin þegar mál hans var tekið aftur fyrir í október árið 2023. Hæstiréttur synjaði Einari um áfrýjunarleyfi í janúar í fyrra og stóð því dómur Landsréttar yfir honum.
Zuism Trúmál Stjórnsýsla Dómsmál Tengdar fréttir Vilja koma böndum á bókhald trúfélaga Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem ætlað er að auka kröfur á forsvarsmenn trúfélaga, lífsskoðunarfélaga, sjóða og stofnana varðandi utanumhald reksturs. Það regluverk sem gildir um slík félög hér á landi þykir skapa verulega hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 27. mars 2024 21:41 Ósannað að blekkingar hafi skilað zúistabræðrum milljónum Tveir bræður sem reka trúfélagið Zuism voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti þar sem ósannað var talið að meintar blekkingar þeirra hafi verið ástæða þess að ríkið greiddi þeim tugi milljóna króna í sóknargjöld. 9. maí 2022 15:51 Gat litlu svarað um fjármál Zuism og ráðstöfun fjármuna Fátt var um svör og skýringar þegar Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, var spurður út í fjármál félagsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst og bróðir hans Einar eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 25. febrúar 2022 13:24 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Vilja koma böndum á bókhald trúfélaga Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem ætlað er að auka kröfur á forsvarsmenn trúfélaga, lífsskoðunarfélaga, sjóða og stofnana varðandi utanumhald reksturs. Það regluverk sem gildir um slík félög hér á landi þykir skapa verulega hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 27. mars 2024 21:41
Ósannað að blekkingar hafi skilað zúistabræðrum milljónum Tveir bræður sem reka trúfélagið Zuism voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti þar sem ósannað var talið að meintar blekkingar þeirra hafi verið ástæða þess að ríkið greiddi þeim tugi milljóna króna í sóknargjöld. 9. maí 2022 15:51
Gat litlu svarað um fjármál Zuism og ráðstöfun fjármuna Fátt var um svör og skýringar þegar Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, var spurður út í fjármál félagsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst og bróðir hans Einar eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 25. febrúar 2022 13:24