Íslenski boltinn

Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danijel Dejan Djuric kom inn á sem varamaður á 64. mínútu og skoraði frábært mark þremur mínútum síðar.
Danijel Dejan Djuric kom inn á sem varamaður á 64. mínútu og skoraði frábært mark þremur mínútum síðar. Vísir/Hulda Margrét

Víkingar spiluðu í gærkvöldi síðasta leik sinn fyrir umspilsleikina tvo á móti gríska stórliðinu Panathinaikos.

Víkingur vann þá 2-0 sigur á HK í Lengjubikarnum en þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn nýja þjálfarans Sölva Geir Ottesen. Það er fyrsti sigurinn sem fær að standa en Víkingar höfðu tapað síðustu leikjum 3-0 fyrir að nota ólöglegan leikmann.

Daníel Hafsteinsson og Danijel Dejan Djuric skoruðu mörk Víkinga með tveggja mínútna millibili í seinni hálfleiknum.

Stígur Diljan Þórðarson kom við sögu í leiknum en núna var hann kominn með leikheimild og Víkingar sleppa því við kæru.

„Svokallað Danna þema,“ sögðu Víkingar á miðlum sínum en þar má sjá þessi mörk þeirra Daníels og Danijel.

Daníel tók boltann viðstöðulaust rétt innan teigs en Danijel Djuric skoraði með frábæru þrumuskoti af löngu fær sem endaði uppi í bláhorninu á marki HK.

Það má sjá mörkin hjá Víkingum hér fyrir neðan en þar sést að þeir voru að sila við krefjandi aðstæður í snjókomu í Víkinni.

Fyrri leikur Víkinga á móti Panathinaikos fer fram Helsinki 13. febrúar en seinni leikurinn verður 20. febrúar í Aþenu í Grikklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×