Handbolti

Brynjólfur tryggði Haukum stig á síðustu stundu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjólfur Snær Brynjólfsson tryggði Haukum stig í kvöld
Brynjólfur Snær Brynjólfsson tryggði Haukum stig í kvöld Vísir/Vilhelm

HK og Haukar gerðu 30-30 jafntefli í Olís deild karla í handbolta í Kórnum í kvöld. Haukarnir tryggðu sér stig með því að skora tvö síðustu mörk leiksins.

Brynjólfur Snær Brynjólfsson var hetja Haukanna því hann jafnaði metin úr hraðaupphlaupu í lok leiksins. Skarphéðinn Ívar Einarsson hafði minnkað muninn í eitt mark og Haukarnir unnu svo boltann aftur.

Aron Rafn Eðvarðsson varði svo lokaskot HK í leiknum.

HK var í dauðafæri að landa öðrum sigrinum í röð en urðu að láta sér eitt stig nægja.

Leó Snær Pétursson og Tómas Sigurðarson voru markahæstir hjá HK með sex mörk hvor en Sigurður Jefferson Guarino skoraði fimm mörk. Jovan Kukobat varði þrettán skot.

Össur Haraldsson skoraði sjö mörk úr sjö skotum fyrir Haukaan og Hergeir Grímsson var með fimm mörk og fjórar stoðsendingar.

Þetta var jafn og spennandi leikur þar sem liðin voru að skiptast á að ná forystunni. Staðan var 15-15 í hálfleik.

Eftir þessi úrslit þá eru Haukarnir í fimmta sæti með 19 stig en HK er áttunda og síðasta sætinu sem hefur þátttökurétt í úrslitakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×