Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar 9. febrúar 2025 07:30 Við vitum öll að gott leikskólastarf stuðlar að auknum möguleikum foreldra til að stunda vinnu og að leikskólinn sé grunnstoð í samfélaginu sem tryggir að hjól atvinnulífsins snúist. Mikilvægt, en þar er ekki öll sagan sögð. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að fjárfesting í leikskólum skilar sér margfalt til samfélagsins. Til dæmis hefur Norræna ráðherranefndin bent á að fjárfesting í leikskólum sé fjárfesting í framtíðinni, þar sem hún stuðlar að betri menntun, minni félagslegum vandamálum og aukinni framleiðni til lengri tíma. Menntaðir leikskólakennarar gegna lykilhlutverki í þroska og námi ungra barna. Þeir hafa sérþekkingu á málnotkun, eðlilegu þroskaferli barna og kennsluaðferðum sem styðja við nám þeirra og félagslega færni. Með djúpan skilning á þroska barna geta leikskólakennarar veitt hverju barni einstaklingsmiðaða leiðsögn og stuðning, sem skapar öruggt og nærandi umhverfi þar sem börn geta dafnað. Ef leikskólastarfsfólk væri allt ófaglært myndi það hafa alvarleg áhrif á gæði leikskólastarfsins. Skortur á faglegri þekkingu gæti leitt til þess að börn fengju ekki viðeigandi stuðning í málþroska, félagsfærni og námi, sem gæti haft langtímaáhrif á skólagöngu þeirra og líðan. Þar að auki myndi starfsmannavelta líklega aukast, þar sem ófaglært starfsfólk hefur oft minni tryggð við starfsgreinina og upplifir meiri áskoranir í starfi. Óstöðugt starfsumhverfi getur haft neikvæð áhrif á börn, sem þurfa trausta umgjörð og samfellda umönnun til að þroskast á heilbrigðan hátt. Að fjárfesta í menntuðum leikskólakennurum er því grundvallaratriði fyrir framtíð barnanna og gæði leikskólastarfs. Það er þó mikilvægt að þessi umræða misskiljist ekki og túlkist sem menntahroki eða það að gera lítið úr leiðbeinendum og öðru starfsfólki leikskóla. Leikskólar byggja á samstarfi allra sem þar starfa, og hvert hlutverk er mikilvægt. Leiðbeinendur eru ómissandi hluti af leikskólastarfinu, en menntaðir leikskólakennarar gegna lykilhlutverki í faglegri stefnumótun og þróun leikskólastarfsins. Markmiðið er ekki að útiloka ófaglært starfsfólk, heldur að tryggja að börnin fái bestu mögulegu menntun og umönnun í bland við fjölbreyttan og öflugan mannauð. Að fjárfesta í menntuðum leikskólakennurum er því grundvallaratriði fyrir framtíð barnanna og gæði leikskólastarfs. Leikskólakennarar eru fjárfesting í framtíðinni – ekki kostnaðarliður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Leikskólar Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Við vitum öll að gott leikskólastarf stuðlar að auknum möguleikum foreldra til að stunda vinnu og að leikskólinn sé grunnstoð í samfélaginu sem tryggir að hjól atvinnulífsins snúist. Mikilvægt, en þar er ekki öll sagan sögð. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að fjárfesting í leikskólum skilar sér margfalt til samfélagsins. Til dæmis hefur Norræna ráðherranefndin bent á að fjárfesting í leikskólum sé fjárfesting í framtíðinni, þar sem hún stuðlar að betri menntun, minni félagslegum vandamálum og aukinni framleiðni til lengri tíma. Menntaðir leikskólakennarar gegna lykilhlutverki í þroska og námi ungra barna. Þeir hafa sérþekkingu á málnotkun, eðlilegu þroskaferli barna og kennsluaðferðum sem styðja við nám þeirra og félagslega færni. Með djúpan skilning á þroska barna geta leikskólakennarar veitt hverju barni einstaklingsmiðaða leiðsögn og stuðning, sem skapar öruggt og nærandi umhverfi þar sem börn geta dafnað. Ef leikskólastarfsfólk væri allt ófaglært myndi það hafa alvarleg áhrif á gæði leikskólastarfsins. Skortur á faglegri þekkingu gæti leitt til þess að börn fengju ekki viðeigandi stuðning í málþroska, félagsfærni og námi, sem gæti haft langtímaáhrif á skólagöngu þeirra og líðan. Þar að auki myndi starfsmannavelta líklega aukast, þar sem ófaglært starfsfólk hefur oft minni tryggð við starfsgreinina og upplifir meiri áskoranir í starfi. Óstöðugt starfsumhverfi getur haft neikvæð áhrif á börn, sem þurfa trausta umgjörð og samfellda umönnun til að þroskast á heilbrigðan hátt. Að fjárfesta í menntuðum leikskólakennurum er því grundvallaratriði fyrir framtíð barnanna og gæði leikskólastarfs. Það er þó mikilvægt að þessi umræða misskiljist ekki og túlkist sem menntahroki eða það að gera lítið úr leiðbeinendum og öðru starfsfólki leikskóla. Leikskólar byggja á samstarfi allra sem þar starfa, og hvert hlutverk er mikilvægt. Leiðbeinendur eru ómissandi hluti af leikskólastarfinu, en menntaðir leikskólakennarar gegna lykilhlutverki í faglegri stefnumótun og þróun leikskólastarfsins. Markmiðið er ekki að útiloka ófaglært starfsfólk, heldur að tryggja að börnin fái bestu mögulegu menntun og umönnun í bland við fjölbreyttan og öflugan mannauð. Að fjárfesta í menntuðum leikskólakennurum er því grundvallaratriði fyrir framtíð barnanna og gæði leikskólastarfs. Leikskólakennarar eru fjárfesting í framtíðinni – ekki kostnaðarliður.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun