Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Lovísa Arnardóttir skrifar 9. febrúar 2025 09:43 Leikarinn Callum Kerr í hlutverki sínu í Virgin River og stjúpfaðir hans, Andrew, og móðir hans, Dawn. Samsett Skoski sjónvarpsleikarinn Callum Kerr hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna andláts móður sinnar og eiginmanns hennar í Aveyron í suðvesturhluta Frakklands þar sem þau bjuggu. Franska lögreglan rannsakar andlát þeirra en grunur leikur á að þau hafi verið myrt. Dawn Searle, móðir Kerr, og eiginmaður hennar, Andrew Searle, fundust látin á fimmtudag á heimili sínu í Frakklandi. Þau fundust um hádegisbil á fimmtudag. Fram kemur í frétt Guardian um málið að þau hafi búið í Frakklandi í um tíu ár. Hann vann áður við að rannsaka fjársvikamál og hún sem verkefnastjóri. Í umfjöllun Guardian segir að móðir hans hafi fundist fyrir utan húsið, í garðinum, með alvarleg höfuðmeiðsli og skartgripi í kringum sig. Nágranni hafi fundið hana og talið hana nakta og slasaða og hringt á viðbragðsaðila. Þegar lögregla og aðrir viðbragðsaðilar komu á vettvang hafi þau svo fundið eiginmann hennar látinn. Í frétt Guardian segir að lögreglan sé engu nær um hvað hafi átt sér stað á heimili þeirra. Rannsókn sé enn í gangi. „Andlát þeirra beggja var ofbeldisfullt en ég get ekki staðfest að um manndráp sé að ræða. Allar tilgátur eru enn til skoðunar,“ sagði Nicolas Rigot-Muller saksóknari í Frakklandi við fjölmiðla á föstudag og að þau yrðu bæði krufin á morgun, mánudag. Yfirlýsing frá leikaranum og fjölskyldunni.Instagram Í tilkynningu Kerr á Instagram kom fram að fjölskyldan syrgði fráfall þeirra og að þau væru ekki til viðtals en að þau myndu veita frekari upplýsingar síðar. Kerr lék um árabil í bresku sápuóperunni Hollyoaks en lék einnig lítið hlutverk í síðustu seríu Netflix-þáttanna Virgin River sem eru vinsælir á Íslandi. Þá hefur hann einnig gefið út tónlist. Frakkland Bretland Erlend sakamál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Sjá meira
Dawn Searle, móðir Kerr, og eiginmaður hennar, Andrew Searle, fundust látin á fimmtudag á heimili sínu í Frakklandi. Þau fundust um hádegisbil á fimmtudag. Fram kemur í frétt Guardian um málið að þau hafi búið í Frakklandi í um tíu ár. Hann vann áður við að rannsaka fjársvikamál og hún sem verkefnastjóri. Í umfjöllun Guardian segir að móðir hans hafi fundist fyrir utan húsið, í garðinum, með alvarleg höfuðmeiðsli og skartgripi í kringum sig. Nágranni hafi fundið hana og talið hana nakta og slasaða og hringt á viðbragðsaðila. Þegar lögregla og aðrir viðbragðsaðilar komu á vettvang hafi þau svo fundið eiginmann hennar látinn. Í frétt Guardian segir að lögreglan sé engu nær um hvað hafi átt sér stað á heimili þeirra. Rannsókn sé enn í gangi. „Andlát þeirra beggja var ofbeldisfullt en ég get ekki staðfest að um manndráp sé að ræða. Allar tilgátur eru enn til skoðunar,“ sagði Nicolas Rigot-Muller saksóknari í Frakklandi við fjölmiðla á föstudag og að þau yrðu bæði krufin á morgun, mánudag. Yfirlýsing frá leikaranum og fjölskyldunni.Instagram Í tilkynningu Kerr á Instagram kom fram að fjölskyldan syrgði fráfall þeirra og að þau væru ekki til viðtals en að þau myndu veita frekari upplýsingar síðar. Kerr lék um árabil í bresku sápuóperunni Hollyoaks en lék einnig lítið hlutverk í síðustu seríu Netflix-þáttanna Virgin River sem eru vinsælir á Íslandi. Þá hefur hann einnig gefið út tónlist.
Frakkland Bretland Erlend sakamál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Sjá meira