Útilokar ekki frekari aðgerðir Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. febrúar 2025 20:21 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambandsins segir að niðurstaða félagsdóms um ólögmæti verkfalls kennara hafi komið á óvart. Kennarar verði að taka niðurstöðunni og á hann ekki von á öðru en þeir mæti til vinnu í verkfallsskólum á morgun. Hann útilokar ekki frekari aðgerðir. „Dómurinn kom okkur á óvart, við erum bara að lesa hann, fara yfir málið og sjá hvernig staðan er. Við þurfum að skoða forsendur dómsins, það er náttúrulega eitt verkfall lögmætt,“ segir Magnús Þór Jónsson. Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambandsins í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt. Samband íslenskra sveitarfélaga höfðaði málið á þeim forsendum að aðgerðirnar næðu ekki til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitanda. Vonar að dómurinn tefji ekki fyrir samningum Magnús segir að dómurinn sé ný varða á leiðinni að kjarasamningi, en hann vonar að hann tefji ekki mikið fyrir málinu. Hann gerir ráð fyrir því að fólk mæti til vinnu í þeim 20 skólum sem við á í fyrramálið. „Mér þykir þetta leitt en við þurfum að taka niðurstöðu dómsins.“ Næsti fundur deiluaðila með ríkissáttasemjara verður í fyrramálið klukkan 9. Magnús segir að einhver gangur hafi verið í viðræðum að undanförnu. „Málin snúa kannski meira að forminu. Þessi virðismatsvegferð sem hefur verið að teiknast upp er komin á góðan stað. Það sem stendur kannski út af borðinu með það er að við teljum okkur þurfa að fá tryggingar fyrir því að við fáum innágreiðslur inn á samninginn áður en til hennar kemur.“ „Vonandi verður þessi dómur til þess að fólk kemur aðeins bjartara og glaðara að samningsborðinu og við getum bara klárað þetta mál. Þessi deila verður ekki leyst í dómstólum, hún verður leyst við samningaborðið,“ segir hann. Stefnubreyting að hver skóli sé ekki eigin vinnuveitandi Magnús segir við fyrstu sýn virðist dómurinn kveða á um að verkföll þyrftu að ná til allra skóla hvers sveitarfélags fyrir sig. „Það er auðvitað bara stefnubreyting, ef að skólarnir eru ekki lengur hver sinn vinnuveitandi. En það virðist vera að ef við ætlum að fara í staðbundin verkföll þurfi allir skólar að vera undir.“ Hann útilokar ekki frekari verkfallsaðgerðir. „Við auðvitað bara skoðum þetta, við höfum þurft að grípa til aðgerða gegnum þetta verkefni. Við útilokum það ekkert að við finnum leiðir til að beita aðgerðum aftur. Vonandi kemur ekki til þeirra aðgerða,“ segir Magnús. Kennarasambandið hafi þegar farið tvisvar af stað með verkfallsaðgerðir. „Og þá treysti ég nú því að menn fari að hysja upp um sig og klári þetta verkefni. Við höfum heyrt frá ríki og sveitarfélögum að þau styðji okkar kröfur um það að jafna okkar laun á við aðra sérfræðinga og að við eigum inni launahækkanir umfram aðra. En við útilokum ekkert að fara í aðgerðir,“ segir Magnús. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir. 9. febrúar 2025 19:17 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
„Dómurinn kom okkur á óvart, við erum bara að lesa hann, fara yfir málið og sjá hvernig staðan er. Við þurfum að skoða forsendur dómsins, það er náttúrulega eitt verkfall lögmætt,“ segir Magnús Þór Jónsson. Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambandsins í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt. Samband íslenskra sveitarfélaga höfðaði málið á þeim forsendum að aðgerðirnar næðu ekki til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitanda. Vonar að dómurinn tefji ekki fyrir samningum Magnús segir að dómurinn sé ný varða á leiðinni að kjarasamningi, en hann vonar að hann tefji ekki mikið fyrir málinu. Hann gerir ráð fyrir því að fólk mæti til vinnu í þeim 20 skólum sem við á í fyrramálið. „Mér þykir þetta leitt en við þurfum að taka niðurstöðu dómsins.“ Næsti fundur deiluaðila með ríkissáttasemjara verður í fyrramálið klukkan 9. Magnús segir að einhver gangur hafi verið í viðræðum að undanförnu. „Málin snúa kannski meira að forminu. Þessi virðismatsvegferð sem hefur verið að teiknast upp er komin á góðan stað. Það sem stendur kannski út af borðinu með það er að við teljum okkur þurfa að fá tryggingar fyrir því að við fáum innágreiðslur inn á samninginn áður en til hennar kemur.“ „Vonandi verður þessi dómur til þess að fólk kemur aðeins bjartara og glaðara að samningsborðinu og við getum bara klárað þetta mál. Þessi deila verður ekki leyst í dómstólum, hún verður leyst við samningaborðið,“ segir hann. Stefnubreyting að hver skóli sé ekki eigin vinnuveitandi Magnús segir við fyrstu sýn virðist dómurinn kveða á um að verkföll þyrftu að ná til allra skóla hvers sveitarfélags fyrir sig. „Það er auðvitað bara stefnubreyting, ef að skólarnir eru ekki lengur hver sinn vinnuveitandi. En það virðist vera að ef við ætlum að fara í staðbundin verkföll þurfi allir skólar að vera undir.“ Hann útilokar ekki frekari verkfallsaðgerðir. „Við auðvitað bara skoðum þetta, við höfum þurft að grípa til aðgerða gegnum þetta verkefni. Við útilokum það ekkert að við finnum leiðir til að beita aðgerðum aftur. Vonandi kemur ekki til þeirra aðgerða,“ segir Magnús. Kennarasambandið hafi þegar farið tvisvar af stað með verkfallsaðgerðir. „Og þá treysti ég nú því að menn fari að hysja upp um sig og klári þetta verkefni. Við höfum heyrt frá ríki og sveitarfélögum að þau styðji okkar kröfur um það að jafna okkar laun á við aðra sérfræðinga og að við eigum inni launahækkanir umfram aðra. En við útilokum ekkert að fara í aðgerðir,“ segir Magnús.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir. 9. febrúar 2025 19:17 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir. 9. febrúar 2025 19:17