Körfubolti

Elvar sló stoðsendingamet grísku úr­vals­deildarinnar

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Elvar Már átti ótrúlegan leik en það dugði liðinu samt ekki til sigurs. 
Elvar Már átti ótrúlegan leik en það dugði liðinu samt ekki til sigurs.  maroussi

Elvar Már Friðriksson sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar þegar hann gaf sautján stoðsendingar í 94-92 tapi Maroussi gegn Lavrio.

Elvar var allt í öllu í sóknarleik Maroussi og skoraði tuttugu stig ofan á allar stoðsendingarnar.

Leikurinn var æsispennandi frá upphafi og fram að lokamínútu, Maroussi leiddi með einu stigi þegar minna en mínúta var eftir en fór illa með síðustu sóknirnar og tapaði að lokum með tveimur stigum.

Maroussi er í ellefta sæti ef tólf í grísku úrvalsdeildinni þegar átjan umferðir hafa verið spilaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×