Kennarar klæðast svörtu í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 12:02 Sigríður og samstarfskona hennar Ingibjörg Jónasardóttir, sem báðar eru leikskólakennarar á Rauðhóli. Bítið Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funda nú í Karphúsinu. Boðað hefur verið til samstöðufundar kennara við Alþingishúsið í kvöld. Leikskólakennari segist hafa fundið blendnar tilfinningar við að mæta aftur til vinnu í morgun. Samninganefndir komu saman að nýju hjá ríkissáttasemjara í morgun eftir helgarfrí. Kennarar mættu allir aftur til vinnu í morgun eftir að Félagsdómur dæmdi verkföll þeirra í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt á þeim forsendum að aðgerðirnar næðu ekki til allra starfsmanna stéttarfélagas hjá sama vinnuveitanda. Margir syrgja þessa niðurstöðu Félagsdóms. „Þessi hugmynd kom að vera klædd svörtu. Ætli það lýsi ekki okkar líðan í dag, þetta er svo skrítið. Það eru mjög blendnar tilfinningar í stéttinni okkar núna,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir, leikskólakennari á Rauðhóli í Reykjavík. Sigríður ræddi stöðuna í kjaradeilunni nánar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kennarar á Rauðhóli fóru í verkfall fyrir viku síðan. Hún segir gott að mæta aftur og hitta krakkana en sárt á sama tíma. „Við erum í góðri trú í þessari baráttu, eins og er margoft búið að tala um að það sé búið að svíkja okkur síðan 2016. Við erum í góðri trú í verkfalli og svo fer þetta í þennan dóm þannig að skiljanlega eru margar tilfinningar í gangi.“ Boðað hefur verið til samstöðufundar kennara við Austurvöll í kvöld, á sama tíma og forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína. „Ég á von á því að fólk mæti, til að sýna samstöðu í hringiðunni sem við erum í núna. Ég held það sé fyrst og fremst gott fyrir fólk að hittast,“ segir Sigríður. Kennarar viti ekkert hvernig gangi við samningaborðið og því erfitt að leggja mat á hvort grípa eigi til allsherjarverkfalls. „Maður vill auðvitað forðast það í lengstu lög að fara í verkfall. Maður vill bara að það sé hægt að semja.“ Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Kennarasambandið sýnir vægast sagt heift og hefnigirni í greinargerð sinni fyrir Félagsdómi, sem birt var í gær, 9. febrúar. Þar krefst Kennarasambandið þess að fyrstu verkföllin í fjórum leikskólunum haldi áfram, óháð því hvernig Félagsdómur úrskurði um önnur verkföll. 10. febrúar 2025 07:33 Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir. 9. febrúar 2025 19:17 Útilokar ekki frekari aðgerðir Formaður Kennarasambandsins segir að niðurstaða félagsdóms um ólögmæti verkfalls kennara hafi komið á óvart. Kennarar verði að taka niðurstöðunni og á hann ekki von á öðru en þeir mæti til vinnu í verkfallsskólum á morgun. Hann útilokar ekki frekari aðgerðir. 9. febrúar 2025 20:21 Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambands Íslands í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt. 9. febrúar 2025 18:33 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Samninganefndir komu saman að nýju hjá ríkissáttasemjara í morgun eftir helgarfrí. Kennarar mættu allir aftur til vinnu í morgun eftir að Félagsdómur dæmdi verkföll þeirra í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt á þeim forsendum að aðgerðirnar næðu ekki til allra starfsmanna stéttarfélagas hjá sama vinnuveitanda. Margir syrgja þessa niðurstöðu Félagsdóms. „Þessi hugmynd kom að vera klædd svörtu. Ætli það lýsi ekki okkar líðan í dag, þetta er svo skrítið. Það eru mjög blendnar tilfinningar í stéttinni okkar núna,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir, leikskólakennari á Rauðhóli í Reykjavík. Sigríður ræddi stöðuna í kjaradeilunni nánar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kennarar á Rauðhóli fóru í verkfall fyrir viku síðan. Hún segir gott að mæta aftur og hitta krakkana en sárt á sama tíma. „Við erum í góðri trú í þessari baráttu, eins og er margoft búið að tala um að það sé búið að svíkja okkur síðan 2016. Við erum í góðri trú í verkfalli og svo fer þetta í þennan dóm þannig að skiljanlega eru margar tilfinningar í gangi.“ Boðað hefur verið til samstöðufundar kennara við Austurvöll í kvöld, á sama tíma og forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína. „Ég á von á því að fólk mæti, til að sýna samstöðu í hringiðunni sem við erum í núna. Ég held það sé fyrst og fremst gott fyrir fólk að hittast,“ segir Sigríður. Kennarar viti ekkert hvernig gangi við samningaborðið og því erfitt að leggja mat á hvort grípa eigi til allsherjarverkfalls. „Maður vill auðvitað forðast það í lengstu lög að fara í verkfall. Maður vill bara að það sé hægt að semja.“
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Kennarasambandið sýnir vægast sagt heift og hefnigirni í greinargerð sinni fyrir Félagsdómi, sem birt var í gær, 9. febrúar. Þar krefst Kennarasambandið þess að fyrstu verkföllin í fjórum leikskólunum haldi áfram, óháð því hvernig Félagsdómur úrskurði um önnur verkföll. 10. febrúar 2025 07:33 Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir. 9. febrúar 2025 19:17 Útilokar ekki frekari aðgerðir Formaður Kennarasambandsins segir að niðurstaða félagsdóms um ólögmæti verkfalls kennara hafi komið á óvart. Kennarar verði að taka niðurstöðunni og á hann ekki von á öðru en þeir mæti til vinnu í verkfallsskólum á morgun. Hann útilokar ekki frekari aðgerðir. 9. febrúar 2025 20:21 Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambands Íslands í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt. 9. febrúar 2025 18:33 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Kennarasambandið sýnir vægast sagt heift og hefnigirni í greinargerð sinni fyrir Félagsdómi, sem birt var í gær, 9. febrúar. Þar krefst Kennarasambandið þess að fyrstu verkföllin í fjórum leikskólunum haldi áfram, óháð því hvernig Félagsdómur úrskurði um önnur verkföll. 10. febrúar 2025 07:33
Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir. 9. febrúar 2025 19:17
Útilokar ekki frekari aðgerðir Formaður Kennarasambandsins segir að niðurstaða félagsdóms um ólögmæti verkfalls kennara hafi komið á óvart. Kennarar verði að taka niðurstöðunni og á hann ekki von á öðru en þeir mæti til vinnu í verkfallsskólum á morgun. Hann útilokar ekki frekari aðgerðir. 9. febrúar 2025 20:21
Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambands Íslands í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt. 9. febrúar 2025 18:33