Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 17:27 Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Landsbankinn Sveitarstjórn Flóahrepps gagnrýnir vinnubrögð Landsbankans og þær reglur sem bankinn hefur viðhaft vegna lána til íbúðarhúsnæðis í dreifbýli. Sveitarstjórnin telur röksemdir bankans ekki standast skoðun og er það mat sveitarstjórnar að nálgun bankans hafi neikvæð áhrif og geri einkaaðilum og sveitarfélögum erfitt fyrir í þeirri uppbyggingu sem hafi staðið yfir og framundan sé á svæðinu. Sveitarstjórnin vill að stjórnendur bankans endurskoði reglur og verklag vegna lánsveitinga í dreifbýli og „láta þannig af þeirri mismunun“ sem hafi viðgengst gagnvart búsetu í dreifbýli. Hefur sveitarstjórnin komið óánægju sinni á framfæri og hefur óskað eftir skriflegum svörum frá Landsbankanum vegna málsins innan fjögurra vikna. Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnar Flóahrepps sem grein er gerð fyrir í fundargerð sveitarstjórnarfundar sem fram fór á þriðjudaginn í síðustu viku, þann 4. febrúar. Fram kom í fréttum í lok janúar að svo virðist sem strangari lánareglur gildi um íbúðarlán í dreifbýli hjá Landsbankanum en hjá hinum stóru bönkunum. Þetta vakti furðu Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, sem hafði fengið erindi um málið inn á sitt borð þegar hann gegndi embætti fjármálaráðherra. Fram kemur í bókun sveitarstjórnar Flóahrepps að ljóst sé að Landsbankinn hafi hafnað lánsveitingu íbúðarlána í Flóahreppi og víðar í dreifbýli í nágrannasveitarfélögum sem hafi haft neikvæð áhrif á íbúðarkaup og uppbyggingu. „Landsbankinn hefur gefið þau svör að bankinn veiti almennt ekki íbúðalán vegna íbúðarhúsnæðis sem stendur á stökum íbúðarhúsalóðum í dreifbýli en að íbúðarhúsnæði 1351 á bújörðum, með veði í viðkomandi bújörð, uppfylli skilyrði um íbúðalán hjá bankanum. Sömuleiðis gefur Landsbankinn þau svör að bankinn skoði og meti hvert tilvik fyrir sig og að meðal þess sem lagt sé mat á sé staðsetning, skipulagsmál og þjónusta, bæði á staðnum og af hálfu viðkomandi sveitarfélags,“ segir í bókun sveitarstjórnar, en þetta rímar við það sem fram kemur í svörum bankans í tengslum við fyrri umfjöllun fréttastofu um málið. Telja rök bankans ekki standast skoðun Bankinn brást hins vegar aftur við í kjölfar umfjöllunar og dró þá nokkuð í land, en hélt því þó áfram til haga að umsóknir um íbúðarlán í dreifbýli kalli á ítarlegri skoðun. Fyrir liggur að dæmi eru um að bankinn hafi synjað lánsumsóknum viðskiptavina á þeim forsendum að reglur bankans um íbúðalán heimili einungis veitingu íbúðarláns vegna húsnæðis sem skráð er í þéttbýli. Að mati sveitarstjórnarinnar halda rök Landsbankans hins vegar ekki vatni. „Sveitarstjórn Flóahrepps gagnrýnir þau vinnubrögð og þær reglur sem viðhafðar eru hjá Landsbankanum og telur að þau rök sem gefin eru standist ekki skoðun. Í Flóahreppi hefur virði eigna hækkað mikið undanfarin ár, hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði á stökum íbúðarhúsalóðum eða íbúðarhúsnæði á bújörðum. Vegna nálægðar við stærsta þéttbýli Suðurlands er þjónusta við íbúa góð, innviðir í sveitarfélaginu eru sterkir og búsetuskilyrði öll hin bestu,” segir í bókuninni sem samþykkt var með fimm atkvæðum allra fundarmanna. „Varla þarf að benda á skort á fjölbreyttu húsnæði á landsvísu og er uppbygging á þessu svæði rökrétt með tilliti til nálægðar við þéttbýliskjarna, góðar samgöngur og innviði, skóla og aðra nauðsynlega þjónustu. Sveitarstjórn Flóahrepps hvetur stjórnendur Landsbankans til að endurskoða reglur og verklag vegna lánsveitinga í dreifbýli á svæðinu og láta þannig af þeirri mismunun sem viðgengst vegna búsetu þegar kemur að fjármögnun íbúðarhúsnæðis,” segir ennfremur í bókuninni. Þá er jafnframt tekið fram að skriflegra viðbragða bankans sé óskað innan fjögurra vikna frá bókun, það er 4. febrúar sl. Flóahreppur Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Byggðamál Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Sveitarstjórnin vill að stjórnendur bankans endurskoði reglur og verklag vegna lánsveitinga í dreifbýli og „láta þannig af þeirri mismunun“ sem hafi viðgengst gagnvart búsetu í dreifbýli. Hefur sveitarstjórnin komið óánægju sinni á framfæri og hefur óskað eftir skriflegum svörum frá Landsbankanum vegna málsins innan fjögurra vikna. Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnar Flóahrepps sem grein er gerð fyrir í fundargerð sveitarstjórnarfundar sem fram fór á þriðjudaginn í síðustu viku, þann 4. febrúar. Fram kom í fréttum í lok janúar að svo virðist sem strangari lánareglur gildi um íbúðarlán í dreifbýli hjá Landsbankanum en hjá hinum stóru bönkunum. Þetta vakti furðu Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, sem hafði fengið erindi um málið inn á sitt borð þegar hann gegndi embætti fjármálaráðherra. Fram kemur í bókun sveitarstjórnar Flóahrepps að ljóst sé að Landsbankinn hafi hafnað lánsveitingu íbúðarlána í Flóahreppi og víðar í dreifbýli í nágrannasveitarfélögum sem hafi haft neikvæð áhrif á íbúðarkaup og uppbyggingu. „Landsbankinn hefur gefið þau svör að bankinn veiti almennt ekki íbúðalán vegna íbúðarhúsnæðis sem stendur á stökum íbúðarhúsalóðum í dreifbýli en að íbúðarhúsnæði 1351 á bújörðum, með veði í viðkomandi bújörð, uppfylli skilyrði um íbúðalán hjá bankanum. Sömuleiðis gefur Landsbankinn þau svör að bankinn skoði og meti hvert tilvik fyrir sig og að meðal þess sem lagt sé mat á sé staðsetning, skipulagsmál og þjónusta, bæði á staðnum og af hálfu viðkomandi sveitarfélags,“ segir í bókun sveitarstjórnar, en þetta rímar við það sem fram kemur í svörum bankans í tengslum við fyrri umfjöllun fréttastofu um málið. Telja rök bankans ekki standast skoðun Bankinn brást hins vegar aftur við í kjölfar umfjöllunar og dró þá nokkuð í land, en hélt því þó áfram til haga að umsóknir um íbúðarlán í dreifbýli kalli á ítarlegri skoðun. Fyrir liggur að dæmi eru um að bankinn hafi synjað lánsumsóknum viðskiptavina á þeim forsendum að reglur bankans um íbúðalán heimili einungis veitingu íbúðarláns vegna húsnæðis sem skráð er í þéttbýli. Að mati sveitarstjórnarinnar halda rök Landsbankans hins vegar ekki vatni. „Sveitarstjórn Flóahrepps gagnrýnir þau vinnubrögð og þær reglur sem viðhafðar eru hjá Landsbankanum og telur að þau rök sem gefin eru standist ekki skoðun. Í Flóahreppi hefur virði eigna hækkað mikið undanfarin ár, hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði á stökum íbúðarhúsalóðum eða íbúðarhúsnæði á bújörðum. Vegna nálægðar við stærsta þéttbýli Suðurlands er þjónusta við íbúa góð, innviðir í sveitarfélaginu eru sterkir og búsetuskilyrði öll hin bestu,” segir í bókuninni sem samþykkt var með fimm atkvæðum allra fundarmanna. „Varla þarf að benda á skort á fjölbreyttu húsnæði á landsvísu og er uppbygging á þessu svæði rökrétt með tilliti til nálægðar við þéttbýliskjarna, góðar samgöngur og innviði, skóla og aðra nauðsynlega þjónustu. Sveitarstjórn Flóahrepps hvetur stjórnendur Landsbankans til að endurskoða reglur og verklag vegna lánsveitinga í dreifbýli á svæðinu og láta þannig af þeirri mismunun sem viðgengst vegna búsetu þegar kemur að fjármögnun íbúðarhúsnæðis,” segir ennfremur í bókuninni. Þá er jafnframt tekið fram að skriflegra viðbragða bankans sé óskað innan fjögurra vikna frá bókun, það er 4. febrúar sl.
Flóahreppur Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Byggðamál Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira