„Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 19:01 (f.h.t.v.) Auður Björg, Helga Lotta og Sesselja mættu allar aftur til vinnu í morgun á Leikskólanum á Seltjarnarnesi eftir einnar viku verkfall. Þær segja að dagurinn sé sorgardagur. Vísir/Einar Kennarar fundu margir hverjir blendnar tilfinningar þegar fréttir af ólögmæti verkfallsaðgerða í þréttan leikskólum og sjö grunnskólum bárust seint í gær. Félagsdómur sagði það byggt á þeim forsendum að aðgerðir næðu ekki til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitanda. Kennarar á Leikskóla Seltjarnarness segja niðurstöðuna hafa komið á óvart. Formaður Kennarasambandsins sagði í gær að vel kæmi til greina að grípa til frekari aðgerða. „Við erum alveg reiðubúin til að kjósa aftur. Ég heyri í strafsmönnum og þau eru öll til í það að halda áfram og ef við þurfum að fara í verkfall förum við í verkfall. En vonandi verður búið að greiða úr þessu fyrir það,“ segir Auður Björg Guðmundsdóttir, deildarstjóri á Leikskóla Seltjarnarness. Helga Lotta Reynisdóttir, kollegi hennar, tekur undir þetta. „Fólk er bara reiðubúið til að fara alla leið og vill bara landa samning. Það sem ég hræðist mest, og ég veit að margir hræðast mikið, er að það verði flótti úr stéttinni og við megum ekki við því.“ „Þetta er bara pínu sorgardagur“ Fólk verði að muna að verkfallsaðgerðir bitni mest á þeim sem fái besta og faglegasta þjónustu. Foreldrar á Seltjarnarnesi hafi til dæmis fundið mikið fyrir aðgerðum vegna þess að þar séu hlutfallslega margir faglærðir. Ekki allir búi svo vel. „Það verður að hafa það á bak við eyrað að þetta á að vera svona almennt. Svona á staðan að vera alls staðar og það er svo langt í frá,“ segir Sesselja Kristjánsdóttir, tónlistarkennari við skólann. Það sé meðal ástæðna fyrir því að lítill vilji sé fyrir allsherjarverkfalli. „Það eru rosa margir leikskólar um land allt þar sem er hreinlega ekki fagfólk til staðar til að fara í verkfall,“ segir Helga. Fjölmargir kennarar, þar á meðal þær þrjár, mættu í svörtu í vinnuna í morgun. Hvers vegna? „Þetta er bara pínu sorgardagur. Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni, svolítið neyddur aftur til að vinna þó maður sé alltaf glaður að koma aftur í vinnuna - þó ekki á þennan hátt. Við hefðum viljað koma af því að við hefðum náð að landa samningi og náð að semja almennilega.“ Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Seltjarnarnes Tengdar fréttir Fundinum lokið án árangurs Fundi kennara, sveitarfélaga og ríkis er lokið án árangurs. Ekki er búið að taka ákvörðun hvenær næsti fundur verði. Fundur í kjaradeilu framhaldsskóla hefur verið boðaður. 10. febrúar 2025 16:11 Kennarar klæðast svörtu í dag Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funda nú í Karphúsinu. Boðað hefur verið til samstöðufundar kennara við Alþingishúsið í kvöld. Leikskólakennari segist hafa fundið blendnar tilfinningar við að mæta aftur til vinnu í morgun. 10. febrúar 2025 12:02 Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Enginn veit hvað verður með meirihlutann í borgarstjórn eftir að Einar Þorsteinsson sleit meirihlutasamstarfinu í borginni. Afdráttar- og fordæmalaus yfirlýsing Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, hefur heldur betur sett strik í reikninginn. Eins og staðan er núna er líklegast að vinsælasti borgarfulltrúinn: Sanna Magdalena Mörtudóttir verði næsti borgarstjóri. 10. febrúar 2025 10:55 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Kennarar á Leikskóla Seltjarnarness segja niðurstöðuna hafa komið á óvart. Formaður Kennarasambandsins sagði í gær að vel kæmi til greina að grípa til frekari aðgerða. „Við erum alveg reiðubúin til að kjósa aftur. Ég heyri í strafsmönnum og þau eru öll til í það að halda áfram og ef við þurfum að fara í verkfall förum við í verkfall. En vonandi verður búið að greiða úr þessu fyrir það,“ segir Auður Björg Guðmundsdóttir, deildarstjóri á Leikskóla Seltjarnarness. Helga Lotta Reynisdóttir, kollegi hennar, tekur undir þetta. „Fólk er bara reiðubúið til að fara alla leið og vill bara landa samning. Það sem ég hræðist mest, og ég veit að margir hræðast mikið, er að það verði flótti úr stéttinni og við megum ekki við því.“ „Þetta er bara pínu sorgardagur“ Fólk verði að muna að verkfallsaðgerðir bitni mest á þeim sem fái besta og faglegasta þjónustu. Foreldrar á Seltjarnarnesi hafi til dæmis fundið mikið fyrir aðgerðum vegna þess að þar séu hlutfallslega margir faglærðir. Ekki allir búi svo vel. „Það verður að hafa það á bak við eyrað að þetta á að vera svona almennt. Svona á staðan að vera alls staðar og það er svo langt í frá,“ segir Sesselja Kristjánsdóttir, tónlistarkennari við skólann. Það sé meðal ástæðna fyrir því að lítill vilji sé fyrir allsherjarverkfalli. „Það eru rosa margir leikskólar um land allt þar sem er hreinlega ekki fagfólk til staðar til að fara í verkfall,“ segir Helga. Fjölmargir kennarar, þar á meðal þær þrjár, mættu í svörtu í vinnuna í morgun. Hvers vegna? „Þetta er bara pínu sorgardagur. Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni, svolítið neyddur aftur til að vinna þó maður sé alltaf glaður að koma aftur í vinnuna - þó ekki á þennan hátt. Við hefðum viljað koma af því að við hefðum náð að landa samningi og náð að semja almennilega.“
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Seltjarnarnes Tengdar fréttir Fundinum lokið án árangurs Fundi kennara, sveitarfélaga og ríkis er lokið án árangurs. Ekki er búið að taka ákvörðun hvenær næsti fundur verði. Fundur í kjaradeilu framhaldsskóla hefur verið boðaður. 10. febrúar 2025 16:11 Kennarar klæðast svörtu í dag Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funda nú í Karphúsinu. Boðað hefur verið til samstöðufundar kennara við Alþingishúsið í kvöld. Leikskólakennari segist hafa fundið blendnar tilfinningar við að mæta aftur til vinnu í morgun. 10. febrúar 2025 12:02 Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Enginn veit hvað verður með meirihlutann í borgarstjórn eftir að Einar Þorsteinsson sleit meirihlutasamstarfinu í borginni. Afdráttar- og fordæmalaus yfirlýsing Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, hefur heldur betur sett strik í reikninginn. Eins og staðan er núna er líklegast að vinsælasti borgarfulltrúinn: Sanna Magdalena Mörtudóttir verði næsti borgarstjóri. 10. febrúar 2025 10:55 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fundinum lokið án árangurs Fundi kennara, sveitarfélaga og ríkis er lokið án árangurs. Ekki er búið að taka ákvörðun hvenær næsti fundur verði. Fundur í kjaradeilu framhaldsskóla hefur verið boðaður. 10. febrúar 2025 16:11
Kennarar klæðast svörtu í dag Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funda nú í Karphúsinu. Boðað hefur verið til samstöðufundar kennara við Alþingishúsið í kvöld. Leikskólakennari segist hafa fundið blendnar tilfinningar við að mæta aftur til vinnu í morgun. 10. febrúar 2025 12:02
Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Enginn veit hvað verður með meirihlutann í borgarstjórn eftir að Einar Þorsteinsson sleit meirihlutasamstarfinu í borginni. Afdráttar- og fordæmalaus yfirlýsing Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, hefur heldur betur sett strik í reikninginn. Eins og staðan er núna er líklegast að vinsælasti borgarfulltrúinn: Sanna Magdalena Mörtudóttir verði næsti borgarstjóri. 10. febrúar 2025 10:55