Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald Atli Ísleifsson skrifar 11. febrúar 2025 08:25 Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokki í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að umræða síðustu vikna bendi til að hin nýja ríkisstjórn sé „óþægilega markalaus“ þegar kemur að því að fara með sitt nýfengna vald. Þetta sagði Hildur í ræðu sinni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi. Hún sagði hveitibrauðsdaga ríkisstjórnarinnar vera að baki. Í ræðunni sagði hún að þessi misalvarlegu mál sem snúi að ríkisstjórninni, beri öll þess merki að frasinn „á þetta, má þetta“ eigi að verða vegvísir nýrrar ríkisstjórnar. „Sá gamli galdrastafur mun ekki vísa gæfuríkan veg, sama hversu samstiga þau kunna hann að ganga. Ráðherrar hafa kveinkað sér undan að hafa ekki fengið að njóta hveitibrauðsdaga nýrrar ríkisstjórnar sem þeim greinilega fannst þau eiga skilið, að það sé bara óttalegt vesen og stælar af öðrum að gera athugasemdir við hvernig þau kjósa að eyða orku sinni, athygli og forgangsröðun þessar fyrstu vikur — frekja jafnvel,“ sagði Hildur í ræðu sinni sem sjá má í heild sinni í spilaranum að neðan. Læklest samráðherranna Þingmaðurinn sagði að málin, sem hafi vel átt rétt á sér að vera rædd í lýðræðislegri umræðu, hafi kallað á hneykslan nýrra stjórnarliða sem ýmist hafi sagt „umfjöllunina ómerkilega, ósanngjarna eða hreinlega falsfréttir, með makalausri læklest samráðherra og stjórnarliða, án þess reyndar að geta þess í nokkru í hverju meint fals var falið.“ Þá sagði hún að til að bæta gráu ofan á svart sé það svo „bara tilviljun að eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar er að einn af þessum meintu falsfjölmiðlum eigi að þola skerðingu á opinberum styrkjum. Tilviljun, frú forseti?“ „Þau eru valdið“ Hildur sagði það væri svolítið eins og að ný ríkisstjórn hafi ekki almennilega áttað sig á því að þau séu í alvörunni komin í ríkisstjórn. „Þau hafa tekið við lyklavöldum í ráðuneytum, formennsku í nefndum. Þau eru með valdið. Þau eru valdið. Þau bera ábyrgðina, enginn annar. Þau þurfa að vera reiðubúin að vera til svara, þola umræðu og axla ábyrgð á verkum sínum og fara vel með valdið.“ Að lokum sagði hún að það væri hennar einlæga ráð til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að það komi enginn með reisn út úr því að kveinka sér undan þeirri gagnrýni og því aðhaldi sem Sjálfstæðisflokkur muni veita ríkisstjórninni. „Ég óska nýrri ríkisstjórn farsældar í sínum störfum í þágu samfélagsins. Ég vona að hún fari vel með vald sitt. Og frú forseti, ég vona að ríkisstjórnin hafi notið hveitibrauðsdaganna. Þeir eru að baki,“ sagði Hildur. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi í kvöld. Í ræðunni sagði hún fulla einingu í ríkisstjórn um þau málefni sem fram komi í þingmálaskrá og kynnti næstu skref stjórnarinnar. Hún sagði þjóðina í senn vera heppna með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, og mega vera stolta af Ingu Sæland, samráðherra hennar í ríkisstjórn. 10. febrúar 2025 20:52 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Þetta sagði Hildur í ræðu sinni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi. Hún sagði hveitibrauðsdaga ríkisstjórnarinnar vera að baki. Í ræðunni sagði hún að þessi misalvarlegu mál sem snúi að ríkisstjórninni, beri öll þess merki að frasinn „á þetta, má þetta“ eigi að verða vegvísir nýrrar ríkisstjórnar. „Sá gamli galdrastafur mun ekki vísa gæfuríkan veg, sama hversu samstiga þau kunna hann að ganga. Ráðherrar hafa kveinkað sér undan að hafa ekki fengið að njóta hveitibrauðsdaga nýrrar ríkisstjórnar sem þeim greinilega fannst þau eiga skilið, að það sé bara óttalegt vesen og stælar af öðrum að gera athugasemdir við hvernig þau kjósa að eyða orku sinni, athygli og forgangsröðun þessar fyrstu vikur — frekja jafnvel,“ sagði Hildur í ræðu sinni sem sjá má í heild sinni í spilaranum að neðan. Læklest samráðherranna Þingmaðurinn sagði að málin, sem hafi vel átt rétt á sér að vera rædd í lýðræðislegri umræðu, hafi kallað á hneykslan nýrra stjórnarliða sem ýmist hafi sagt „umfjöllunina ómerkilega, ósanngjarna eða hreinlega falsfréttir, með makalausri læklest samráðherra og stjórnarliða, án þess reyndar að geta þess í nokkru í hverju meint fals var falið.“ Þá sagði hún að til að bæta gráu ofan á svart sé það svo „bara tilviljun að eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar er að einn af þessum meintu falsfjölmiðlum eigi að þola skerðingu á opinberum styrkjum. Tilviljun, frú forseti?“ „Þau eru valdið“ Hildur sagði það væri svolítið eins og að ný ríkisstjórn hafi ekki almennilega áttað sig á því að þau séu í alvörunni komin í ríkisstjórn. „Þau hafa tekið við lyklavöldum í ráðuneytum, formennsku í nefndum. Þau eru með valdið. Þau eru valdið. Þau bera ábyrgðina, enginn annar. Þau þurfa að vera reiðubúin að vera til svara, þola umræðu og axla ábyrgð á verkum sínum og fara vel með valdið.“ Að lokum sagði hún að það væri hennar einlæga ráð til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að það komi enginn með reisn út úr því að kveinka sér undan þeirri gagnrýni og því aðhaldi sem Sjálfstæðisflokkur muni veita ríkisstjórninni. „Ég óska nýrri ríkisstjórn farsældar í sínum störfum í þágu samfélagsins. Ég vona að hún fari vel með vald sitt. Og frú forseti, ég vona að ríkisstjórnin hafi notið hveitibrauðsdaganna. Þeir eru að baki,“ sagði Hildur.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi í kvöld. Í ræðunni sagði hún fulla einingu í ríkisstjórn um þau málefni sem fram komi í þingmálaskrá og kynnti næstu skref stjórnarinnar. Hún sagði þjóðina í senn vera heppna með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, og mega vera stolta af Ingu Sæland, samráðherra hennar í ríkisstjórn. 10. febrúar 2025 20:52 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi í kvöld. Í ræðunni sagði hún fulla einingu í ríkisstjórn um þau málefni sem fram komi í þingmálaskrá og kynnti næstu skref stjórnarinnar. Hún sagði þjóðina í senn vera heppna með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, og mega vera stolta af Ingu Sæland, samráðherra hennar í ríkisstjórn. 10. febrúar 2025 20:52