Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2025 11:37 Steina Árnadóttir sem var sakfelld fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Hjúkrunarfræðingur á sjötugsaldri sem var sakfelldur fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans af gáleysi hefur óskað eftir leyfi til þess að áfrýja dómnum til Landsréttar. Konunni var ekki gerð refsing fyrir brotið. Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðing, fyrir manndráp af gáleysi í byrjun desember. Hún var talin hafa valdið dauða langveiks sjúklings með því að hella ofan í hann næringardrykkjum á geðdeild Landspítalans árið 2021. Steina hefur óskað eftir leyfi til að áfrýja málinu til Landsréttar sem hefur beiðnina til meðferðar, að því er kemur fram í skriflegu svari embættis ríkissaksóknara við fyrirspurn Vísis. Almennt er aðeins hægt að áfrýja dómi í sakamáli ef sá ákærði er dæmdur í fangelsi. Þó er hægt að sækja um áfrýjunarleyfi ef úrslit máls hafa verulegt almennt gildi, varða mikilvæga hagsmuni eða ef ekki er útilokað að dómi kunni að verða breytt að verulegu leyti. Steina var upphaflega sýknuð af ákæru um manndráp í opinberu starfi þar sem héraðsdómur taldi ekkki sannað að hún hefði ætlað sér að drepa sjúklinginn árið 2023. Landsréttur vísaði málinu aftur til héraðs þar sem hann taldi að ákæruvaldið hefði átt að fá tækifæri til þess að færa rök fyrir að Steina hefði gerst sek um manndráp af gáleysi. Sek um stórfellt gáleysi Í dómi héraðsdóms í desember kom fram að Steina hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi þegar hún hellti tveimur næringardrykkjum upp í sjúklinginn á geðdeild 16. ágúst árið 2021. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri með geðklofa sem var þar að auki veik af lungnabólgu. Hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að hjálpa konunni en aðferðin sem hún beitti til þess hafi ekki verið viðurkennd og ekki verið fagleg. Steina neitaði sök fyrir dómi. Hún hélt því fram að henni hefði verið tjáð að matur stæði í konunni og að hún hefði meðal annars gefið henni næringardrykk til að losa um. Þrjár ungar samstarfskonur hennar sem voru á vaktinni fullyrtu aftur á móti að hún hefði hellt innihaldi tveggja næringardrykkja ofan í konuna þar til hún missti meðvitund. Steina hefði skipað þeim að halda konunni jafnvel þótt hún hefði gefið til kynna að hún vildi ekki drekka. Niðurstaða réttarlæknis var að konan hefði kafnað vegna vökva sem náði djúpt ofan í lungu hennar. Mannlegir og kerfisbundnir þættir Héraðsdómur taldi í dómi sínum í desember að andlát sjúklingsins hefði verið afleiðing samspils mannlegra og kerfisbundinna þátta sem hefðu ýtt undir óöryggi starfsfólks á geðdeildinni. Landspítalinn viðurkenndi að aðstæður á geðdeildinni hefðu ekki verið fullnægjandi og að hann hefði brugðist starfsfólki sínu. Ráðist hefði verið í umbætur á geðþjónustunni eftir andlát sjúklingsins. Á meðal þess sem kom fram við aðalmeðferð málsins á sínum tíma að ekki væri hægt að hringja í innanhússneyðarsímanúmer Landspítalans úr farsímum og að slæm reynsla væri af þjónustunni þar. Þannig kom endurlífgunarteymi Landspítalans aldrei á geðdeildina þegar konan lést heldur sjúkraflutningamenn á sjúkrabíl frá slökkvistöðinni í Skógarhlíð. Endurlífgunarteymið var ekki kallað til vegna þess að sá sem svaraði í innanhússneyðarsímann taldi ranglega að endurlífgunarteymið sinnti ekki útköllum í geðdeildarbyggingunni. Þá kom fram að konan sem lést hefði verið flutt á bráðadeild í Fossvogi vegna veikinda sinna fyrr um daginn en hún send til baka á geðdeildina þar sem ekki fékkst yfirseta fyrir hana á bráðadeildinni. Steina var eini hjúkrunarfræðingurinn á vakt þegar konan lést en þeir áttu að vera tveir. Dómsmál Andlát á geðdeild Landspítala Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðing, fyrir manndráp af gáleysi í byrjun desember. Hún var talin hafa valdið dauða langveiks sjúklings með því að hella ofan í hann næringardrykkjum á geðdeild Landspítalans árið 2021. Steina hefur óskað eftir leyfi til að áfrýja málinu til Landsréttar sem hefur beiðnina til meðferðar, að því er kemur fram í skriflegu svari embættis ríkissaksóknara við fyrirspurn Vísis. Almennt er aðeins hægt að áfrýja dómi í sakamáli ef sá ákærði er dæmdur í fangelsi. Þó er hægt að sækja um áfrýjunarleyfi ef úrslit máls hafa verulegt almennt gildi, varða mikilvæga hagsmuni eða ef ekki er útilokað að dómi kunni að verða breytt að verulegu leyti. Steina var upphaflega sýknuð af ákæru um manndráp í opinberu starfi þar sem héraðsdómur taldi ekkki sannað að hún hefði ætlað sér að drepa sjúklinginn árið 2023. Landsréttur vísaði málinu aftur til héraðs þar sem hann taldi að ákæruvaldið hefði átt að fá tækifæri til þess að færa rök fyrir að Steina hefði gerst sek um manndráp af gáleysi. Sek um stórfellt gáleysi Í dómi héraðsdóms í desember kom fram að Steina hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi þegar hún hellti tveimur næringardrykkjum upp í sjúklinginn á geðdeild 16. ágúst árið 2021. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri með geðklofa sem var þar að auki veik af lungnabólgu. Hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að hjálpa konunni en aðferðin sem hún beitti til þess hafi ekki verið viðurkennd og ekki verið fagleg. Steina neitaði sök fyrir dómi. Hún hélt því fram að henni hefði verið tjáð að matur stæði í konunni og að hún hefði meðal annars gefið henni næringardrykk til að losa um. Þrjár ungar samstarfskonur hennar sem voru á vaktinni fullyrtu aftur á móti að hún hefði hellt innihaldi tveggja næringardrykkja ofan í konuna þar til hún missti meðvitund. Steina hefði skipað þeim að halda konunni jafnvel þótt hún hefði gefið til kynna að hún vildi ekki drekka. Niðurstaða réttarlæknis var að konan hefði kafnað vegna vökva sem náði djúpt ofan í lungu hennar. Mannlegir og kerfisbundnir þættir Héraðsdómur taldi í dómi sínum í desember að andlát sjúklingsins hefði verið afleiðing samspils mannlegra og kerfisbundinna þátta sem hefðu ýtt undir óöryggi starfsfólks á geðdeildinni. Landspítalinn viðurkenndi að aðstæður á geðdeildinni hefðu ekki verið fullnægjandi og að hann hefði brugðist starfsfólki sínu. Ráðist hefði verið í umbætur á geðþjónustunni eftir andlát sjúklingsins. Á meðal þess sem kom fram við aðalmeðferð málsins á sínum tíma að ekki væri hægt að hringja í innanhússneyðarsímanúmer Landspítalans úr farsímum og að slæm reynsla væri af þjónustunni þar. Þannig kom endurlífgunarteymi Landspítalans aldrei á geðdeildina þegar konan lést heldur sjúkraflutningamenn á sjúkrabíl frá slökkvistöðinni í Skógarhlíð. Endurlífgunarteymið var ekki kallað til vegna þess að sá sem svaraði í innanhússneyðarsímann taldi ranglega að endurlífgunarteymið sinnti ekki útköllum í geðdeildarbyggingunni. Þá kom fram að konan sem lést hefði verið flutt á bráðadeild í Fossvogi vegna veikinda sinna fyrr um daginn en hún send til baka á geðdeildina þar sem ekki fékkst yfirseta fyrir hana á bráðadeildinni. Steina var eini hjúkrunarfræðingurinn á vakt þegar konan lést en þeir áttu að vera tveir.
Dómsmál Andlát á geðdeild Landspítala Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira