Ráðherra kemur fyrir dóm Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2025 11:10 Ásthildur Lóa missir þó ekki af þingfundi á morgun vegna málsins. Aðalmeðferðinni á að ljúka um hádegisbil en þing kemur svo saman klukkan 15. Vísir/vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra kemur fyrir Héraðsdóm Reyjavíkur í fyrramálið. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna árið 2017. Ásthildur Lóa hefur tjáð sig um málið í tilkynningum og skoðanagreinum sem þingmaður Flokks fólksins. Þau hjónin segja sýslumannsfulltrúa hafa gert mistök við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra árið 2017. Mistökin hafi falist í því að fulltrúinn tók ekki tillit til fyrningar vaxta upp á 10,7 milljónir króna. Mistökin hefði hæglega mátt leiðrétta, það hafi ekki verið gert og þau þvert á móti hvött til að höfða mál væru þau ósátt. Þá hafi kerfið farið í vörn, slegið hlífisskildi um sýslumannsfulltrúa og þannig brotið gróflega gegn réttindum þeirra. „Hann hreinlega gaf Arion banka 10,7 milljónir af peningum gerðarþola og það brot hans vörðu dómstólar, „kerfið“, með lygum og undanskotum í gegnum öll réttarúrræði á Íslandi,“ sagði Ásthildur Lóa síðastliðið sumar. „Landsréttur hreinlega laug í dómsorði með því að vísa frá málsástæðunni um fyrningu vaxta með því að segja að hún hefði ekki komið fram nógu snemma, þó að fyrning vaxta hefði verið eina málsástæðan frá upphafi,“ sagði Ásthildur Lóa. „Hæstiréttur tók ekkert efnislega á fyrningu vaxta heldur hafnaði málskotsbeiðninni sem gerði að verkum að það fékkst aldrei úrlausn á æðra stigi til að leiðrétta þá rangfærslu Landsréttar að málsástæðan um fyrningu vaxta hefði komið of seint fram. Þrátt fyrir að samkvæmt lögum eigi Hæstiréttur einmitt að geta veitt kæruleyfi ef dómur Landsréttar er bersýnilega rangur.“ Þá hafi endurupptökunefnd legið á málinu í rúma níu mánuði þó að einn dómarinn í Landsrétti hefði verið „ólöglegur“ sem hefði átt að nægja til tafarlausrar endurupptöku. „Allt þar til Arion banki setti það sem skilyrði að endurupptökukrafan þar væri dregin til baka þegar við náðum (nauðar)samningum við hann um að bjarga því sem bjargað varð. Sá úrskurður kom því aldrei. ALDREI, aldrei nokkurn tímann í þessu ferli, var úrskurðað um einu málsástæðuna, fyrningu vaxta.“ Hún fór hörðum orðum um íslenska dómskerfið. „Ef dómstólar hefðu gert það hefðu þeir bara getað úrskurðað á einn veg, okkur í hag, sem var gegn hagsmunum þeirra sem þeir vinna fyrir, þannig að þeir einfaldlega töluðu bara um eitthvað annað og/eða lugu.“ Ásthildur Lóa var formaður Hagsmunasamtaka heimilanna allt þar til í janúar þegar hún lét af formennsku eftir að hafa verið skipuð mennta- og barnamálaráðherra. Ásthildur Lóa sagði í viðtali við RÚV um helgina að málið hefði engin áhrif á hæfi hennar sem ráðherra. Brotið hefði verið á henni löngu áður en hún settist á þing. Hún hafi fullan rétt til að sækja rétt sinn. Dómsmál Flokkur fólksins Hrunið Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Sjá meira
Ásthildur Lóa hefur tjáð sig um málið í tilkynningum og skoðanagreinum sem þingmaður Flokks fólksins. Þau hjónin segja sýslumannsfulltrúa hafa gert mistök við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra árið 2017. Mistökin hafi falist í því að fulltrúinn tók ekki tillit til fyrningar vaxta upp á 10,7 milljónir króna. Mistökin hefði hæglega mátt leiðrétta, það hafi ekki verið gert og þau þvert á móti hvött til að höfða mál væru þau ósátt. Þá hafi kerfið farið í vörn, slegið hlífisskildi um sýslumannsfulltrúa og þannig brotið gróflega gegn réttindum þeirra. „Hann hreinlega gaf Arion banka 10,7 milljónir af peningum gerðarþola og það brot hans vörðu dómstólar, „kerfið“, með lygum og undanskotum í gegnum öll réttarúrræði á Íslandi,“ sagði Ásthildur Lóa síðastliðið sumar. „Landsréttur hreinlega laug í dómsorði með því að vísa frá málsástæðunni um fyrningu vaxta með því að segja að hún hefði ekki komið fram nógu snemma, þó að fyrning vaxta hefði verið eina málsástæðan frá upphafi,“ sagði Ásthildur Lóa. „Hæstiréttur tók ekkert efnislega á fyrningu vaxta heldur hafnaði málskotsbeiðninni sem gerði að verkum að það fékkst aldrei úrlausn á æðra stigi til að leiðrétta þá rangfærslu Landsréttar að málsástæðan um fyrningu vaxta hefði komið of seint fram. Þrátt fyrir að samkvæmt lögum eigi Hæstiréttur einmitt að geta veitt kæruleyfi ef dómur Landsréttar er bersýnilega rangur.“ Þá hafi endurupptökunefnd legið á málinu í rúma níu mánuði þó að einn dómarinn í Landsrétti hefði verið „ólöglegur“ sem hefði átt að nægja til tafarlausrar endurupptöku. „Allt þar til Arion banki setti það sem skilyrði að endurupptökukrafan þar væri dregin til baka þegar við náðum (nauðar)samningum við hann um að bjarga því sem bjargað varð. Sá úrskurður kom því aldrei. ALDREI, aldrei nokkurn tímann í þessu ferli, var úrskurðað um einu málsástæðuna, fyrningu vaxta.“ Hún fór hörðum orðum um íslenska dómskerfið. „Ef dómstólar hefðu gert það hefðu þeir bara getað úrskurðað á einn veg, okkur í hag, sem var gegn hagsmunum þeirra sem þeir vinna fyrir, þannig að þeir einfaldlega töluðu bara um eitthvað annað og/eða lugu.“ Ásthildur Lóa var formaður Hagsmunasamtaka heimilanna allt þar til í janúar þegar hún lét af formennsku eftir að hafa verið skipuð mennta- og barnamálaráðherra. Ásthildur Lóa sagði í viðtali við RÚV um helgina að málið hefði engin áhrif á hæfi hennar sem ráðherra. Brotið hefði verið á henni löngu áður en hún settist á þing. Hún hafi fullan rétt til að sækja rétt sinn.
Dómsmál Flokkur fólksins Hrunið Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Sjá meira