Ástralski rúgbý strákurinn sem vann Super Bowl Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. febrúar 2025 14:30 Jordan Mailata er fyrsti Ástralinn sem fagnar sigri í Super Bowl. Hann fagnar hér með fána sinnar þjóðar eftir leikinn. vísir/getty Ein ótrúlegasta sagan í kringum Super Bowl er saga Ástralans Jordan Mailata, leikmanns meistara Eagles. Lykilmaður sem kunni ekki íþróttina fyrir nokkrum árum síðan. Eins og margir Ástralar þá er Mailata alinn upp við að spila rúgbý og hafði aldrei spilað leik í amerískum fótbolta er hann var valinn af Philadelphia Eagles í nýliðavalinu árið 2018. Hann ætlaði sér að verða atvinnumaður í rúgbý en það gekk hægt að elta þann draum. Mailata var einfaldlega of stór fyrir íþróttina. Hann er nefnilega 203 sentimetrar að stærð og tæp 170 kíló. Mailata er hér ásamt félaga sínum í sóknarlínunni, Lane Johnson.vísir/getty Þá fékk hann besta ráð lífsins. Að hann skildi prófa íþrótt sem hentaði hans líkama. Án þess að hafa nokkurn tímann æft amerískan fótbolta skráði hann sig í NFL-skóla sem hjálpar erlendum íþróttamönnum við að komast í NFL-deildina. Þar fá þeir skyndinámskeið í íþróttinni og geta sýnt sig fyrir njósnurum liða deildarinnar. Orðið um Mailata barst til Howie Roseman, framkvæmdastjóra Eagles, og hann hringdi í sóknarlínuþjálfarann sinn, Jeff Stoutland, og bað hann um að kíkja strax á strákinn. Stoutland var þá á leiðinni í golfferð sem hann varð að sleppa. Hann hefur aldrei séð eftir því. „Ég vissi ekki við hverju var að búast. Þetta var rúgbý gæi þannig að mér fannst þetta hálfgalið. Að fara á þessa æfingu var besta ákvörðun lífs míns fyrir utan að hafa gifst konunni minni,“ segir Stoutland er hann rifjar upp þennan eftirminnilega tíma árið 2018. Sannkallað tröll að burðum. Mailata fagnar hér með sparkaranum Jake Elliott í Super Bowl. Eins og sjá má er Ástralinn engin smá smíði.vísir/getty „Ég setti upp æfingar fyrir hann og drengurinn flaug um völlinn. Ég var bara Guð minn góður en leyndi því þar sem það voru menn frá öðrum félögum þarna. Ég vildi ekki að neinn sæi hvað ég hefði mikla trú á þessum unga manni. Eftir æfinguna hringdi ég í Howie og grátbað um að fá að þjálfa þennan mann.“ Nokkrum vikum síðar ákveður Eagles að velja tvítugan Mailata númer 233 í nýliðavalinu. Margir hristu hausinn yfir því en gera það ekki í dag. Mailata á nokkur góð ár eftir og verður áhugavert að fylgjast með honum næstu árin.vísir/getty Næstu tvö ár fóru í að kenna Mailata íþróttina og slípa hann til. „Þetta gekk alls ekki smurt fyrir sig en einn daginn kviknaði ljósið og hann fór að hafa trú á sér. Hann bætti sig gríðarlega á hverju ári,“ bætti Stoutland við en Mailata spilaði fyrst fyrir Eagles árið 2020 og er í dag einn besti sóknarlínumaður deildarinnar. Í fyrra skrifaði hann undir þriggja ára samning sem færir honum hátt í tíu milljarða króna í laun. Sannkallað Öskubuskuævintýri. NFL Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Eins og margir Ástralar þá er Mailata alinn upp við að spila rúgbý og hafði aldrei spilað leik í amerískum fótbolta er hann var valinn af Philadelphia Eagles í nýliðavalinu árið 2018. Hann ætlaði sér að verða atvinnumaður í rúgbý en það gekk hægt að elta þann draum. Mailata var einfaldlega of stór fyrir íþróttina. Hann er nefnilega 203 sentimetrar að stærð og tæp 170 kíló. Mailata er hér ásamt félaga sínum í sóknarlínunni, Lane Johnson.vísir/getty Þá fékk hann besta ráð lífsins. Að hann skildi prófa íþrótt sem hentaði hans líkama. Án þess að hafa nokkurn tímann æft amerískan fótbolta skráði hann sig í NFL-skóla sem hjálpar erlendum íþróttamönnum við að komast í NFL-deildina. Þar fá þeir skyndinámskeið í íþróttinni og geta sýnt sig fyrir njósnurum liða deildarinnar. Orðið um Mailata barst til Howie Roseman, framkvæmdastjóra Eagles, og hann hringdi í sóknarlínuþjálfarann sinn, Jeff Stoutland, og bað hann um að kíkja strax á strákinn. Stoutland var þá á leiðinni í golfferð sem hann varð að sleppa. Hann hefur aldrei séð eftir því. „Ég vissi ekki við hverju var að búast. Þetta var rúgbý gæi þannig að mér fannst þetta hálfgalið. Að fara á þessa æfingu var besta ákvörðun lífs míns fyrir utan að hafa gifst konunni minni,“ segir Stoutland er hann rifjar upp þennan eftirminnilega tíma árið 2018. Sannkallað tröll að burðum. Mailata fagnar hér með sparkaranum Jake Elliott í Super Bowl. Eins og sjá má er Ástralinn engin smá smíði.vísir/getty „Ég setti upp æfingar fyrir hann og drengurinn flaug um völlinn. Ég var bara Guð minn góður en leyndi því þar sem það voru menn frá öðrum félögum þarna. Ég vildi ekki að neinn sæi hvað ég hefði mikla trú á þessum unga manni. Eftir æfinguna hringdi ég í Howie og grátbað um að fá að þjálfa þennan mann.“ Nokkrum vikum síðar ákveður Eagles að velja tvítugan Mailata númer 233 í nýliðavalinu. Margir hristu hausinn yfir því en gera það ekki í dag. Mailata á nokkur góð ár eftir og verður áhugavert að fylgjast með honum næstu árin.vísir/getty Næstu tvö ár fóru í að kenna Mailata íþróttina og slípa hann til. „Þetta gekk alls ekki smurt fyrir sig en einn daginn kviknaði ljósið og hann fór að hafa trú á sér. Hann bætti sig gríðarlega á hverju ári,“ bætti Stoutland við en Mailata spilaði fyrst fyrir Eagles árið 2020 og er í dag einn besti sóknarlínumaður deildarinnar. Í fyrra skrifaði hann undir þriggja ára samning sem færir honum hátt í tíu milljarða króna í laun. Sannkallað Öskubuskuævintýri.
NFL Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira