„Hann er aldrei sakhæfur“ Jón Þór Stefánsson skrifar 11. febrúar 2025 14:38 Alfreð Erling hafnaði því að svara spurningum fyrir dómi í gær. Vísir/Vilhelm Mjög reyndur geðlæknir sem vann matsgerð í máli Alfreðs Erlings Þórðarsonar, 46 ára manns sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, telur að Alfreð Erling sé ósakhæfur. Hann hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu. Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið eldri hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð Erling handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Málið varðar að miklu leyti hvort Alferð teljist sakhæfur eða ekki. Kristinn Tómasson, áðurnefndur geðlæknir, var spurður út í hvort hann hafi velt því fyrir sér hvort Alfreð Erling væri sakhæfur. Aldrei í vafa „Mér örlaði ekki að því, aldrei þessu vant. Hann er aldrei sakhæfur,“ sagði hann. Kristinn sagðist fyrst hafa tekið viðtal við Alfreð Erling á Hólmsheiði og þá hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að vista hann í fangelsi heldur á réttargeðdeild. Það væri mikilvægt bæði upp á öryggi Alfreðs sjálfs, en líka vegna öryggis fangavarða. Alfreð væri með alvarlegan geðrofssjúkdóm og væri fastur í mjög truflandi ranghugmyndakerfi. Kristinn minntist á að Alfreð hefði talað mikið um Guð og djöfulinn, en fjöldamörg vitni hafa minnst á samskonar tal hans. Hann hefði lýst atburðunum sem málið varðar eins og einhverju í „vísindaskáldsögu eða hryllingsbókmenntum“ og að það væri ekki eins og í raunveruleikanum. Þarna væri um að ræða „ógnvekjandi baráttu við Guð og djöfulinn“. Skýr í frásögn fyrir og eftir atburðinn Þó hefði Alfreð lýst bæði aðdraganda andláts hjónanna og því sem gerðist eftir það með greinagóðum hætti, miklu skýrari en sjálfum atburðunum. Kristinn sagði að það kæmi sér á óvart. Þá sagði Kristinn að það væri sláandi hve lítið innsæi Alfreð hefði í veikindi sín. Hann hefði ekki skilning á því að hann glímdi við umræddar andlegar áskoranir. Hann taldi að veikindi Alfreðs hefðu líklega staðið yfir í að minnsta kosti sex ár, og jafnvel lengur. Þá virtust þau hafa virkilega stigmagnast árið 2023. Tómas Zoëga, geðlæknir sem er meðdómandi í málinu, spurði Kristinn hvort það væri ekki sérkennilegt að maður veiktist af sjúkdómi sem þessum orðinn svona gamall, um fertugt. Kristinn sagði að það væri í efri kantinum. Það gæti þó skýrt hversu heilsteypt persóna Alfreð væri í raun, en þrátt fyrir geðröskunina væri hann augljóslega vel gefinn og skemmtilegur. Voveiglegur atburður kannski fyrirsjáanlegur „Hefði verið hægt að sjá þetta fyrir?“ spurði Tómas með vísan til þess hve lengi veikindin hefðu staðið yfir. „Þetta er vond spurning,“ sagði Kristinn, en bætti við að það hefði verið betra ef hann hefði verið meðhöndlaður áður. Inntur eftir skýrara svari sagði hann að verkið sem hann væri grunaður um hefði ekki verið fyrirsjáanlegt, en voveiglegur atburður hefði þó kannski verið það. Það er mat Kristins að Alfreð verði að fara í langtímameðferð á réttargeðdeild. Í þessu tilfelli ætti lengd „langtímameðferðarinnar“ að vera mæld í árum. Dómsmál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Talið er að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, hafi mögulega fært við líkum eða líkömum þeirra látnu og fært annað þeirra í þvingaða stöðu. 11. febrúar 2025 10:58 Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Reynslubolti hjá tæknideild lögreglu sagði verksummerki í húsinu við Strandgötu í Neskaupstað þar sem eldri hjón fundust látin í ágúst í fyrra hafa bent til þess að morðinginn hefði notað hamar. Hamar fannst í bíl Alfreðs Erlings Þórðarsonar þegar hann var handtekinn í bíl hjónanna við Snorrabraut í Reykjavík. 10. febrúar 2025 17:11 Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Mágur Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem grunaður er um að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar, segir Alfreð stundum hafa komið við hjá hjónunum og fengið hjá þeim kaffi eða að borða á kvöldin þegar hann var svangur. Hann grunaði Alfreð strax um græsku þegar hann sá hvað hafði gerst. 10. febrúar 2025 14:49 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið eldri hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð Erling handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Málið varðar að miklu leyti hvort Alferð teljist sakhæfur eða ekki. Kristinn Tómasson, áðurnefndur geðlæknir, var spurður út í hvort hann hafi velt því fyrir sér hvort Alfreð Erling væri sakhæfur. Aldrei í vafa „Mér örlaði ekki að því, aldrei þessu vant. Hann er aldrei sakhæfur,“ sagði hann. Kristinn sagðist fyrst hafa tekið viðtal við Alfreð Erling á Hólmsheiði og þá hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að vista hann í fangelsi heldur á réttargeðdeild. Það væri mikilvægt bæði upp á öryggi Alfreðs sjálfs, en líka vegna öryggis fangavarða. Alfreð væri með alvarlegan geðrofssjúkdóm og væri fastur í mjög truflandi ranghugmyndakerfi. Kristinn minntist á að Alfreð hefði talað mikið um Guð og djöfulinn, en fjöldamörg vitni hafa minnst á samskonar tal hans. Hann hefði lýst atburðunum sem málið varðar eins og einhverju í „vísindaskáldsögu eða hryllingsbókmenntum“ og að það væri ekki eins og í raunveruleikanum. Þarna væri um að ræða „ógnvekjandi baráttu við Guð og djöfulinn“. Skýr í frásögn fyrir og eftir atburðinn Þó hefði Alfreð lýst bæði aðdraganda andláts hjónanna og því sem gerðist eftir það með greinagóðum hætti, miklu skýrari en sjálfum atburðunum. Kristinn sagði að það kæmi sér á óvart. Þá sagði Kristinn að það væri sláandi hve lítið innsæi Alfreð hefði í veikindi sín. Hann hefði ekki skilning á því að hann glímdi við umræddar andlegar áskoranir. Hann taldi að veikindi Alfreðs hefðu líklega staðið yfir í að minnsta kosti sex ár, og jafnvel lengur. Þá virtust þau hafa virkilega stigmagnast árið 2023. Tómas Zoëga, geðlæknir sem er meðdómandi í málinu, spurði Kristinn hvort það væri ekki sérkennilegt að maður veiktist af sjúkdómi sem þessum orðinn svona gamall, um fertugt. Kristinn sagði að það væri í efri kantinum. Það gæti þó skýrt hversu heilsteypt persóna Alfreð væri í raun, en þrátt fyrir geðröskunina væri hann augljóslega vel gefinn og skemmtilegur. Voveiglegur atburður kannski fyrirsjáanlegur „Hefði verið hægt að sjá þetta fyrir?“ spurði Tómas með vísan til þess hve lengi veikindin hefðu staðið yfir. „Þetta er vond spurning,“ sagði Kristinn, en bætti við að það hefði verið betra ef hann hefði verið meðhöndlaður áður. Inntur eftir skýrara svari sagði hann að verkið sem hann væri grunaður um hefði ekki verið fyrirsjáanlegt, en voveiglegur atburður hefði þó kannski verið það. Það er mat Kristins að Alfreð verði að fara í langtímameðferð á réttargeðdeild. Í þessu tilfelli ætti lengd „langtímameðferðarinnar“ að vera mæld í árum.
Dómsmál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Talið er að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, hafi mögulega fært við líkum eða líkömum þeirra látnu og fært annað þeirra í þvingaða stöðu. 11. febrúar 2025 10:58 Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Reynslubolti hjá tæknideild lögreglu sagði verksummerki í húsinu við Strandgötu í Neskaupstað þar sem eldri hjón fundust látin í ágúst í fyrra hafa bent til þess að morðinginn hefði notað hamar. Hamar fannst í bíl Alfreðs Erlings Þórðarsonar þegar hann var handtekinn í bíl hjónanna við Snorrabraut í Reykjavík. 10. febrúar 2025 17:11 Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Mágur Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem grunaður er um að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar, segir Alfreð stundum hafa komið við hjá hjónunum og fengið hjá þeim kaffi eða að borða á kvöldin þegar hann var svangur. Hann grunaði Alfreð strax um græsku þegar hann sá hvað hafði gerst. 10. febrúar 2025 14:49 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Talið er að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, hafi mögulega fært við líkum eða líkömum þeirra látnu og fært annað þeirra í þvingaða stöðu. 11. febrúar 2025 10:58
Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Reynslubolti hjá tæknideild lögreglu sagði verksummerki í húsinu við Strandgötu í Neskaupstað þar sem eldri hjón fundust látin í ágúst í fyrra hafa bent til þess að morðinginn hefði notað hamar. Hamar fannst í bíl Alfreðs Erlings Þórðarsonar þegar hann var handtekinn í bíl hjónanna við Snorrabraut í Reykjavík. 10. febrúar 2025 17:11
Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Mágur Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem grunaður er um að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar, segir Alfreð stundum hafa komið við hjá hjónunum og fengið hjá þeim kaffi eða að borða á kvöldin þegar hann var svangur. Hann grunaði Alfreð strax um græsku þegar hann sá hvað hafði gerst. 10. febrúar 2025 14:49