„Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. febrúar 2025 17:20 Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins, ætlar að ræða við bakland sitt og grasrót flokksins á næstu dögum. Vísir/Vilhelm Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, segir oddvita hinna flokkanna sem nú ræða saman vera yndislegar konur. Næsta verkefni sé að ræða við baklandið og grasrótina. Margrét Helga Erlingsdóttir náði tali af oddvitum VG, Sósíalistaflokks og Flokks fólksins eftir fund fyrir utan heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. Helga Þórðardóttir segir síðustu daga hafa verið eins og rússíbanareið. Þetta eru ansi óvænt tíðindi fyrir þig og búið að vera annasamir dagar? „Ekkert smá, þetta er búið að vera rússíbani og mér finnst eins og þetta sé búið að vera mánuður,“ sagði Helga. Hvernig leggst þessi mögulegi vinstri meirihluti í þig við fyrstu sýn? „Bara yndislegar konur og ef við náum saman þá er það flott. Þetta er náttúrulega stuttur tími sem við höfum þannig við yrðum að hafa ákveðin verkefni,“ sagði hún. Óheppilegur tími „En vitiði það, það er voðalega erfitt að tala um þetta þegar við erum bara með þreifingar og maður er ekki búinn að tala við baklandið sitt. Nú ætla ég að hafa þau með mér,“ sagði Helga. Næst á dagskrá er að tala við baklandið? „Baklandið og grasrótina. Þetta er óheppilegur tími, þingið að byrja og ráðherrarnir að byrja. Svolítið erfitt að ná í fólk á þessum tíma,“ sagði hún. Ef baklandið reynist jákvætt gagnvart þessari hugmynd er ekki einboðið að fara í formlegar meirihlutaviðræður? „Þá förum við náttúrulega að ræða saman en það kemur í ljós,“ sagði hún. Enginn fundur settur á áður en þið ræðið við baklandið? „Nei nei, enginn fundur. Við verðum að hafa fólkið með okkur,“ sagði Helga að lokum. Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Tengdar fréttir Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, voru að drífa sig að ná Strætó þegar Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttakona náði tali af þeim eftir fund á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. 11. febrúar 2025 17:04 Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Oddvitar Pírata, Sósaíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins hafa fundað á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag með það fyrir augum að mynda nýjan meirihluta með fulltrúa fimm flokka. 11. febrúar 2025 16:23 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Margrét Helga Erlingsdóttir náði tali af oddvitum VG, Sósíalistaflokks og Flokks fólksins eftir fund fyrir utan heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. Helga Þórðardóttir segir síðustu daga hafa verið eins og rússíbanareið. Þetta eru ansi óvænt tíðindi fyrir þig og búið að vera annasamir dagar? „Ekkert smá, þetta er búið að vera rússíbani og mér finnst eins og þetta sé búið að vera mánuður,“ sagði Helga. Hvernig leggst þessi mögulegi vinstri meirihluti í þig við fyrstu sýn? „Bara yndislegar konur og ef við náum saman þá er það flott. Þetta er náttúrulega stuttur tími sem við höfum þannig við yrðum að hafa ákveðin verkefni,“ sagði hún. Óheppilegur tími „En vitiði það, það er voðalega erfitt að tala um þetta þegar við erum bara með þreifingar og maður er ekki búinn að tala við baklandið sitt. Nú ætla ég að hafa þau með mér,“ sagði Helga. Næst á dagskrá er að tala við baklandið? „Baklandið og grasrótina. Þetta er óheppilegur tími, þingið að byrja og ráðherrarnir að byrja. Svolítið erfitt að ná í fólk á þessum tíma,“ sagði hún. Ef baklandið reynist jákvætt gagnvart þessari hugmynd er ekki einboðið að fara í formlegar meirihlutaviðræður? „Þá förum við náttúrulega að ræða saman en það kemur í ljós,“ sagði hún. Enginn fundur settur á áður en þið ræðið við baklandið? „Nei nei, enginn fundur. Við verðum að hafa fólkið með okkur,“ sagði Helga að lokum.
Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Tengdar fréttir Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, voru að drífa sig að ná Strætó þegar Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttakona náði tali af þeim eftir fund á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. 11. febrúar 2025 17:04 Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Oddvitar Pírata, Sósaíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins hafa fundað á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag með það fyrir augum að mynda nýjan meirihluta með fulltrúa fimm flokka. 11. febrúar 2025 16:23 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, voru að drífa sig að ná Strætó þegar Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttakona náði tali af þeim eftir fund á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. 11. febrúar 2025 17:04
Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Oddvitar Pírata, Sósaíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins hafa fundað á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag með það fyrir augum að mynda nýjan meirihluta með fulltrúa fimm flokka. 11. febrúar 2025 16:23