Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. febrúar 2025 06:41 Engar fregnir hafa borist af þróun málsins síðustu vikur en tillögur að breytingum á húsinu áttu að liggja fyrir í janúarlok, að sögn Einars Þorsteinssonar borgarstjóra. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál hefur vísað frá máli Búseta sem kærði ákvörðun byggingafulltrúa í Reykjavík um að synja kröfu um stöðvun framkvæmda að Álfabakka 2. Málinu er vísað frá þar sem byggingafulltrúi hefur þegar fyrirskipað stöðvun framkvæmda við kjötvinnslu í byggingu á reitnum. Um er að ræða „græna gímaldið“ svokallaða, sem íbúar á svæðinu og raunar fleiri hafa mótmælt harðlega að rísi í íbúðabyggð. Í kjölfar mikillar fjölmiðlaumfjöllunar um málið ákvað byggingafulltrúi að stöðva framkvæmdir á þeim forsendum að nánari skoðun hafi leitt í ljós misræmi milli samþykktra aðaluppdrátta og skráningartöflu. Gera þyrfti betri grein fyrir rými undir kjötvinnslu en ekki lægju fyrir upplýsingar um það hvort tilkynnt hefði verið um kjötvinnsluna til Skipulagsstofnunar og möguleg umhverfisáhrif hennar. Í bréfi byggingafulltrúa kom fram að honum kynni að vera heimilt að breyta eða fella byggingarleyfið úr gildi. Úrskurðarnefndin lítur svo á að byggingarfulltrúi hafi þannig að afturkallað hina kærðu ákvörðun þegar hann stöðvaði framkvæmdir. Bera megi nýja stjórnvaldsákvörðun í málinu undir nefndina. Þess má geta að úrskurðarnefndinni barst tilkynningin um stöðvun framkvæmda þann 30. janúar síðastliðinn en þar sagði að hlutaðeigandi hefði verið veittur sjö daga frestur til að koma fram skriflegum skýringum og athugasemdum. Sá frestur er þannig liðinn. Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Málinu er vísað frá þar sem byggingafulltrúi hefur þegar fyrirskipað stöðvun framkvæmda við kjötvinnslu í byggingu á reitnum. Um er að ræða „græna gímaldið“ svokallaða, sem íbúar á svæðinu og raunar fleiri hafa mótmælt harðlega að rísi í íbúðabyggð. Í kjölfar mikillar fjölmiðlaumfjöllunar um málið ákvað byggingafulltrúi að stöðva framkvæmdir á þeim forsendum að nánari skoðun hafi leitt í ljós misræmi milli samþykktra aðaluppdrátta og skráningartöflu. Gera þyrfti betri grein fyrir rými undir kjötvinnslu en ekki lægju fyrir upplýsingar um það hvort tilkynnt hefði verið um kjötvinnsluna til Skipulagsstofnunar og möguleg umhverfisáhrif hennar. Í bréfi byggingafulltrúa kom fram að honum kynni að vera heimilt að breyta eða fella byggingarleyfið úr gildi. Úrskurðarnefndin lítur svo á að byggingarfulltrúi hafi þannig að afturkallað hina kærðu ákvörðun þegar hann stöðvaði framkvæmdir. Bera megi nýja stjórnvaldsákvörðun í málinu undir nefndina. Þess má geta að úrskurðarnefndinni barst tilkynningin um stöðvun framkvæmda þann 30. janúar síðastliðinn en þar sagði að hlutaðeigandi hefði verið veittur sjö daga frestur til að koma fram skriflegum skýringum og athugasemdum. Sá frestur er þannig liðinn.
Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira