Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Jón Þór Stefánsson skrifar 13. febrúar 2025 10:44 Hermann Austmar er faðir stúlku í Breiðholtsskóla. Bylgjan/Reykjavíkurborg Hermann Austmar, faðir stúlku í Breiðholtsskóla, segir ógnarstjórnun ráða ríkjum í árgangi dóttur hennar sem er á miðstigi skólans. Hann talar um að fámennur hópur ráði ríkjum og að börn hafi orðið fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þetta kom fram í viðtali við Hermann í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Morgunblaðið fjallaði um ástandið í árganginum fyrr í vikunni. Þar sagði að börn þyrðu ekki í skólann. „Þetta er algjörlega satt. Það var foreldrafundur í desember. Það voru mjög margir foreldrar á þeim fundi sem lýstu því þannig að börnin þeirra væru logandi hrædd við að vera í skólanum, og mæta í skólann. Það er þannig að einhver börn eru ekki að mæta í skólann,“ sagði Hermann. „Þetta er ekkert nýtt“ Hann segir að það hafi legið fyrir síðan krakkarnir voru í öðrum bekk að þessum árgangi myndu fylgja vandamál. Þau hafi síðan stigmagnast á síðustu árum. „Það var ljóst strax að þetta yrði vandamál. Ég átti fund með skóla- og frístundasviði og skólastjóra, og öðru foreldri í öðrum bekk. Það hefur verið alveg auglóst í hvað stefndi. Þetta er ekkert nýtt, og þetta er búið að fara vaxandi eftir að þau eldast.“ Í Morgunblaðinu var fjallað um að börn hefðu orðið fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Hermann segir þá lýsingu rétta. „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur. Þetta eru ekki einhver einstök mál. Eins og starfsmenn skólans eru búnir að lýsa þessu fyrir mér er alvarleg ofbeldismenning í þessum árgangi. Það væri ógnarstjórn. Þau væru stanslaust hrædd um að ofbeldi gæti gerst hvenær sem er.“ Sem dæmi um ofbeldi nefnir Hermann hópárás sem átti sér stað fyrir utan skólann. Sú árás hafi verið tekin upp á myndband og send á aðra nemendur á Snapchat, sem hafi því orðið meðvituð um ofbeldið. Engin lærdómur sökum streitu Í Morgunblaðinu var haft eftir Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar að það kannaðist ekki við þennan eineltis- og ofbeldisvanda. Hermann segir það ekki standast skoðun. „Þetta er augljóslega stofnun sem ekki hægt er að treysta. Ef þau fylgjast ekki betur með hvað er að gerast í skólunum hjá sér, hvernig á ég að geta treyst þeim fyrir börnunum mínum?“ spurði hann. „Starfsmaður skólans hefur sagt við mig: Það heitir ekkert kennsla sem fer fram. Það er svo mikill ófriður, það er svo mikil truflun að þau eru ekki að læra neitt. Nema þetta ógnarástand sem veldur svo mikilli streitu. Segjum að það sé friður, þá meðtaka þau ekki upplýsingar. Streitan er svo mikil.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Fleiri fréttir Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Hermann í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Morgunblaðið fjallaði um ástandið í árganginum fyrr í vikunni. Þar sagði að börn þyrðu ekki í skólann. „Þetta er algjörlega satt. Það var foreldrafundur í desember. Það voru mjög margir foreldrar á þeim fundi sem lýstu því þannig að börnin þeirra væru logandi hrædd við að vera í skólanum, og mæta í skólann. Það er þannig að einhver börn eru ekki að mæta í skólann,“ sagði Hermann. „Þetta er ekkert nýtt“ Hann segir að það hafi legið fyrir síðan krakkarnir voru í öðrum bekk að þessum árgangi myndu fylgja vandamál. Þau hafi síðan stigmagnast á síðustu árum. „Það var ljóst strax að þetta yrði vandamál. Ég átti fund með skóla- og frístundasviði og skólastjóra, og öðru foreldri í öðrum bekk. Það hefur verið alveg auglóst í hvað stefndi. Þetta er ekkert nýtt, og þetta er búið að fara vaxandi eftir að þau eldast.“ Í Morgunblaðinu var fjallað um að börn hefðu orðið fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Hermann segir þá lýsingu rétta. „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur. Þetta eru ekki einhver einstök mál. Eins og starfsmenn skólans eru búnir að lýsa þessu fyrir mér er alvarleg ofbeldismenning í þessum árgangi. Það væri ógnarstjórn. Þau væru stanslaust hrædd um að ofbeldi gæti gerst hvenær sem er.“ Sem dæmi um ofbeldi nefnir Hermann hópárás sem átti sér stað fyrir utan skólann. Sú árás hafi verið tekin upp á myndband og send á aðra nemendur á Snapchat, sem hafi því orðið meðvituð um ofbeldið. Engin lærdómur sökum streitu Í Morgunblaðinu var haft eftir Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar að það kannaðist ekki við þennan eineltis- og ofbeldisvanda. Hermann segir það ekki standast skoðun. „Þetta er augljóslega stofnun sem ekki hægt er að treysta. Ef þau fylgjast ekki betur með hvað er að gerast í skólunum hjá sér, hvernig á ég að geta treyst þeim fyrir börnunum mínum?“ spurði hann. „Starfsmaður skólans hefur sagt við mig: Það heitir ekkert kennsla sem fer fram. Það er svo mikill ófriður, það er svo mikil truflun að þau eru ekki að læra neitt. Nema þetta ógnarástand sem veldur svo mikilli streitu. Segjum að það sé friður, þá meðtaka þau ekki upplýsingar. Streitan er svo mikil.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Fleiri fréttir Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Sjá meira